Ótrúlegt en satt - 31.07.1940, Page 9
maðurinn tók aö sér stjórn annars bátsins, en skipstjórinn stjórn-
aði hinum. Við höfðum það eitt í huga að verja bátana áfölluni
og reyndum að halda stefnunni í veðrið. Daga og nætur sátum
við undir árum, jafnvel ég, með minn brotna fót, varð að taka þátt
í baráttunni fyrir lífi okkar. Við vorum svo fáir og urðum að hvíla
bkkur til skiptis. Vistir voru mjög af skornum skammti, aðeins
nokkur brauö, sem fljótt urðu vot af sjó, og svo vatn. Það var mjög
kalt og hviJdarstundirnar voru okkur lítilsvirði, því við gátum ekk-
ert sofið. Þannig liðu fjórir langir sólarhringar og við vorum aðfram
komnir af þveytu, vcsbúð og svefnleysi. En er við vorum alveg að
því komnir að gefast upp sáum viö til ferða gufuskips eins. Við
settum druslnr á eina árina og héldum uppi. Okkur virtist skipiö
hafa komið auga á okkur og stefna í áttina til okkar. En svo
var þó ekki, og áður en varði var það horfið. Þetta ætlaði alveg að
ríða okkur að fullu. Við misstum alla von. Skipstjórinn reyndi að
telja í Oikkur kjark. Til allrar hamingju var storminn ögn tekið að
lægja, svo við gátum nú sofið til skiptis. Vatn var mjög til þurrðar
gengið, það voru aðeins eftir dreggjar í síðasta vatnskútnum. Skip-
stjórinn reyndi að treina það sem lengst, en að lokum gat hann ekki
við neitt ráðið og við drukkum upp allt vatnið sem eftir var: »Komi
svo það, sem koma skal«, sögðum við.
Og daginn eftir var okkur bjargað. Við sáum skip cg við notuð-
um okkar síðustu krafta til að reyna að gera vart við okkur og
að þessu sinni tókst það. Það var ítalskt gufuskip. En svo aðfram
komnir vorum við, að þegar skipsmennirnir köstuðu kaðalstigum
niður í bátana okkar gat enginn okkar gengið upp stigana hjálpar-
laust, Við gátum varla staðið á fætur. Það ráð var því tekið, að
við vorum hifðir upp með spili eins og dauðir hlutir.
Þegar við komum ti] New York varð ég að fara á sjúkrahús
og það voru í fyrstu allar líkur til þess að taka yrði af mér fótinn.
En svo varð þó ekki. Að átta vikum liðnum gat ég farið á kreik
aftur og skömmu seinna réði ég mig á þrísilgda kanadiska skonn-
ortu, sem flutti trjávið iil Jamaica, en er þangað kom varð ég enn
fyrir þeirri óheppni að fótbrotna svo ég varð að fara í land og
leggjast afur á sjúkrahús cg fóturinn var settur í gipsumbúðir.
Frá borði hafði ég ekki haft með mér annað en þau föt sem
ég stóð í er slysið vildi til. Allt annað hafði orðið eftir um borð.
Er ég hafði ve.rið á sjúkrahúsinu komst ég að raun um að ég var
töluvert illa cettur: Skipstjórinn hafði ekkert skilið eftir af far-
angri mínum og ég hafði átt. inni mest allt kaup mitt. Það eina
sem ég hafði voru nokkrir fataræflar og sex ensk pund. Ég var
OTRúLEGT — EN SATT
147