Ótrúlegt en satt - 31.07.1940, Qupperneq 10
því illa kominn og' hafði engin ráð önnur en að yfirgefa sjúkrahús-
ið, því ég hafði e.kkert til að borga með.
Ég haltraði um, lá uti um nætur og lifði á kókoshnetum og bön-
unum, Ég gerði tilraunir til að komast á skip, en ég var iila til
reika: órakaður, óklipptur, húfulaus, skólaus og rifinn og tættur,
og auk þess var það sjaldgæft að skip, sem til Jamaica komu, vant-
aði iiáseta.
Morgun einn, e,r ég var á reiki niður við höfnina, sá ég hvar
lystiskúta ein fögur og rnikil silgdi inn á höfnina; þýzki fáninn blakti
við hún. Ég fylltist ósegjanlegum fögnuði, mér fannst þetta gælsi-
lega skip vera sent til mín persónulega með kveðju. að heiman fra
ættlandinu.
Eg gek)í niður á haínarbakkann, en mér fannst, að ég gæti ekki
farið um borð í þetta fína skip og á fund landa minna, svo iiia til
reika sem ég var. En mig langaði til að fá a. m. k. að heyra móð-
urinál mitt talað. Skipið hét Panther.
Fjórir liðsforingjar í hvítum smekklegum einkennisklæðum með
hvíta skó og hvítar húfur stukku í land er skipiö hafði lagst, að
bryggjunni. F>eir gengu fram hjá mér án þess að lít.a á mig.
Seinna um daginn náði ég tali af’ einum hásetanna og bað hann
ásjár. Ég var glor-hungraður og ég bað hann að gefa mér brauð.
Hann bað mig að hitta sig kl. 6 um kveldið niður við skipið. Ég' kom
þegar klukkuna vantaði 15 mínútur í 6. Hásetinn efndi orð sín og
kom með heiit, þykkt rúgbrauð.. Ég gaf mér ekki tíma til að skera
það niður í sneiðar, ég át það þegar upp til agna. Hásetinn lofaði
að gefa mér annað brauð næsta kvöld ef ég kæmi á sama tíma.
Næsta dag bað ég þennan nýja vin minn, að reyna að útvega
mér einhver föt og iianr, hét mér því. Iiann bað mig að koma um
borð kl.3 næsta dag, sem var sunnudagur. Ég var dálítið smeykur
við þetta, en fór þó. Pegar ég kom sátu hásetarnir að kaffidrykkju
uppi á þilfari. Mér var vel tekið, en mér fannst ég' vera eins og
fátæklingur, sem settur hefir verið inn í stofu með ríku fólki.
Einum af liðsforingjunum varð geng'ið fram hjá okkur. Allir
spruttu upp í réttstöðu. Ég reyndi með erfiðismunum að standa
upp líka.
Liðsforinginn starði á mig. Svo kallaði hann höstuglega til undir-
liðsforingjans, sem stóð á verði: »Kastið þessum manni í land og
gætið þess vandlega að engir ræflar úr landi séu að flækjast hér
um borð«.
»Já, herra liðsforingi«, og hann kom til mín og sagði mér að
hypja mig sem skjótast í land.
Ég mun aldrei gleyma þess,u atviki. Þaö fékk mjög á mig að
148
ÓTRÚLEGT — EN SATT