Ótrúlegt en satt - 31.07.1940, Side 13

Ótrúlegt en satt - 31.07.1940, Side 13
að hafa upp á mór. ®g var »týndur«, og líklega var það hætt aó syrgja mig. ffg fékk mér aftur í glasið. öll þau ár sem liðin voru ,síðan ég strauk að heiman, hafði ég aidrei látið neitt til mín heyra. Þaö var metnaður minn að láta ekk- ert um mig spyrjast. Ég vildi brjóta mér leið einn og án hjálpar. En ég skammaðist mín dálítið fyrir þessa harðneskju gagnvart skyld- fólki mínu. En ég gat, heldur ekki varist brosi, er mér varð hugsaö til allra minna tignu og aðalbornu frændkvenna, sem myndu ef- laust hafa fengið slag hefði þeim borist til eyrna, að einn Luckner- greifanna væri sokkinn svo djúpt niður í eymd og volæði sem það að vera aðeins réttur og sléttur háseti. Eg hafði reyndar einu sinni verið kominn á fremsta hlunn með, að senda bréf heim. I myndasafni mínu á ég ennþá gamla sjálís- mynd, sem ég liafði látið taka af mér í Hamborg daginn sem ég !a,gði Lipstulian, hinn iræga glímukappa, að velli á sölutorginu í St. Pauli. Á baki þessa póstkorts stendur skrifað með viðvanings- legri hendi: »Til föður iníns. Til minningar um Felix son hans. í Hamborg 1/4 1902«. Það hafði verið ætlun mín að senda föður mín- um kortið, en varla var blekið orðið þurrt, er ég hafði misst kjark- inn. — Bilið mílli mín og fjölskyklu minnar var orðið of breytt. Semna, eftir að foreldrar mínir höfðu heimt, mig aftur heim, varö þetía kort uppáhaldsmynd föður rníns og hann bar það í brjóst- vasa sínum alla stund síðan meðan hann lifði. Við skulum ekki fara mörgum orðum um skólavistina. Námið sóttist mér betur en mig hafði nokkurntíma getað órað fyrir. Að vísu urðu ýmsir erfiðleikar á vegi mínúm, en ég bar jafnan sigur af hólmi. Ég hafði hægt um mig og lifði spart þessa níu mánuði sem ég dvaldi við sKÓlann í Liibeck, eyddi aðeins 800 mörkum. Leyndar- málið um greifatitilinn vissi enginn annar en skólastjórinn, Schutze professor. Og svo kom prófið. Það stóð lengi yfir og var erfitt en það gekk vel. f’rá því verður ekki skýrt með orðum hversu, hamingju- samur ég var. Tvær siðustu næturnar hafði mér ekki komið dúr á auga og svo hófst kveðjuhátíðin sama kvöldið. Eg kann ekki frá því að skýra hvernig næstu klukkustundir liðu, en morguninn eftir vaknaði ég í laufskála einum við það að garöyrkjumaðurinn sprautaði á mig vatni. Hann var að vökva garð- inn og átti auðvitað ekki von á mér þarna. Þetta var fyrsta próf mitt. Það hafði eiginlega verið ætlun mín að fara nú heim til foreldra minna. Prófessorinn hafði sagt mér að þau væru bæði á lífi og að bróðir minn væri merkisberi í óTRúLEGT — EN SATT 151

x

Ótrúlegt en satt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ótrúlegt en satt
https://timarit.is/publication/1765

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.