Ótrúlegt en satt - 31.07.1940, Síða 16

Ótrúlegt en satt - 31.07.1940, Síða 16
ÖRLÖG KEISARAHJÖNANNA. — Framh. af bls. 143 í fctjórnmál Frakklands. En hún varð því ákafari. Hún aftók að yfirgefa Vatikanið, og það hefur ekki borið við, hvorki fyr né síð- ar, að kvenmaður dveldi þar næturlangt. Þegar Carlotta kom til Miramar-kastalans nokkru síðar, var mikil breyting orðin á henni. Fegurð hennar var með öllu horfin. Andlit hennar var orðið hrukkótt og þreytulegt og augnaráðið æð- isgengið. Hún var orðin vitskert. Þegar Maximilian frétti um veikindi konu sinnar virtist hon- um vaxa þrek. Hann ákvað að verja rétt sinn með o,ddi og egg. Um átta þúsund hermenn fylktu sér undir fána hans. Juarez, er verið hafði forseti Mexico, áður en Maximilian komst til valda, kom að norðan með fjörutíu þúsund manna her. Maximilian stjórnaði sjálfur liði s'nu. Herirnir mættust hjá borginni Queretaro og sló í h.arðvítugan bardaga. Féllu hundruð manna úr liði beggja. Sýndi Maximilian af sér mikla hreysti og var jafnan þar, sem hættan var mest. Eftir margra daga látlausan bardaga, féll borgin Queretaro í hendur óvinanna, vegna sviksemi nokkra manna í liði Maximilians. Keisarinn var tekinn til fanga, og nokkrum vikum síðar var hann leiddur út. úr fangelsinu og skotinn. Einum tíma áður en hann dó hafði hann skrifað konu sinni ástúðleg kveðjuorð, en bréf þetta fékk hún aldrei lesið,*því að aldrei bráði nægilega mikið af henni t.il þess, að hún gæti það. Og þannig liðu fjörutíu og sjö ár. I öll þessi ár dvaldi hún í Lachen-kastalanum — og beið komu keisar- ans. Og þegar þau augnablik komu fyrir, að hún virtist vera með ráoi og rænu, þá s,purði hún í þúsundasta sinn: »Kemur keisarinn í dag?« Og svarið var altaf þetta sama: »Ekki í dag«. Hún fékk aldrei að vita, að keisarinn væri dáinn. Herr Heinach í Vínarborg, setti tuttugu og fimm punda ísklump á hcfuðið á sér og lét hann vera þar, þangað til hann var bráðnaður. Plinius segir frá barni einu, er var kynþroska, þegar það var þriggja ára. Dr. PoJitman, handlæknir frá Lorraine, varð 140 ára gamall. Hann hafði drukkið upp á hvern dag frá því er ha-nn var tuttugu og fimm ára. Kvöldið, sem hann andaðist, hafði hann gert meiri- háttar holskurð, sem hepnaðist ágætlega. 154

x

Ótrúlegt en satt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ótrúlegt en satt
https://timarit.is/publication/1765

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.