Ótrúlegt en satt - 31.07.1940, Síða 19

Ótrúlegt en satt - 31.07.1940, Síða 19
Yoginn Haridas, sem getið er um hér að framan, var fleiri hæfi- leikum gæddnr en þeim, að geta látið hjartað hætta að slá, og fall- ið 1 margra daga dauðalá. Hann gat einnig snert stéttarmerkið, sem allir æðri stétfar Hindúar bera á enninu, með tungubroddinum. Þetta er að vísu ekkert kraftaverk, en þessi »liat« krefst margra ára þjálfunar, og margar sársaukafullra »operationa« á tungurótar- vöðvunum. OSTRUR VEIÐA ROTTUR. Á eyjunum úti.fyrir Denegal á Irlandi er mikið af rottum. Um fjöru fara þær niður að sjónum í stórhópum til að finna. sér æti, en þar er mikið af ostruskeljum, sem liggja hálfopnar í fjörunni. Rotturnar eru gráðugar í lostæti þetta og reka trýnið inn á milli skeljanna, en ostrurnar, sem eru mjög næmar fyrir snertingu, srnella skelinni aftur í einni svipan utan um trýnið á rottunum. Þær eru eins og í sterkri gildru, og geta ekki losað sig, hvernig sem þær hainast. Með aðfallinu fullkomnast sigur ostranna, því að þá drukna rotturnar. OTRúLEGT — EN SATT 157

x

Ótrúlegt en satt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ótrúlegt en satt
https://timarit.is/publication/1765

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.