Fréttablaðið - 18.01.2023, Side 2

Fréttablaðið - 18.01.2023, Side 2
Hann er algjör goð- sögn á Íslandi og ótrúlega vinalegur. Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og fjallagarpur Tré víkur fyrir framkvæmdum Tré fellt við Suðurlandsbraut á hinni svokölluðu Orkuhússlóð. Allt að 500 íbúðir verða byggðar á lóðinni sem nær einnig yfir á Ármúlann. Fréttablaðið/Valli 2 fréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 18. jAnúAR 2023 MiÐViKUDAGUr - einfaldara getur það ekki verið! ninarichter@frettabladid.is menning Föstudaginn 13. janúar ögraði Borgarleikhúsið örlaganorn- unum með frumsýningu á Macbeth. Óvænt bilun leiddi til þess að tæpra fjörutíu mínútna hlé var gert á sýn- ingu. Samkvæmt gamalli hjátrú má ekki nefna hið fjögur hundruð ára gamla verk á nafn í leikhúsi, ella fer allt í skrúfuna. „Þetta var svokallaður upsi, vara- af l gjarnan notað á tölvubúnað,“ segir Kári Gíslason, skipulagsstjóri Borgarleikhússins, um bilunina sem á sér engin fordæmi. „Hann bilaði og fór að senda út spennuspæka, raf- magnstoppa, sem ollu því að tækin voru að slá út,“ segir hann. Kári líkir tækinu við gagnnjósn- ara. „Þetta var tækið sem átti að verja okkur,“ segir hann og hlær. Hléið lengdist í 38 mínútur vegna þess hve vel gestir hússins skemmtu sér frammi. „Það tók góðan tíma að ná fólkinu aftur inn,“ segir hann. Hjörtur Jóhann Jónsson leikari fer með aðalhlutverkið. Hann sagði í samtali við Fréttavaktina í gær að leikhópurinn hefði haft gaman af uppákomunni. „Þetta var svo hreint og tært leikhús-augnablik. Leikhúsið er list augnabliksins.“ n Gagnnjósnari olli bilun á Macbeth Kári Gíslason, skipulagsstjóri Borgarleik­ hússins birnadrofn@frettabladid.is HeiLBRigÐiSmÁL Mik ið er um streptókokkasýkingar hér á landi, þá sérstaklega hjá börnum. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmda- stjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur en hvet- ur þau sem finna fyrir einkennum til að leita til heilsugæslunnar. „Streptókokkasýkingar koma alltaf upp á veturna en núna er í gangi streptókokkasýking sem reynst hefur erfitt að ráða við. Þetta er búið að vera svona í allan vetur,“ segir Sigríður Dóra. Helstu einkenni streptókokka- sýkingar eru hiti og mjög sár verkur í hálsi. Sýkingin er smitandi en samkvæmt Sigríði þó ekki þannig að fara þurfi í sóttkví eða eitthvað slíkt. „Bara passa að spritta og þvo hendur.“ Spurð að því hvort fólk þurfi sýklalyf við sýkingunni segir hún það algengt. „Allavega þau sem eru lasin,“ segir hún. n Streptókokkar grassera í landinu Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmda­ stjóri lækninga Sjerpinn Dendi, sem hefur hjálpað á þriðja hundrað Íslendingum við rætur Himalajafjalla, er staddur hér á landi og sagði sögur frá starfi sínu á sérstakri góð- gerðarsamkomu í gær. Forseti Íslands lagði málefninu lið en markmiðið er að kaupa hlýjan fatnað fyrir fátæk börn í heimabæ Dendi. kristinnpall@frettabladid.is SamféL ag Hjartalæknirinn og fjallagarpurinn Tómas Guðbjarts- son stóð fyrir sérstakri góðgerðar- samkomu fjallaáhugafólks í gær þar sem allur ágóði rennur til fátækra, munaðarlausra barna í heimabæ Sjerpans Dendi í Taksindu í Nepal. Dendi mætti kalla Íslandsvin því hann hefur aðstoðað á þriðja hundrað Íslendinga við rætur Himalajafjalla. Hann hitti forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, í gær og færði honum um leið að gjöf nepalskan viðhafnartrefil (khata) og mandölu-listaverk, en Guðni var fyrsti Íslendingurinn til að leggja söfnuninni lið. „Þetta eru sennilega á bilinu 250– 280 Íslendingar sem ég hef aðstoðað. Það hefur helst verið í grunnbúðum Everest en líka í Annapurna, Ama Dablam og Imja Tse,“ segir Dendi sem hefur aðstoðað þekkta fjalla- kappa eins og Harald Örn Ólafsson, Vilborgu Örnu Gissurardóttur og John Snorra Sigurjónsson heitinn. Dendi ber Íslendingum vel söguna þegar talið berst að reynslu hans af þeim á leið upp á hæstu tinda heims. „Íslendingar eru of boðslega indælir. Þetta er önnur ferð mín til Íslands, sú fyrsta var árið 2017 og ég kann afskaplega vel við landið,“ segir Dendi sem hefur nýtt ferðina til að fara í fjallgöngur um Ísland. Tómas segir marga fagnaðar- fundi hafa átt sér stað á Íslandi þar sem göngugarpar hittu Dendi á ný eftir langa fjarveru. „Hann er algjör goðsögn á Íslandi og ótrúlega vina- legur. Hann er líka ótrúlega fær í að redda hlutum fyrir einstaklinga sem eru á ferðalagi um Nepal. Ég hafði sérstakan áhuga á að kynna mér heilsugæslu í fátækari þorp- unum og honum tókst að aðstoða mig að heimsækja sjúkrahús og sjá hluti sem eru allt öðruvísi en hérna heima,“ segir Tómas. „Ísland er enn lítið land og við hittum fyrrverandi ferðafélaga í Vesturbæjarlaug og annan í fyrir- tæki sem við heimsóttum. Það vilja allir fá að faðma hann,“ segir Tómas og bætir við að Dendi hafi verið boðið í margar skötuveislur í aðdraganda jólanna. „Þetta málefni er mér ofboðslega kært. Þetta rennur allt til fátækra barna í Nepal,“ segir Dendi en Tómas segir markmiðið að safna 150 þúsund krónum til að kaupa hlýjan fatnað fyrir fátæk börn í Taksindu. n Sjerpi með ríka tengingu við Ísland safnar fyrir börn Dendi ásamt forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, en hann varð fyrstur til að veita málstaðnum lið. Fréttablaðið/ernir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.