Fréttablaðið - 18.01.2023, Síða 12

Fréttablaðið - 18.01.2023, Síða 12
helgisteinar@frettabladid.is Hin árlega Viður kenningar há tíð FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, mun fara fram á Hótel Reykja vík Grand þann 26. janúar þar sem þrjár konur verða heiðraðar. Dóm nefnd skipuð sjö einstaklingum hefur legið undir feldi og farið yfir fjöl­ margar til nefningar af landinu öllu. Chanel Björk Sturludóttir, einn af meðlimum dómnefndarinnar, segir að hópnum hafi samið mjög vel og eins hafi verkefnið verið mjög gefandi. Mörg ólík sjónarmið hafi komið fram sem endurspegluðust í áhugaverðum umræðum, en við skipan dóm nefndar var leitast við að setja saman ein stak linga sem hefðu sem fjölbreyttastan bak grunn í aldri, reynslu, bú setu og upp runa. „Mér fannst mjög skemmtilegt að sjá að tilnefningar komu frá svo mörgum ólíkum sviðum innan atvinnulífsins. Það voru margar tilnefningar úr hinum ýmsu list­ greinum auk hönnunar og nýsköp­ unar. Maður sér að það er komin ný áunnin virðing fyrir þessum fjöl­ breyttu atvinnugreinum.“ Dóm nefndin mun velja konur sem hljóta FKA­viður kenninguna, þ a k k a r v iðu r ke n n i ng u n a o g h v a t n i n g a r v i ð u r ­ kenning u na . Hú n segir að sér hafi fundist einstaklega gaman að ræða tilnefningar fyrir hvatningarviður­ kenninguna. „Þetta eru einstaklingar sem eru akkúrat á þeim stað á ferli sínum að þau geta fengið aukna orku við að fá svona viðurkenningu. Það sendir líka mikilvæg skilaboð til annarra einstaklinga sem eru kannski í svip­ uðum rekstri eða með svipaðan bakgrunn,“ segir Chanel. Viður kenningin var fyrst veitt árið 1999 en á tímum heims far aldurs Covid­19 var Viður kenningar há tíð FKA haldin í sjón varps þætti í sam­ starfi við Torg. Há tíðin í ár verður einnig í beinu streymi á vefsíðu Frétta blaðsins. n Það voru margar tilnefn- ingar úr hinum ýmsu listgreinum auk hönn- unar og nýsköpunar. Chanel Björk Sturludóttir Meiri virðing borin fyrir nýjum atvinnugreinum helgisteinar@frettabladid.is Tveir eru látnir og hluti verksmiðju brann til grunna eftir átök milli kínverskra og indónesískra starfs­ manna við nikkelbræðslu í Indó­ nesíu. Átökin eru dæmi um reiðina sem ríkir í landinu í garð kínverskra fjárfesta í námurekstri. Slagsmálin brutust út á laugar­ daginn við PT Gunbuster Nickel Industry­verksmiðjuna, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins Jiangsu Delong Nickel Industry Co. Tals­ maður lögreglunnar segir að starfs­ menn hafi beitt rörum og kastað steinum í miðjum átökum áður en þeir kveiktu í matsalnum, tugum herbergja og vélarbúnaði verk­ smiðjunnar. Kínverjar hafa fjárfest gríðarlega í nikkelforða Indónesíu á undan­ förnum árum en nikkel er mikið notað í rafgeyma fyrir rafmagns­ Létust eftir slagsmál í nikkelbræðslu Kínverjar hafa fjárfest gríðarlega í nikkelforða Indónesíu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA bíla og í stálframleiðslu. Ríkisstjórn Indónesíu heimilar ekki útflutning á hráu nikkeli og neyðast þar með erlendir fjárfestar til að reisa verk­ smiðjur sínar í landinu. Fjárfestingin hefur meðal ann­ ars leitt til aukins fjölda kínverskra verkamanna í landinu og vilja indó­ nesísk verkalýðsfélög meina að sú þróun taki störf frá heimamönnum. Mikil spenna hefur einnig verið í verksmiðjunni eftir vinnuslys sem varð til þess að tveir indónesískir starfsmenn brunnu til bana. n Kaup, sala og samruni fyrirtækja. kontakt@kontakt.is I 414 1200 I www.kontakt.is FYRIRTÆKJARÁÐGJÖF • Verðmat • Ráðgjöf og undirbúningur fyrir sölumeðferð • Milliganga um fjármögnun • Samningagerð Í næstu viku gefur Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi í mál­ efnum Lindarhvols ehf., sem fór með stöðugleikaeignir frá föllnu bönkunum, vitna­ skýrslu í Héraðsdómi Reykja­ víkur. Þá gætu orðið opin­ berar upplýsingar sem forseti Alþingis hefur haldið leyndum frá því í apríl í fyrra varðandi starfsemi Lindarhvols. olafur@frettabladid.is Í næstu viku verður málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Frigusar II gegn íslenska ríkinu og Lindarhvoli ehf. vegna meints tjóns sem Frigus II varð fyrir þegar Lindar­ hvoll, fyrir hönd íslenska ríkisins, gerði kaupsamning 1. nóvember 2016, við BLM fjárfestingar ehf. um kaup þess á skuldakröfum og eignarhlutum ríkisins í Klakka ehf. að undangengnu útboði. Frigus II heldur því fram að Lind­ arhvoll hafi brotið með margvís­ legum hætti gegn reglum sem gilt hafi um félagið og reglum útboðs­ og stjórnsýsluréttar um gagnsæi og jafnræði bjóðenda. Athygli hefur vakið að Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður skuli hafa verið valinn til að gæta hagsmuna íslenska ríkisins í málinu, en Steinar Þór var umsjónaraðili Lindarhvols, samkvæmt samningi við fjármála­ ráðuneytið og ágreiningsefni snýst að verulegum hluta um gjörðir hans og ákvarðanir í því hlutverki. Steinar Þór þarf að gefa vitna­ skýrslu fyrir dómi í málinu og dóm­ ari úrskurðaði að þá skýrslu verði að gefa áður en annar málflutningur hefst vegna þess að vitni má ekki fylgjast með því sem fram kemur í málf lutningi áður en það gefur skýrslu og lögmaður aðila verður að geta fylgst með öllum málflutningi málsins. Steinar Þór barðist gegn því að þurfa að gefa vitnaskýrslu áður en annar málflutningur hæfist en dómari féllst ekki á hans rök. Steinar Þór barðist einnig gegn því að Frigus II fengi að leiða fyrir dóm vitnin Þór Hauksson, Valtý Sigurðs­ son og Sigurð Þórðarson, fyrrverandi settan ríkisendurskoðanda til að endurskoða ársreikning Lindarhvols og annast eftirlit með framkvæmd samningsins milli fjármálaráðu­ neytisins og Lindarhvols. Héraðsdómur heimilaði að Þór og Valtýr yrðu kallaðir sem vitni en ekki að Sigurður Þórðarson fengi að bera vitni. Rétt fyrir jól úrskurðaði Landsréttur hins vegar að Sigurður fengi að bera vitni í málinu. Í svari við fyrirspurn frá Frétta­ blaðinu segir Fanney Rós Þorsteins­ dóttir ríkislögmaður að fyrir komi að embættið leiti til sjálfstætt starf­ andi lögmanna til að „annast hags­ muni íslenska ríkisins fyrir dómi og þá jafnan að höfðu samráði við hlutaðeigandi ráðuneyti“. Að sögn Fanneyjar Rósar taldi fjármála­ og efnahagsráðuneytið að hagsmunir Lindarhvols og ríkissjóðs færu saman í málinu og því hefði Steinari verið falið að fara jafnframt með málið fyrir hönd ríkisins. Í framhaldi af þessu svari beindi Fréttablaðið þeirri spurningu til ríkislögmanns í síðustu viku hvort henni væri kunnug einhver dæmi þess að lögmaður sem tekið hefði að sér störf ríkislögmanns í dómsmáli hafi verið kvaddur sem vitni í því sama máli. Engin svör hafa borist. Þegar Sigurður Þórðarson lét af störfum sem settur ríkisendurskoð­ andi í málefnum Lindarhvols skilaði hann skýrslu til forsætisnefndar Alþingis með harðorðri gagnrýni um ótal mörg atriði í starfsemi félagsins og beindist gagnrýni hans meðal annars að eftirliti með störfum Steinars Þórs Guðgeirssonar. Forsætisnefnd Alþingis samþykkti í apríl í fyrra að gera skýrslu Sigurðar opinbera en Birgir Ármannsson hefur upp á sitt einsdæmi setið á henni og neitað að gera hana opin­ bera, vegna andstöðu fjármála­ ráðuneytisins. Nú liggur hins vegar fyrir að Sigurður gefur Héraðsdómi Reykjavíkur skýrslu um málið í næstu viku og mögulega verða þá opinberar þær upplýsingar sem Birgir Ármannsson og fjármála­ ráðuneytið virðast fyrir alla muni vilja halda leyndum. n Lindarhvolsmálið fyrir dóm Birgir Ár- mannsson, forseti Alþingis, hefur neitað að afhenda skýrslu Sigurðar Þórðarsonar þrátt fyrir að forsætisnefnd hafi samþykkt að gera það. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Steinar Þór Guðgeirsson, lögmaður og fyrrverandi umsjónaraðili Lindarhvols Sigurður Þórðarson, fyrr- verandi settur ríkisendurskoð- andi um málefni Lindarhvols 12 Markaðurinn FRÉTTABLAÐIÐ 18. jAnúAR 2023 MiðVikuDaGur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.