Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.01.2023, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 18.01.2023, Qupperneq 14
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is halldór Frá degi til dags Ég sit alltaf í sömu umferðar- súpunni og aðrir klukkan 16.15. Það er mikil- vægara að halda sam- starfinu gangandi en að standa fast við sann- færinguna og gildin. Lovísa Arnardóttir lovisaa @frettabladid.is Í Stjórnarskránni segir: „Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.“ Þó virðist stundum sem þessi sannfæring skipti ansi litlu máli. Stundum greiða þingmenn nefnilega atkvæði með málum sem ganga þvert á yfirlýst gildi þeirra – eins og sann- færing þingmannsins sé látin víkja fyrir sannfæringu f lokksforystunnar. Nú ætla ríkisstjórnarflokkar Vinstri grænna, Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar til að mynda að keyra útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmála- ráðherra í gegnum þingið og gera það að lögum. Þetta er í fimmta sinn sem frumvarpið er lagt fyrir þingið. Frumvarpið hefur beðið gallsúrt skipbrot ár eftir ár innan þingsins vegna þess hve vanhugsað, mannfjandsamlegt og hroðvirknislega unnið það er í hvert sinn. Útgáfa þessa löggjafarþings er engin undan- tekning. Frumvarpið skerðir réttindi fólks á f lótta og brýtur gegn lögbundnum réttindum barna. Ekki nóg með það, heldur mun óskilvirkni í kerfinu aukast. Umsóknum mun fjölga og úrvinnsla mun taka lengri tíma. Sífellt f leiri umsækjendur um vernd munu velkjast um í kerfinu árum saman. Þetta frumvarp er bagalegt á alla kanta. Núna virðist þó sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi sagt: „Hingað og ekki lengra; við afgreiðum útlend- ingafrumvarpið eða þetta samstarf er búið.“ Og hvað gera hinir meirihlutaflokkarnir þá? Þeir einfald- lega lúffa. Það er mikilvægara að halda samstarfinu gangandi en að standa fast við sannfæringuna og gildin. Ætli þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafi fundað um málið og komist að þeirri niðurstöðu að innihald frumvarpsins samræmist þeirra gildum? Eða er ekki hitt þó heldur líklegra, að gildin séu látin víkja fyrir sannfæringunni um að f lokksforystunni beri að hlýða í einu og öllu? Fyrir síðustu kosningar básúnaði VG viðstöðu- laust um að það „skipti máli hver stjórnar“. Kjós- endur þeirra virðast því miður hafa keypt köttinn í sekknum, því þau hefðu allt eins getað kosið Sjálf- stæðisflokkinn – svo hverful er sannfæring þing- manna Vinstri grænna. n Sannfæring í pólitík Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata Okkur Íslendingum finnst svo gaman að slá met. Við erum einmitt búin að vera að slá eitt slíkt síðustu daga. Þetta er meira að segja met á þessari öld eða það sagði sérfræðingur Umhverfis- stofnunar í Fréttablaðinu í gær. Ég er ekkert sérstaklega stolt af þessu meti samt. Samkvæmt reglugerð mega loftmengun- argildi ekki fara yfir 200 nema 18 sinnum á ári. Á þessu ári er það búið að gerast 40 sinnum og við erum núna á degi 18 og þannig erum við búin að setja nýtt met. Sérfræðingurinn, Þorsteinn Jóhannsson, sagði líka að við gætum spennt horft til næstu helgar en þá á að vera bæði rok og rigning og þá nær mengunin ekki að hanga yfir okkur eins og hún hefur gert síðustu daga í miklu frosti og stillu. Mér finnst reyndar bara ekkert spennandi við veðurspána næstu helgi en fyrir utan það þá er það kannski eitthvað skrítið að vera að tala um veðrið þegar við eigum að vera að tala um mengunina. Veðrið er auð- vitað faktor í málinu, ég neita því ekki, en það er ekki aðalmálið. Ekki að mínu mati. En við getum líklega öll verið sammála um staðreyndir málsins sem eru að loft- mengunin er of mikil því hér eru of margir sem fara allra sinna ferða á bíl. Allt of margir. En ég hef alveg skilning á því. Því þetta er bara svo erfitt. Ég tek strætó í vinnuna á hverjum degi og reyni að nota aðra ferða- máta eins og að hjóla og ganga þegar ég get, og auðvitað nenni, en viðurkenni að síðustu daga hef ég ekkert mjög oft nennt því. Því þótt ég leggi mitt fram og noti almenningssamgöngur á hverjum degi er ég ekkert betur sett en þau sem gera það ekki. Ég sit alltaf í sömu umferðarsúpunni og aðrir klukkan 16.15 og vona að ég nái og að ég verði komin tímanlega til að sækja barnið mitt áður en loka á leikskólanum 16.30. Yfirleitt kem ég hlaupandi inn 16.28 eftir að hafa setið í umferðarteppu á Sund- laugavegi í um tólf mínútur. Manni finnst lausnin í þessu eitthvað svo augljós. Að það þurfi hvata til að skipta. Þeir geta verið margs konar. Fjárhagslegir og sem snerta tíma okkar, því hann skiptir okkur öll máli og á meðan við erum að fara yfir loftmengunarmet 40 sinnum á 18 dögum er nokkuð ljóst að fólki finnst hvatinn ekki vera til staðar. n Met sem við viljum ekki slá info@arcticstar.is - www.arcticstar.is Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 MARINE COLLAGEN Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans. Kollagen er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum mannslíkamans. Arctic Star Marine Collagen inniheldur íslensk sæbjúgu, kollagen úr þorskroði og C vítamíni. C vítamín er þekkt fyrir: • Stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir starfsemi brjósks, beina og húðar. • Stuðlar að eðlilegri starfsemi tauga- kerfisins og ónæmiskerfisins. • Stuðlar að því að verja frumur fyrir oxunarálagi og draga úr þreytu og lúa. • Stuðlar að endurnýjun afoxaðs forms E-vítamíns og auka upptöku járns. • Stuðlar að eðlilegum orkugæfum efnaskiptum. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fast www.arcticstar.is Arctic Star Marine Collagen Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Fjarðakaup og Heimkaup.is kristinnhaukur@frettabladid.is Saurlát Viðskiptablaðsins Það má með sanni segja að Við- skiptablaðið hafi skitið í heyið með klámfenginni fyrirsögn um Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar. Ótímabært sáðlát, hét pistillinn, skrifaður úr launsátri undir nafnleysi og hug- leysi. Tý kalla þeir sig, blaðamenn- irnir á Viðskiptablaðinu, þegar þeir skrifa á þennan hátt. Týr var hugprúðastur og djarfastur allra ása. Já, stórt líta þeir á sig blaða- mennirnir á Viðskiptablaðinu. Svo stórt að þeir hafa um árabil skrifað svokallaða fjölmiðla- rýni, þar sem þeir gagnrýna aðra fjölmiðla landsins. Hvort einhver taki mark á slíkri gagnrýni lengur skal ósagt látið. Sennilega skrifa þeir þetta aðeins til að fróa eigin hégóma. Lélegir á skautum Fjölmiðlamaðurinn Egill Helga- son spyr hvers vegna borgin skafi ekki Tjörnina fyrir skautasvell í froststillunum. Ástæðan er hins vegar augljós. Íslendingar hafa engan áhuga á skautum. Þegar Skautahöllin í Laugardal er opin mæta þangað nánast aðeins börn og útlendingar, aðallega frá Pól- landi og fleiri löndum þar sem skautahefðin er sterk. Íslendingar hafa líka aldrei verið góðir á skaut- um eða í skautaíþróttum. Árið 1998 tapaði íslenskt landslið fyrir Kasakstan 63–0. Það er meira en mark á mínútu. Margir halda að Íslendingar séu góðir á skautum af því að hér er kalt og út af Mighty Ducks. Það er ekki rétt. n 14 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 18. jAnúAR 2023 MIðVIkuDAGuR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.