Fréttablaðið - 18.01.2023, Page 15

Fréttablaðið - 18.01.2023, Page 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 18. janúar 2023 Nýtur þess heils hugar að spila á ný eftir tveggja ára hlé Körfuboltakonan Danielle Rodriguez hefur reynst öflug lyftistöng fyrir lið Grindavíkur í körfubolta eftir tveggja ára hlé frá íþróttinni. Hún segir bætiefnunum frá Feel Iceland vera að hluta til að þakka árangursríka endurkomu á völlinn. 2 Körfuboltakonan Danielle Rodriguez hefur átt farsæla endurkomu í íþróttina síðustu mánuði og spilar sem einn af lykilmönnum körfuboltaliðs Grindavíkur. Kollagenduft og Joint Rewind hylkin frá Feel Iceland eru eitt af því sem gera henni kleift að njóta sín á vellinum. Fréttablaðið/Valli Myndin verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld. Fréttablaðið/StEFÁN sandragudrun@frettabladid.is Í tilefni af Veganúar verður heim- ildarmyndin Slay sýnd í Bíó Paradís í kvöld klukkan 21.00. Í myndinni er skyggnst á bak við tjöldin í tísku- iðnaðinum og skinna-, leður- og ullariðnaðurinn rannsakaður, auk grænþvottar og þeirra áhrifa sem notkun tískumerkja á dýraskinni hefur á fólk, jörðina og auðvitað dýrin sjálf. Framleiðendur myndarinnar eru þeir sömu og framleiddu heim- ildarmyndirnar Cowspiracy og What the Health, sem hafa báðar vakið verðskuldaða athygli. Slay fylgir í fótspor þeirra mynda og hefur þegar vakið mikið umtal, en um hana hefur meðal annars verið fjallað í Forbes og tískumiðlunum WWD og thred. Þetta er í fyrsta sinn sem myndin er sýnd á Íslandi, sýningin er á vegum Samtaka grænkera á Íslandi og Veganúar og aðgangur er ókeypis. Ókeypis að prófa Veganúar er stærsta vegan hreyf- ing í heiminum í dag og hvetur fólk til að prófa að vera vegan í janúar- mánuði og helst til frambúðar. Ýmsir viðburðir hafa verið haldnir á vegum Veganúar í janúar og fleiri eru fram undan. Allir viðburðirnir eru þátttakendum að endurgjalds- lausu. Fyrir þau sem vilja taka þátt í Veganúar er hægt að skrá sig og fá þá sendar ýmsar gagnlegar upp- lýsingar um vegan lífsstíl. Einnig er hægt að finna ýmsar upplýsingar og uppskriftabók á veganuar.is. n Vegan og tískuiðnaðurinn Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.