Fréttablaðið - 18.01.2023, Side 19

Fréttablaðið - 18.01.2023, Side 19
Öll börn eiga rétt á að vera vernduð gegn ofbeldi. Ofbeldi getur verið líkamlegt, and- legt eða kynferðislegt. „Ég lá andvaka í margar nætur og hugsaði um hvernig ég gæti bjargað litlu systur minni frá mömmu og pabba,“ sagði mér kona sem hafði verið tekin frá foreldrum sínum sem barn vegna vanrækslu. Þessi kona var eldri systirin sem hafði fundið hjá sér kjark til að segja frá ástandinu á heimilinu. Mikil drykkja og stöðugt partístand. Hún bjó í litlu samfélagi þar sem „allir“ vissu hvernig ástandið var, en eng- inn gerði neitt. Enginn tilkynnti. Það var ekki fyrr en hún sjálf sagði frá að hún komst undan. En yngri systir hennar var áfram á heimilinu. Hún, sem barn, var með stöðugt samviskubit yfir því að yngri systir hennar hefði verið skilin eftir. Hún, sem barn, var með stöðugt sam- viskubit yfir því að hafa ekki getað bjargað systur sinni. Enginn vernd- aði hana í raun. Óþægilegt að bjarga barni Það er svo óþægilegt að tala um þessa hluti. Að tala um þegar barn verður fyrir ofbeldi, líkamlegu eða kynferðislegu. Það er svo óþægi- legt að segja upphátt: „Þú drekkur of mikið og hugsar illa um barnið þitt.“ Það er svo óþægilegt til þess að hugsa ef einhver kemur til manns og segir: „Varst það þú sem klagaðir mig til barnaverndar? Þú sem ert engu skárri? Viltu að barnið verði foreldralaust? Ég elska barnið mitt?“ Allt er þetta svo hryllilega óþægilegt og sérstaklega í litlu samfélagi eins og okkar. En hverju erum við að fórna til að forðast þessi óþægindi? Mögulega heilli mannsævi og kannski fleiri en einni mannsævi. Ef ekki er hlúð að barninu og það fær rétta umönnun, vernd, næringu og athygli, þá er allt eins líklegt að það vaxi úr grasi sem brotinn einstaklingur. Einstakling- ur sem gæti átt erfitt með að fóta sig í lífinu, þátttöku í samfélaginu, gæti átt við langvarandi kvíða, þung- lyndi eða önnur veikindi að stríða. Það getur verið rándýrt að forðast þessi óþægindi. Dýrt í víðasta skiln- ingi þess orðs, það er félagslega, til- finningalega, fjárhagslega og sam- félagslega dýrt. Verndaðu barnið með okkur Öll börn eiga rétt á að vera vernduð gegn of beldi. Of beldi getur verið líkamlegt, andlegt eða kynferðis- legt. Refsingar og einelti teljast líka til of beldis og þá skiptir engu hver beitir refsingunni. Það að búa við of beldi á heimili telst einnig ofbeldi, svo sem ef barn er vitni að ofbeldi sem er beitt á heimilinu, þó það snúi ekki beint að barninu. Ef þig grunar að barn búi við óviðun- andi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða of beldi, þá er þér skylt að tilkynna það til barnaverndar eða lögreglu. Mjög brýnt er að sinna þeirri skyldu og tilkynna öll tilfelli, hvort sem þau hafa átt sér stað innan fjölskyldu barnsins eða af hálfu einhvers annars. Allar til- kynningar telja og eru vistaðar í gagnagrunnum viðeigandi emb- ætta eða stofnana. Barnaheill hafa lagt sig fram um að vera leiðandi í baráttunni gegn ofbeldi á börnum ásamt því að standa vörð um rétt- indi barna. Barnaheill bjóða upp á ráðgjöf og námskeið til foreldra og starfsfólks sem starfa með eða fyrir börn sem hefur verið einn af hornsteinum starfsins. Ég hvet þig, lesandi góður, til að sýna hugrekki og vera verndari barna í hvívetna. Þú getur einnig lagt lið með því að gerast Heilla- vinur Barnaheilla. n Að vernda barnið sem liggur andvaka Ellen Calmon framkvæmdastýra Barnaheilla N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is ÚTSALA á sýningarvörum í verslun Borðstofuborð, borðstofustólar, eldhússtólar, sófaborð, sófar o.fl. o.fl.10-60% afsláttur Ciro 3 litir Áður 39.900 NÚ 29.900 Alison snúnings Áður 33.900 NÚ 27.000Sierra nokkrir litir Áður 25.700 NÚ 19.200 Kato svart Áður 29.900 NÚ 19.400 Adele Áður 39.900 NÚ 23.900 Obling 3ja sæta Áður 129.000 NÚ 103.000 Brookliyn borðstofuborð 220x98, stækkun 2x50 cm, reykt eik – hvítuð eik Áður 199.000 NÚ 149.000 Notthingham sófaborð Áður 116.000 NÚ 58.000 Hill hvíldarstóll með tauáklæði Áður 176.000 NÚ 123.000 Staturn 3ja sæta Áður 159.000 NÚ 119.000 25% 25% 25% 25% 40% 50% 35% 30% 20% 20% FréttAblAðið skoðun 1518. jAnúAr 2023 MIðVIkuDAGuR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.