Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.03.2022, Síða 2

Víkurfréttir - 23.03.2022, Síða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Valgerður Björk Pálsdóttir doktors- nemi í stjórnmálafræði leiðir lista Beinnar leiðar í sveitarstjórnar- kosningum í Reykjanesbæ í vor. Í öðru sæti er Helga María Finn- björnsdóttir viðskiptafræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Isavia og í þriðja sæti er Birgir Már Bragason málari og atvinnurekandi. Bein leið er óflokksbundið bæjarmála- félag sem hefur verið þátttakandi í meirihlutasamstarfi í Reykjanesbæ undanfarin tvö kjörtímabil. Framboðslisti Beinnar leiðar 2022: Valgerður Björk Pálsdóttir, 35 ára, doktorsnemi í stjórnmálafræði og kennari við HÍ. Helga María Finnbjörnsdóttir, 41 árs, viðskiptafræðingur og mannauðs­ ráðgjafi hjá Isavia. Birgir Már Bragason, 49 ára, málari og atvinnurekandi. Halldór Rósmundur Guðjónsson, 55 ára, lögfræðingur. Sigrún Gyða Matthíasdóttir, 34 ára, leikskólastjóri Akurs. Davíð Már Gunnarsson, 33 ára, forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins. Kristján Jóhannsson, 54 ára, leið­ sögumaður. Þuríður Birna Björnsdóttir Debes, 23 ára, háskólanemi í uppeldis­ og menntunarfræði. Jóhann Gunnar Sigmarsson, 41 árs, grunnskólakennari í Njarðvíkur­ skóla. Rannveig L. Garðarsdóttir, 65 ára, bókavörður í Bókasafni Reykjanes­ bæjar. Þórarinn Darri Ólafsson, 19 ára, nemi í Fjölbrautaskóla Suður­ nesja. Harpa Jóhannsdóttir, 34 ára, tón­ listarkennari í Tónlistarskóla Reykja­ nesbæjar. Davíð Örn Óskarsson, 36 ára, mark­ aðsstjóri Blue Car Rental. Justyna Wróblewska, 32 ára, deildar­ stjóri í leikskóla og BA í sálfræði. Hannes Friðriksson, 64 ára, innan­ húsarkitekt. Eygló Nanna Antonsdóttir, 18 ára, nemi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sólmundur Friðriksson, 54 ára, verk­ efnastjóri hjá Keili. Aleksandra Klara Wasilewska, 26 ára, þjónustufulltrúi í Ráðhúsi Reykjanesbæjar. Hrafn Ásgeirsson, 66 ára, lögreglu­ maður . Freydís Kneif Kolbeinsdóttir, 49 ára, grunnskólakennari í Gerða­ skóla. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, 54 ára, lögfræðingur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Guðbrandur Einarsson, 64 ára, al­ þingismaður. valgerður björk leiðir lista beinnar leiðar í reykjanesbæ Formaður umhverfis- og skipu- lagsráð Reykjanesbæjar lagði á síðasta fundi ráðsins fram tillögu um skipun stýrihóps sem vinni til- lögu að Hjólreiðaáætlun Reykja- nesbæjar 2022–2026 og leggi fyrir umhverfis- og skipulagsráð. Hjólreiðaáætlunin verði hluti af heildarsýn á samgöngur, þróun byggðar og lífsgæði í fjölbreyttu sveitarfélagi í takti við svæðis­ skipulag Suðurnesja, aðalskipulag Reykjanesbæjar og umhverfis­ og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar. Meginmarkmið hjólreiðaáætl­ unarinnar verði að efla hjólreiðar í Reykjanesbæ með því að þétta og bæta hjólanetið í bænum og bæta tengingar við nágrannasveitarfélög. Í áætluninni verði staðan greind og sett fram framtíðarsýn fyrir hjól­ reiðauppbyggingu í Reykjanesbæ með mælanlegum markmiðum til ársins 2026 auk þeirra framkvæmda og aðgerða sem stefnt er að á tíma­ bilinu. Umhverfis­ og skipulagsráð samþykkti tillöguna og skipar Ey­ steinn Eyjólfsson og Róbert J. Guð­ mundsson í stýrihópinn. Fimm hæðir með 60 íbúðum ásamt verslun og þjónustu að iðjustíg 1 JeES arkitektar ehf. hafa lagt fram frumdrög að deiliskipulagstillögu fyrir Iðjustíg í Reykjanesbæ. Er- indið var kynnt á síðasta fundi um- hverfis- og skipulagsráðs Reykja- nesbæjar. Tillagan er af fimm hæða húsi með 60 íbúðum og 700 m2 rými fyrir verslun og þjónustu. Nýt- ingarhlutfall ofanjarðar verði 1,6. Umhverfis­ og skipulagsráð hefur samþykkt er heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samvinnu við skipulagsfulltrúa. Skipulagssvæði þarf að fylgja lóða­ mörkum og ná yfir heild. Skipulagið nái yfir Iðjustíg 1, Hafnargötu 91 og Pósthússtræti 5, 7 og 9. Erindinu var frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. Iðjustígur 1 í Reykjanesbæ. Stýrihópur vinni Hjólreiða- áætlun Reykjanesbæjar Stjórn Reykjaneshafnar fagnar því framtaki sem felst í endurreisn Siglinga- félagsins Knarrar. Stjórnin samþykkti samhljóða stöðuleyfi viðkomandi aðstöðu og vonar að starfsemi siglingafélagsins eigi eftir að eflast og blómstra. Siglingafélagið Knörr hefur fengið aðstöðu í bráðabirgðahúsnæði í eigu Reykjanesbæjar sem staðsett er við smábátahöfnina í Grófinni. Fagna endurreisn Knarrar Verkefnið „Skapandi sumarstörf“ hefur verið starfrækt síðustu sumur í Reykjanesbæ. Verkefnið var styrkt af ríkinu vegna falls WOW og heims- faraldurs. Sú styrkveiting er ekki til staðar lengur og er því verkefninu lokið, að því er fram kom á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar. Engin „skapandi sumarstörf“ Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar hefur óskað eftir heimild til að hefja vinnu við að óska framkvæmdaleyfis fyrir grjót- námu í Eldvarpahrauni. Svæðið er þegar raskað vegna grjótvinnslu m.a. þegar sjóvarnargarðar voru settir við Grindavíkurhöfn. Á aðalskipulagi er svæðið merkt sem E6 og gert er ráð fyrir að vinna 100 þúsund rúmmetra grjóts. Skipulagsnefnd Grindavíkur samþykkir að heimila sviðsstjóra að hefja vinnuna. vinna 100.000 rúmmetra grjóts úr Eldvarpahrauni 2 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.