Víkurfréttir - 23.03.2022, Blaðsíða 14
Með opnum hug
og gleði í hjarta
Þrjú leiðarljós nýrrar menntastefnu Reykjanesbæjar eru:
Börnin mikilvægust, Kraftur fjölbreytileikans
og Faglegt menntasamfélag.
„Menntastefnan talar beint til allra sem koma að menntun og uppeldi barna og
ungmenna,“ segir Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar
„Okkur þótti því ástæða til að
ganga lengra við endurskoðun
menntastefnu Reykjanesbæjar
og fór það svo að við skrifuðum
í raun nýja stefnu sem samt sem
áður hvílir á stoðum fyrri mennta-
stefnu frá árinu 2016,“ segir Helgi
Arnarson, sviðsstjóri Reykjanes-
bæjar en nýr menntastefna hefur
litið dagsins ljós.
Af hverju þarf Reykjanesbær nýja
menntastefnu?
„Menntastefna Reykjanesbæjar
til 2030 er í raun endurskoðun á
menntastefnu sveitarfélagsins sem
mótuð var og kom út árið 2016. Sú
stefna leysti af hólmi Skólastefnu
Reykjanesbæjar sem var komin
vel til ára sinna, frá því laust eftir
aldamótin. Hugtakið menntastefna
varð fyrir valinu árið 2016, meðal
annars í ljósi þess að þá höfðu nýlega
verið sameinaðir tveir málaflokkar
hjá sveitarfélaginu, annars vegar
fræðslumálin og hins vegar íþrótta
og tómstundamálin. Ef við skoðum
aðeins þessi hugtök, þá takmarkast
skólastefna oft við það hvernig haga
skuli starfi skóla óháð því í hvernig
umhverfi skólinn starfar. Mennta
stefnu Reykjanesbæjar er hins vegar
ætlað það hlutverk að vera heild
stæð áætlun um það hvernig nám
á öllum skólastigum, leikur, listir og
íþróttir fléttast saman og stuðlar
sameiginlega að því að börn og ung
menni hljóti góða alhliða menntun,
þeim líði vel og séu virkir þátttak
endur í fjölbreyttu samfélagi.“
En af hverju að móta nýja mennta-
stefnu í stað þess að aðlaga bara
lítillega stefnuna frá 2016?
„Svarið við þeirri spurningu snýr
meðal annars að því að árið 2019
hófst undirbúningur stefnumörk
unar fyrir grunnstefnu Reykjanes
bæjar. Sú stefna sem hlaut nafnið
Í krafti fjölbreytileikans kom út
árið 2020 og gildir til ársins 2030.
Grunnstefna Reykjanesbæjar sem
tekur mið af Heimsmarkmiðum
sameinuðu þjóðanna setur börnin
og fjölskyldur þeirra í fyrsta sæti.
Þá hefur einnig staðið yfir mótun
menntastefnu fyrir Ísland til 2030.“
Hvað einkennir nýja mennta-
stefnu?
„Hún er skýr, sett fram á aðgengi
legan máta. Hún inniheldur eitt meg
inmarkmið, þrjú leiðarljós og fimm
stefnuáherslur. Textinn er kjarnaður,
leikandi léttur og einfaldur, en samt
vandaður og víðtækur. Lagt er mikið
upp úr myndrænni framsetningu til
að auðvelda fólki að meðtaka og
skilja. Efnið er aðgengilegt í formi
myndbanda, bæklinga, veggspjalda,
vefsíðu og fleiri hugmyndir eru uppi
svo sem gerð smáforrits eða apps.
Stefnan talar inn í nútímann en er
um leið framsækin og horfir til fram
tíðar. Áherslur hennar eru því í senn
sígildar og framúrstefnulegar. Leiðar
ljósin þrjú eru Börnin mikilvægust,
Kraftur fjölbreytileikans og Faglegt
menntasamfélag. Og stefnuáhersl
urnar fimm eru Mér líður vel, Allir
með, Opnum hugann, Sköpunargleði
og Við og jörðin.“
Hver er fyrirmyndin að stefnunni?
Hvert eru hugmyndir helst sóttar?
„Við í ritstjórn menntastefnunnar
lásum talsvert mikið og viðuðum að
okkur efni víðs vegar að. Við skoð
uðum til að mynda stefnur annarra
sveitarfélaga á Íslandi en einnig
stefnur í öðrum löndum. Það sem
kemur kannski á óvart í því efni er
að það er ekki svo algengt erlendis
að einstaka sveitarfélög geri sína
eigin menntastefnu. Talandi um það,
þá er í raun heldur engin regla á því
hér á landi.
Við horfðum eins og áður segir
til Heimsmarkmiða Sameinuðu
þjóðanna og Barnasáttmálans,
einnig til grunnþáttanna í núgild
andi aðalnámskrám leik, grunn og
framhaldsskóla og síðan auðvitað til
grunnstefnu sveitarfélagsins okkar.
Hugmyndir eru einnig sóttar til ým
issa menntafrömuða, erlendra sem
innlendra.
Er nýja menntastefnan mjög frá-
brugðin fyrri menntastefnu?
Hverjar eru helstu breytingarnar?
„Helsti munurinn liggur kannski í
framsetningunni. Í fyrri stefnu voru
skilgreindir lykilþættir mennta
stefnunnar og síðan voru skil
greind markmið og áherslur út frá
þremur víddum sem voru Barnið
eða nemandinn, Mannauðurinn
eða starfsfólkið og loks áherslur í
Innra starfinu. Þá þótti mikilvægt
á þeim tíma að lýsa starfseminni og
stofnununum sem tilheyrðu hinu
nýja fræðslusviði. Áherslur í þessari
stefnu eru að mörgu leyti skýrari,
samhengið er augljósara og stefnan
er heildstæðari.
Hvaða áherslur halda sér frá fyrri
stefnu og hver er ávinningurinn af
nýrri menntastefnu?
„Við leggjum áherslu á heildstæða
nálgun þegar kemur að því að móta
stefnu um menntun barna og ung
menna. Menntun fer nefnilega ekki
aðeins fram í skólum heldur einnig
utan skóla, í frístundastarfi, íþrótta
starfi, tónlist, á heimilum og í hinum
frjálsa leik. Áhersla er lögð á vellíðan,
félagsfærni og sterka sjálfsmynd, á
læsi í víðum skilningi og merkingar
bært, fjölbreytt og skapandi nám svo
dæmi séu nefnd.
Þessum áherslum ásamt áherslu
á fjölmenninguna og sjálfbærnina
er gert enn hærra undir höfði í nýrri
menntastefnu.“
Helgi segir að ávinningur af nýrri
menntastefnu byggist meðal annars
á því að allir togi í sömu átt.
„Með góðri tengingu við aðrar
stefnur, Heimsmarkmið Sameinuðu
þjóðanna, Barnasáttmálann, grunn
stefnu sveitarfélagsins og mennta
stefnu fyrir Ísland til 2030 náum við
að stilla strengina saman þannig að
allir leiki sömu músíkina. Mikilvægt
er að stefnan hríslist síðan niður í
starfsáætlanir skólanna og annarra
stofnana á fræðslusviðinu þannig að
úr verði glæsileg sinfónía.“
Hvernig var undirbúningi mennta-
stefnunnar háttað?
„Undirbúningur menntastefn
unnar hófst vorið 2020 þegar fjöl
skipaður stýrihópur hagsmunaaðila
hittist á sínum fyrsta fundi í Gamla
skólanum við Skólaveg. Síðan hefur
mikið vatn runnið til sjávar. Margir
hafa verið kallaðir til, leitað var til
barna, ungmenna og fullorðinna
með það fyrir augum að draga fram
helstu áherslur og forgangsatriði.
Beitt var ýmsum aðferðum í því efni
og má meðal annars nefna kannanir
og rýnisamtöl við minni og stærri
hópa fólks á ólíkum aldri og með
ólík hlutverk. Alla leið frá elstu ár
göngum leikskóla til yngstu árganga
í framhaldsskóla. Kallað var einnig
eftir hugmyndum í gegnum vefinn
Betra Ísland.
Það voru sextán einstaklingar sem
skipuðu stýrihóp menntastefnunnar
og voru þeir valdir sem fulltrúar
allra helstu hagsmunahópa sem
koma að fræðslu, íþrótta og tóm
stundamálum. Fjórir einstaklingar
úr stýrihópnum mynduðu síðan rit
stjórn og einnig má nefna að leitað
var til nokkurra valinkunnra aðila
úr mennasamfélaginu á Íslandi eftir
ráðgjöf og rýni.
Hvað getur þú sagt okkur um heitið
á menntastefnunni Með opnum
hug og gleði í hjarta?
„Strax frá upphafi veltum við því
fyrir okkur að hafa heiti á stefn
unni. Heiti sem myndi fanga megin
áherslur menntastefnunnar. Hvaðan
er heitið komið? Það er ekki gott
að segja. Við undirbúning stefnu
mörkunarinnar var meðal annars
sótt í hugmyndir Dalai Lama og Sir.
Ken Robinson en þeir hafa oft rætt
um menntun hugar og hjarta (Edu
cating the heart and mind). Einnig í
hugmyndir gríska heimspekingsins
Aristótelesar sem sagði að menntun
hugans væri einskis verð ef hjartað
fygldi ekki með (Educating the mind
without educating the heart is no
education at all). Það leiðir hugann
að ljóðlínum Einars Benediktssonar;
„Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar
sem blekking, sé hjarta ei með, sem
undir slær“. Þá má líka hugsa til
enska skólamannsins Andy Har
greaves, sem hefur heimsótt landið
okkar nokkrum sinnum á síðustu
árum, þegar hann segir að vellíðan
og nám eigi ekki að tilheyra tveimur
aðskildum heimum.
Heiti menntastefnunnar vísar til
einnar af stefnuáherslununum, sem
er Opnum hugann. Orðið Gleði var eitt
af þeim gildum sem skoraði hvað hæst
hjá öllum hópum í könnunum. Nafnið,
Með opnum hug og gleði í hjarta, kom
síðan úr stýrihópnum, alveg í lokin,
valið úr fjölda góðra tillagna.“
Hvernig talar ný menntastefna til
starfsfólksins?
„Faglegt menntasamfélag er eitt af
þremur leiðarljósum nýju mennta
stefnunnar. Í kaflanum um faglegt
menntasamfélag ræðum við um mik
ilvægi þess að ýta undir menningu
sem hvetur og viðheldur stöðugri
endurnýjun og framþróun. Í virku
menntasamfélagi vinnum við saman,
styðjum hvert annað og leitum sam
eiginlegra leiða til að greina starfs
hætti okkar og innleiða nýja sem
stuðla að bættum árangri.
Menntastefnan talar beint til allra
sem koma að menntun og uppeldi
barna og ungmenna, þar sem börnin
eru mikilvægust. Menntastefnan er
því ekki síst mannauðsstefna, enda
er jú mikilvægasta hlutverk mennt
unar að verða meira maður ekki
meiri maður, eins og Páll Skúlason
heimspekingur og fyrrverandi rektor
Háskóla Íslands komst að orði. Sem
sagt að rækta þá eiginleika sem
gera okkur mennsk. Meginmarkmið
stefnunnar er að búa börnum og
ungmennum umhverfi þar sem
öllum líður vel, hafi tækifæri til að
rækta hæfileika sína og blómstra
með opnum hug og gleði í hjarta.“
Hvernig er síðan innleiðingu
menntastefnunnar háttað?
„Mikilvægt er að hyggja vel að
burðum og sjálfstrausti starfsfólksins
okkar til að fylgja menntastefnunni
eftir. Lögð er mikil áhersla á að
kynna hana vel innan menntasam
félagsins. Gert er ráð fyrir því að
hver stofnun innan fræðslusviðs geri
sína eigin aðgerðaáætlun til þriggja
ára í senn, sem byggir á stefnunni,
en tekur um leið mið af aðstæðum
á hverjum stað. Fræðsluskrifstofan
mun leiða þá vinnu og styðja vel við
bakið á sínum stofnunum í að fylgja
menntastefnunni eftir.“
Helgi segir að hugmynd sé um að
vera með eitt til tvö miðlæg verkefni
á ári sem tengjast áherslum mennta
stefnunnar, t.d. eins og læsisverk
efnið Skólaslit sem fór fram fyrr í
vetur, með þátttöku yfir 100 skóla á
landinu öllu. Þá mun Nýsköpunar og
þróunarsjóður fræðslusviðs einnig
gegna stóru hlutverki í því að styðja
við innleiðinguna.
„Við hlökkum til að vinna með
öflugu fagfólki, foreldrum, frískum
börnum og ungmennum að áherslum
menntastefnunnar. Við vitum að
breytingar taka tíma og 2030 er bara
rétt handan við hornið,“ segir Helgi
fræðslustjóri.
Áhersla er einnig
áfram á vellíðan,
félagsfærni og sterka
sjálfsmynd, á læsi í víðum
skilningi og merkingarbært,
fjölbreytt og skapandi nám.
Þessum áherslum ásamt
áherslu á fjölmenninguna og
sjálfbærnina ...
Helgi Arnarson, fræðslustjóri. Úr kennslustund í 3. bekk í Myllubakkaskóla.
Stýrihópur menntastefnunnar að störfum.
14 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM