Víkurfréttir - 23.03.2022, Blaðsíða 15
Valur Axel er sextán ára gamall ofurvenjulegur strákur í Reykjanesbæ. Hann hefur
prófað allflestar þær íþróttagreinar sem hafa verið í boði; körfubolta, fótbolta, júdó og
eiginlega allt nema handbolta. Það var hins vegar dansinn sem varð á endanum fyrir
valinu hjá Vali en hann byrjaði að æfa dans fyrir sjö árum.
„Ég hætti í flestum íþróttum af því mér fannst þær vera leiðinlegar – allt nema körfuboltinn og
dansinn. Ég ákvað svo að taka dansinn framyfir körfuboltann núna í vetur. Einbeita mér að honum og
náminu,“ segir Valur Axel í viðtali við Víkurfréttir.
Átti erfitt uppdráttar í skóla
„Jú, ég er nokkurn veginn búinn að
ákveða hvað ég ætla að gera. Ég ætla
að verða kennari þegar ég verð eldri.
Kennari, skólastjóri, menntamálaráð
herra eða eitthvað svoleiðis.
Ég get ekki ímyndað mér að hafa
skólakerfið svona áfram, það er ekki
hægt að hafa það svona lengur. Ein
hver þarf að taka að sér að breyta
því,“ segir Valur en sjálfur er hann
lesblindur og fékk að vita það síð
ustu vikuna sína í tíunda bekk. Var
ógreindur fram að því og fékk enga
aðstoð, engan stuðning og sagður
vera leslatur. Fyrir vikið upplifði
Valur sig vitlausan en hann átti sem
betur fer góða að í fjölskyldunni sem
voru tilbúin til að liðsinna honum.
Móðursystir Vals er Halla Karen
Guðjónsdóttir en hann hefur búið
hjá henni og Arnari Inga Tryggva
syni, manni hennar, síðustu ár. „Upp
haflega flutti hann til okkar af því að
ég ætlaði að aðstoða hann í náminu,“
segir Halla Karen sem starfaði sem
grunnskólakennari á þeim tíma. „Um
leið og ég fór að lesa fyrir hann þá
kom bara í ljós að hann var ekkert
svona vitlaus. Ég er voðalega stolt af
því að Valur skuli vilja breyta skóla
kerfinu því þegar ég var að kenna
krökkum í fimmta, sjötta og sjöunda
bekk þá var hann mikið að hjálpa
mér. Ég spurði hann hvort honum
fyndist hitt og þetta námsefni sem
ég var að útbúa vera leiðinlegt eða
skemmtilegt og við komumst að
því í sameiningu að námsefni þarf
alls ekkert að vera leiðinlegt. Þær
breytingar sem Valur vill sjá er að
kennarar leggi meiri metnað í sínar
kennsluaðferðir.“
Dansinn á hug hans allan
Valur hefur náð einstökum árangri
í aðaláhugamáli sínu, dansi, sem
hann æfir af krafti í DansKompaní
í Reykjanesbæ og hefur gert síðustu
sjö ár.
Í síðustu viku tók DansKompaní
þátt í forkeppni Dance World Cup.
Dansskólinn sendi 24 atriði til leiks
og kom heim með 22 gull, tvenn
silfurverðlaun og fern dómaraverð
laun en dómarar völdu einnig sín
uppáhaldsatriði. Valur var með fimm
atriði, eitt sólóatriði, einn dúett og
þrjú hópatriði. Öll atriðið fengu gull
verðlaun og yfir 80 stig sem er mjög
gott en til þess að komast áfram í
aðalkeppnina þarf að ná 70 stigum.
„Fæstir voru að fara yfir 75 stig,
þannig að það er mjög gott að fá 80
stig. Svo var sólóatriðið mitt næst
stigahæsta atriðið í keppninni, fékk
89,6 stig. Atriðið mitt var um Volde
mort [vonda kallinn í Harry Potter]
og ég fékk dómaraverðlaun fyrir það,
svo fékk ég líka dómaraverðlaun
fyrir eitt hópatriðið sem ég tók þátt
í,“ segir Valur sem fer til Spánar í
sumar þar sem tíu daga aðalkeppnin
mun fara fram.
„Svo er bara að fara út, leggja sig
fram og hafa gaman af keppninni. Ég
segi kannski ekki að líf mitt snúist al
gerlega um þetta hjá mér en dansinn
og þessi keppni er ansi stór hluti af
því núna.“
Halla Karen bendir á að dómara
verðlaunin sem Valur fékk fyrir
sólóatriðið sitt var veitt fyrir bestu
frammistöðu allra keppenda. „Bæði
stráka og stelpur, sem er svolítið
mikið afrek miðað við öll tækifærin
sem stelpur fá. Ég meina fyrstu árin
gat hann bara æft einu sinni í viku.“
„Já, ég er bara búinn að vera að
æfa svona tekknískan dans í eitt og
hálft ár.“
Hvernig stóð á því að þú byrjaðir
í dansi?
„Ég byrjaði í dansi eins og öllu
öðru sem ég hef byrjaði í. Var til í að
prófa, þetta var eitthvað nýtt og það
voru nokkrir strákar þarna sem ég
þekkti. Við vorum örugglega orðnir
tólf strákar þarna að æfa dans en
síðan fór þeim að fækka – núna erum
við bara þrír. Ég kynntist vini mínum
þarna og við héldum bara áfram.“
Halla Karen og Valur segja að á
þessum tíma hafi verið að reyna að
fjölga strákum í dansi og þeim var
smalað nokkrum saman í tíma. Í
dansinum fann Valur fjölina sína og
nú hefur hann lagt körfuboltann á
hilluna til að einbeita sér að dans
inum.
En hvernig dansar eru það sem þú
leggur áherslu á?
„Ég geri allt nema samkvæmis
dansa. Ég er svona í öllu en ef ég
ætti að velja eitthvað eitt þá myndi
ég velja það sem við köllum Jazz
Showdance,“ segir Valur en hann
hefur æft marga mismunandi stíla
eins og ballett, contemporary, street
og commercial.
Halla segir að fyrst hafi strákarnir
bara verið í streetdansi einu sinni í
viku og þeim hafi aldrei verið fjölgað.
„En þegar þeir voru búnir að vera
þarna svolítið lengi var farið að setja
þá í aðra heimahópa, með stelpunum
sem voru að æfa djass. Þá opnuðust
svo margar dyr, þá var hægt að fara
í svo ótrúlega margt.“
Valur segist aðeins vera búinn að
hugsa um sviðslistanám. „Það væri
draumur að komast eitthvað út, til
London eða LA, og læra dans þar.“
„Svo ertu líka mikill leikari,“ segir
Halla Karen.
„Já, ég hef voða gaman af því að
leika. Ég er að leika í Grease núna
með FS.“
Halla Karen skýtur inn í að hann
sé búinn að leika í mörgum sýn
ingum Leikfélagsins líka. „Var það
ekki bara 2010 eða eitthvað sem þú
byrjaðir að leika?,“ spyr Halla.
„Jú, ég var fimm ára þegar ég lék
í Jólasögu Charles Dickens. Síðan
er ég búinn að leika í mörgum leik
ritum, eiginlega öllu sem ég hef mátt
leika í. Svo er ég aðeins byrjaður að
læra að syngja líka. Það eru haldnar
æfingabúðir á hverju sumri á Laug
arvatni, svona sviðslistanámskeið,
sem ég tek þátt í. Þar er líka kennt að
syngja og leika samhliða dansinum.“
Fann fyrir fordómum í byrjun
Valur segir að hann hafi fundið
fyrir fordómum þegar hann byrjaði
í dansinum og þeir eru ennþá til
staðar.
„En flestir sjá hvað þetta er erfitt,
allavega þeir sem ég umgengst sjá
það. Þeir eru hættir að líta á þetta
sem svona „stelpulegt“. Dansinn er
þrælerfið íþrótt og reynir mjög á
mann líkamlega.“
„Svo voruð þið líka að fá skot á
ykkur vinirnir að vera hommar,“
bætir Halla við, „og þeir sögðu
bara já við því. Þá var það ekkert
skemmtilegt lengur.“
„Ég fæ ennþá þennan stimpil. Ég
var síðast spurður bara fyrir viku
síðan,“ segir Valur.
„Það er líka alveg óhætt að segja
það að hann er á íþrótta og lýð
heilsubraut og þar líta ekkert allir
íþróttakennararnir á dansinn sem
íþrótt – en drengur sem er búinn
að vera bæði í körfubolta og dansi
segist fá miklu meira líkamlega út
úr dansi. Þegar hann var að fara að
keppa í síðustu viku og vildi taka því
rólega á æfingu til að hvíla sig fyrir
keppnina þá fékk hann að heyra:
„Keppa í dansi?,“ með fyrirlitning
artón – eins og þetta sé eitthvað
einfalt,“ segir Halla Karen. „Kannski
það líti þannig út af því þetta virðist
vera svo auðvelt þegar Valur gerir
æfingarnar sínar.“
Valur heldur út með Team Dans
Kompaní í júní til að keppa í aðal
keppni Dance World Cup og mun án
efa vera skólanum sínum og sjálfum
sér til sóma.
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur og nágrennisHÖ
NN
UN
: V
ÍK
UR
FR
ÉT
TIR
Orlofshús VSFK
Sumar 2022
Opnað hefur fyrir UMSÓKN-SUMAR 2022
inn á orlofssíðu VSFK vsfk.is (grænn takki
merktur Orlofsvefur) eða orlof.is/vsfk
Eftirtalin orlofshús félagsins verða
leigð út sumarið 2022:
3 hús í Svignaskarði
(veiðileyfi í neðra svæði Norðurá í boði)
1 hús í Húsafelli 64 (hundahald leyft)
2 hús í Ölfusborgum
4 hús við Syðri Brú (Grímsnesi)
(hundahald leyft í húsi nr.10)
1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h,
á Akureyri
Útleigutímabil er frá föstudeginum 20.maí
til og með föstudagsins 19. ágúst 2022.
Félagsmenn fara inn á www.orlof.is/vsfk
og skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum
skilríkjum, fylla skal út Sumar Umsókn 2022
þar með allt að 4 valmöguleikum.
Einnig er hægt að fara inn á vsfk.is
– Orlofsvefur (grænn takki)
Umsóknarfrestur er til kl. 16.00
þriðjudagsins 29. mars 2022.
Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi.
Orlofsstjórn VSFK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
johann@vf.is
Það væri draumur
að komast til
London eða LA
og læra dans
Valur var ekki hár í
loftinu þegar hann byrjaði
að taka þátt í starfi
Leikfélags Keflavíkur.
Valur með brot af verðlaunagripum sínum.
Á innfelldu myndinni er hann í hlutverki
sími Voldemort sem fékk dómaraverðlaun
fyrir í forkeppni World Dance Cup.
Halla Karen og Valur Axel er ósjaldan talin vera mæðgin
– þeim er alveg sama og þau eru ekkert endilega að leiðrétta það.
Valur er prófaði
hinar og þessar
íþróttagreinar
áður en dansinn
varð fyrir valinu.
vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 15