Víkurfréttir - 10.08.2022, Blaðsíða 2
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Vilja meta hvort ráðast eigi í endurbæturnar
eða byggja nýjan Myllubakkaskóla frá grunni
Húsnæði Myllubakkaskóla var til
umræðu á fundi bæjarráðs Reykja-
nesbæjar 4. ágúst síðastliðinn.
Kjartan Már Kjartansson, bæjar-
stjóri, fór yfir verkefnastöðu og
kostnaðarmat framkvæmda við
Myllubakkaskóla. Á fundinum lagði
Margrét A. Sanders, bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, fram eftirfar-
andi bókun Sjálfstæðisflokksins:
„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins telja mikilvægt vegna
myglu í Myllubakkaskóla að fara vel
yfir hvaða leið skuli fara í við endur-
gerð skólans.
1. Byggja að hluta til nýtt húsnæði
og endurgera að hluta til eldra
húsnæðið eins og áætlað er. Nú-
verandi kostnaðarmat er um 4
milljarðar
2. Byggja nýjan skóla í heild sinni
sambærilegan þeim sem fyrir-
liggjandi teikningar gera ráð fyrir.
Sérstakt kostnaðarmat liggur ekki
fyrir.
Áður en ákvörðun er tekin þarf að
koma fram, með óyggjandi hætti, í
hvernig ástandi sá hluti skólans er
sem ekki er áætlað að rífa. Auk þess
þarf að liggja fyrir kostnaður nýbygg-
ingar á skólanum í heild sinni sam-
kvæmt fyrirliggjandi teikningum til
samanburðar svo meta megi hvort
ráðast eigi í endurbæturnar eða
byggja nýjan skóla frá grunni.“
Undir bókunina skrifa þau Mar-
grét Sanders, Guðbergur Reynisson
og Helga Jóhanna Oddsdóttir.
Lýsa andstöðu sinni við fyrirhuguðu breytingar
á starfsemi sýslumanns í Grindavík
Málefni skrifstofu sýslumannsins
á Suðurnesjum í Grindavík voru
tekin fyrir á síðasta fundi bæjarráðs
Grindavíkur. Fyrir liggur í samráðs-
gátt frumvarp til laga um sýslumann
með það að markmiði að sameina öll
sýslumannsembætti landsins í eitt.
Bæjaryfirvöld í Grindavík gagn-
rýna þá stefnu dómsmálaráðherra
að leggja niður útibú sýslumanns
í bænum. Gagnrýnin er óháð sam-
einingu embættanna í eitt embætti
til að tryggja samræmda og góða
þjónustu um allt land líkt og frum-
varpið leggur til. Það vekur þó furðu
að samhliða sameiningu embætta
eigi að skerða þjónustu í Grindavík
og mótmæla bæjaryfirvöld harðlega
lokun útibúsins og um leið skerðingu
á þjónustu við bæjarbúa, þvert á
markmið frumvarpsins.
Í umsögn um frumvarpið er þess
getið að samráð var haft við ákveðin
sveitarfélög en óskiljanlegt er að ekki
var haft samráð við Grindavík, sem
er það sveitarfélag ásamt Dalvík sem
eiga að missa starfsstöðvar sínar.
Í dag er sýslumaður með starfs-
mann í 68% starfshlutfalli í bæjar-
félaginu en frá byrjun desember
hefur útibúinu verið lokað og hefur
það valdið miklum óþægindum fyrir
íbúa Grindavíkur, segir í afgreiðslu
bæjarráðs Grindavíkur á málinu.
„Bæjaryfirvöld í Grindavík telja
þetta vera gríðarlega mikla þjónustu-
skerðingu og lýsa andstöðu sinni við
þessar fyrirhuguðu breytingar en í
sumar hefur ríkið ákveðið að loka
bæði útbúi Póstsins og útibúi sýslu-
mannsins og er staðan því orðin sú
að ríkið er með nánast enga þjónustu
hér í Grindavík í ört stækkandi sam-
félagi,“ segir jafnframt í afgreiðslu
bæjarráð Grindavíkur.
Gunnar Axel Axelsson
ráðinn bæjarstjóri Voga
Gunnar Axel Axelsson viðskipta-
og stjórnsýslufræðingur og deildar-
stjóri á efnahagssviði Hagstofu Ís-
lands hefur verið ráðinn bæjarstjóri
Sveitarfélagsins Voga. Alls sóttu
40 umsækjendur um starfið og sex
drógu umsóknir sínar til baka.
Gunnar Axel hefur starfað hjá
Hagstofu Íslands frá 2005. Hann
er deildarstjóri þjóðhagsreikninga
og opinberra fjármála hjá Hagstofu
Íslands en starfaði áður sem sér-
fræðingur í gerð hagtalna um fjármál
sveitarfélaga og sérfræðingur á sviði
launa- og kjararannsókna. Gunnar
Axel var aðstoðarmaður velferðar-
ráðherra á árunum 2012–2013.
Gunnar Axel hefur víðtæka
reynslu af sveitarstjórnarmálum,
sat í bæjarstjórn Hafnarfjarðar-
bæjar á árunum 2010-2018 og
sinnti m.a. formennsku í bæjar-
ráði og fjölskylduráði auk annarra
nefndarstarfa. Gunnar Axel hefur
setið í ýmsum stjórnum, nefndum
og ráðum fyrir hið opinbera og sem
kjörinn fulltrúi. Hann sat í stjórn
Sambands íslenskra sveitarfélaga
um árabil, í stjórnum Strætó Bs og
Rio Tinto Alcan á Íslandi og í nefnd
ráðherra sveitarstjórnarmála um
stöðu og framtíð sveitarstjórnar-
stigsins.
Gunnar Axel lauk MPA-gáðu í
opinberri stjórnsýslu frá Háskóla
Íslands árið 2014, BS-gráðu í við-
skiptafræðum frá Háskólanum á
Bifröst árið 2003 og stundaði nám
í Evrópufræðum við Viðskiptahá-
skólann í Árósum 2003–2004.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga
hlakkar til samstarfsins við Gunnar
Axel en hann mun hefja störf á
haustmánuðum.
Lj
ós
m
yn
d
af
ve
f S
ve
ita
rf
él
ag
si
ns
V
og
a
Séð yfir Grindavík. VF-mynd: HIlmar Bragi
TELJA AÐ AFLÖGUN VIÐ GRINDAVÍK SÉ EKKI VEGNA KVIKU
Vísindaráð Almannavarna fundaði
á þriðjudagsmorgun um eldgosið
á Reykjanesskaga. Farið var yfir
nýjustu gögn og mælingar til að
meta stöðuna og framhald gossins.
Er það mat vísindamanna að fram-
gangur gossins er eins og við mátti
búast. Gosvirknin hefur haldist
nokkuð stöðug síðustu daga og er
mikilvægt að undirbúa sig undir að
gosið standi yfir í nokkuð langan
tíma.
Á gervihnattamyndum, sem sýna
landbreytingar á Reykjanesskaga
frá lok júlí, má sjá merki um aflögun
skammt norðaustur af Grindavík
(sjá svæði innan svarta kassans á
myndinni með fréttinni). Aflögunin
sem sést á gervihnattamyndunum
er við upptök skjálftans sem varð
31. júlí og mældist M5,5. Á fundi vís-
indaráðs var farið yfir önnur gögn frá
svæðinu, s.s. GPS-mælingar, skjálfta-
gögn og sýna þau engar vísbendingar
um að kvika sé þarna á ferðinni og
líklegast skýringin sé breytingar á yf-
irborði sem urðu í skjálftanum fyrir
um tíu dögum síðan. Engu að síður
munu vísindamenn safna frekari
gögnum til að staðfesta ennfrekar að
svo sé. Rætt var að mikilvægt væri
að auka vöktun enn frekar á þeim
umbrotasvæðum sem geta haft áhrif
nærri byggð með því að setja upp
fleiri mælitæki til rauntímavöktunar.
VF
-m
yn
d:
J
PK
2 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM