Víkurfréttir - 16.11.2022, Blaðsíða 2
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Tillaga að breytingu á deiliskipu-
lagi Garðskaga gerir m.a. ráð fyrir
heilsulind með baðlóni. Tillagan er
nú til auglýslingar og kynningar og
verður aðgengileg á vef Suðurnesja-
bæjar til 23. desember nk. Athuga-
semdum skal skilað til skrifstofu
Suðurnesjabæjar, hvort sem er
bréflega eða með tölvupósti.
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar
samþykkti á fundi sínum þann 4.
maí 2022 að auglýsa og kynna til
lögu að breytingu á deiliskipulagi
Garðskaga samhliða aðalskipulags
auglýsingu. Núverandi deiliskipu
lagssvæði er vestast á Garðskaga
og býr að nálægð við hafið, vitana
tvo og byggðasafnið ásamt gamla
vitavarðarhúsinu. Tillaga að deili
skipulagi gerir ráð fyrir að svæðið
sé stækkað og komið fyrir nýrri að
stöðu sunnan Skagabrautar, þar sem
m.a. verði heilsulind með baðlóni
og veitingastað og möguleiki fyrir
tjaldsvæði. Þessi aðstaða samnýtist
svæði norðan Skagabrautar, þar sem
byggingarreitur fyrir byggðasafnið
er stækkaður ásamt skilgreiningu
aksturs og gönguleiða og mögu
leika á frekari nýtingu svæðisins til
útivistar og fræðslu.
Á vefsíðunni Mermaid.is má sjá
tillögu að „Mermaid – Geothermal
Seaweed Spa“, sem er metnaðarfullt
verkefni sem felst í því að byggja upp
hágæða heilsulind við fallega sand
fjöru við Garðskaga.
Heilsulind og baðlón á Garðskaga?
Fyrirhuguð
heilsulind og baðlón.
Svona eru fyrstu drög að útliti heilsulindarinnnar, samkvæmt mermaid.is
„Að mati bæjarráðs er húsnæðið
óhæft til móttöku flóttafólks og
því óskar bæjarráð eftir fundi
með Vinnumálastofnun,“ segir í
afgreiðslu bæjarráðs Grindavíkur
á erindi frá Vinnumálastofnun
er varðar móttöku flóttafólks að
Víkurbraut 58 í Grindavík.
Erindi frá Vinnumálastofnun, dags
20. október sl., var lagt fyrir bæjarráð
Grindavíkur á þriðjudag í síðustu
viku en með erindinu vill stofnunin
upplýsa um fyrirhugaða leigu á hús
næði fyrir alþjóðlega vernd sem og
að kanna hvort sveitarfélagið myndi
vilja gera þjónustusamning er snýr
að félagslegri þjónustu og stuðningi
við umsækjendur um alþjóðlega
vernd.
Í afgreiðslu bæjarráðs Grindavíkur
segir að bæjarráð geri athugasemdir
við það að Vinnumálastofnun leigi
húsnæði í sveitarfélaginu til móttöku
flóttafólks án samráðs við bæjaryfir
völd.
Ekki hefur enn komið til þessa
fundar.
Ólíklegt að hælisleitandi
kvarti undan myglu
„Eigandi húsnæðis má dvelja í myglu
ef hann svo kýs en ef um leiguhús
næði er að ræða þá þarf kvörtun
að koma frá sjálfum leigjandanum.
Mér finnst harla ólíklegt að hælis
leitandi myndi gera það og svo er
enn annað mál hvernig líta beri á
svona skammtímabúsetu. Þetta er
allt saman ansi loðið en mér þætti
ótrúlegt ef ríkið ætlaði sér ekki að
fara eftir þeim reglum sem það setur
sjálft varðandi heilnæmi íbúðar
húsnæðis,“ segir Magnús H. Guð
jónsson, framkvæmdastjóri Heil
brigðiseftirlits Suðurnesja, en eins
og fram hefur komið hafa eigendur
Festi (Víkurbraut 58 í Grindavík), en
þar hefur hótelið verið rekið síðan
2012, átt í viðræðum við íslenska
ríkið varðandi að leigja húsnæðið
undir flóttafólk. Einnig kom fram í
fréttinni að húsnæðinu var lokað í
sumar vegna myglu og framkvæmdir
standa yfir.
Ekki undir eftirliti
varðandi aðbúnað
„Hælisleitendur á Íslandi er eini við
kvæmi hópurinn sem ekki er undir
eftirliti Heilbrigðiseftirlitsins varð
andi aðbúnað. Heilbrigðiseftirlitið
vinnur eftir reglugerð síðan 2002
og kannski má segja að hún sé orðin
úreld því málefni hælisleitanda áttu
varla við þá. Ríkið hlýtur að breyta
þessum reglum m.v. núverandi stöðu
þessara mála,“ segir Magnús.
Ásmundur Þorkelsson, starfs
maður HES, segir að bróðurpartur
íbúðarhúsnæðis á Íslandi heyri ekki
undir eftirlit. „Ef einhver vill búa í
myglu í eigin húsnæði þá er það
einkamál viðkomandi. Hins vegar
ef leigjandi húsnæðis býr við myglu,
þá getur hann farið fram á úttekt
á húsnæðinu og ef satt reynist, þá
verður eigandinn að gera úrbætur
ef hann ætlar að leigja húsnæðið út
til búsetu.“
Magnús segir að húsnæði hælis
leitenda þurfi að uppfylla ákvæði
heilbrigðisreglugerðar. „HES var
búið að úrskurða að húsnæðið við
Víkurbraut 58 sé heilsuspillandi til
íbúðar. Embættið hefur ekki fengið
neinar upplýsingar um að búið sé
að uppfylla þær kröfur sem gerðar
voru um úrbætur. Hins vegar er
reglugerðin orðin úrelt eins og áður
kom fram og við vitum ekki alveg
hvernig við myndum bregðast við
ef ríkið myndi ákveða að hýsa hælis
leitendur í Festi.“
Kór Keflavíkurkirkju fagnar 80 ára afmæli í ár og ætlar í því tilefni að halda af-
mælistónleika. Flutt verða óskalög kórsins í gegnum árin. Tónleikarnir verða
laugardaginn 19. nóvember og byrja kl. 14 og er boðið til kaffisamsætis í Kirkju-
lundi eftir tónleikanna. Frítt er inn á tónleikana og allir hjartanlega velkomnir.
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt
áherslu á að atvinnumálum í Reykja
nesbæ verði gert hærra undir höfði
enda fjölbreytt og traust atvinna
grundvöllur velferðar íbúanna. Við
fögnum því aukna vægi sem at
vinnumál fá á 37. fundi menningar
og atvinnuráðs og hvetjum til áfram
haldandi áherslu á eflingu atvinnu
starfsemi í sveitarfélaginu,“ segir í
bókun sem Birgitta Rún Birgisdóttir
lagði fram í nafni Sjálfstæðisflokks á
síðasta fundi menningar og atvinnu
ráðs Reykjanesbæjar undir liðnum
atvinnumál.
Undir þeim lið fór Sigurgestur
Guðlaugsson, verkefnastjóri at
vinnu og viðskiptaþróunar, yfir
stöðu atvinnumála.
Húsnæðið óhæft til
móttöku flóttafólks
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
sigurbjorn@vf.is
Fjölbreytt og traust atvinna
grundvöllur velferðar íbúanna
Óskalög Kórs Keflavíkurkirkju flutt á laugardag
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma
GUÐRÚN ÁSTA ÞÓRARINSDÓTTIR
Grænulaut 8, áður Langholti 7, Keflavík
lést á heimili sínu föstudaginn 11. nóvember.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 22. nóvember klukkan 13.
Bragi Pálsson
Kristín Bragadóttir
Tryggvi Þór Bragason Áslaug B. Guðjónsdóttir
Ólafur Bragi Bragason Gunnheiður Kjartansdóttir
Birgir Már Bragason Halldóra G. Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
2 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM