Víkurfréttir - 16.11.2022, Síða 6
Rétturinn
Ljúengur
heimilismatur
í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Ökuskóli allra landsmanna
Finndu næsta
námskeið inn á
www.aktu.is
Allir
réttindaflokkar
Verkleg kennsla í
boði víða um land
Bókleg kennsla á netinu
MEIRAPRÓF
Fjarkennsla
Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is //
HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF
Heyrðu umskiptin,
fáðu heyrnartæki
til reynslu
HEYRN.IS
Röstin hefur gefið vel í gegnum árin
Það er að verða komið fram í
miðjan nóvember og ennþá bólar
ekkert á því sem kalla mætti vetur
því að veðurfarið hefur verið ansi
gott núna, hlýtt og fáir dagar þar
sem maður hefur þurft að skafa
bílrúðuna.
Þetta góða haust hefur gert það
að verkum að handfærabátarnir
hafa náð að róa og flestir á ufsann í
röstinni, þá frá Grindavík og Sand
gerði. Er þetta frekar óvenjulegt að
geta róið svona langt fram á haustið
á handfærum.
Veiðin hjá færabátunum er búin
að vera mjög góð og verð á ufs
anum, sem bátarnir eru flestir að
eltast við, hefur verið mjög gott á
fiskmörkuðum.
Ef við lítum á bátana það sem
af er núna í nóvember og byrjum í
Grindavík. Þar er t.d. Agla ÁR með
4,6 tonn í fjórum róðrum og af því
er ufsi 4,4 tonn, Særós ST 3,9 tonn í
fimm róðrum, Hafdalur GK 5,5 tonn
í fjórum róðrum og mest 1,7 tonn og
Líf NS 896 kg í einni löndun
Í Sandgerði er Guðrún GK með
5,5 tonn í fjórum róðrum, Kvika GK
er með 1,3 tonn í þremur róðrum,
Von GK 978 kíló í einni löndun,
Geiri HU 610 kíló í einni löndun,
Dímon GK 5,7 tonn í sex róðrum
og mest 1,7 tonn og Arnar ÁR 7,2
tonn í fjórum róðrum og mest 2,3
tonn í róðri.
Í gegnum tíðina þá hefur Röstin,
sem er svæði á milli Valahnúks þar
sem Reykjanesviti er og að Eldey,
gefið ansi vel í gegnum árin og þá
mest af ufsa. Mjög margir bátar
hafa stundað færaveiðar þar í
gegnum árin og kannski þeirra allra
þekktustu voru Svanur á Birgir RE
og Kristján, eða Stjáni eins og hann
var alltaf kallaður, sem var með
Skúm RE.
Báðir þessir skipstjórar stunduðu
veiðar með handfærum allt árið
þau ár sem þeir gerðu bátana sína
út – og er það þá tímabil frá um
1975 og fram að aldamótunum. Á
þessum árum var eiginlega ekkert
um það að útgerðarmenn stunduðu
handfæraveiðar allt árið en það
gerðu þessi tveir. Til að mynda árið
1982, eða fyrir 40 árum síðan, þá
hófu bæði Svanur og Stjáni veiðar
á bátum sínum í apríl og voru báðir
á handfærum alveg fram í nóvem
berlok.
Öll árin sem þeir gerðu út þá réru
þeir frá Sandgerði og árið 1982 þá
má segja að þeir hafi átt ansi gott
ár. Birgir RE var með 202,7 tonn í
92 róðrum og stærsti mánuðurinn
hjá honum var maí en þá landaði
Birgir RE alls 51,5 tonnum í fjórtán
róðrum, eða 3,7 tonn í róðri. Stjáni á
Skúmi RE réri yfir jafn langt tímabil
og félagi hans Svanur og var með
172 tonn í 85 róðrum, eða 2,1 tonn
í róðri. Stærsti mánuðurin hjá
honum var líka maí en þá landaði
Skúmur RE 42 tonnum í ellefu
róðrum, eða 3,8 tonn í róðri.
Margir eldri sjómenn, sem
stunduðu sjóinn á þessum tíma,
muna mjög vel eftir þeim Svani og
Stjána því þeir voru iðulega á sömu
slóðum og voru ekkert mikið fyrir
það að hafa talstöðina í gangi.
En hvar eru þessir bátar í dag?
Jú, Skúmur RE endaði söguna sína
árið 2002. Arney ehf. hafði keypt
bátinn og kvótann árið 1999 og
síðan keypti Skinney Þinganes
Arney ehf. og þá eignaðist Skinney
Þinganes þennan þekkta bát, Skúm
RE, og þar með urðu endalok hans.
Saga Birgis RE var eiginlega
frekar svakaleg því 3. október árið
1987 voru þeir á leið í land og það
var frekar þungt í sjóinn. Sævar
Ólafsson, sá mikli snillingur, var þá
skipstjóri á Reyni GK. Hann fylgdi
bátnum inn í innsiglinguna en þar
fékk Birgir RE mikið brot á sig og
bátnum hvolfdi og áhöfn hans, tveir
menn, komust upp á kjöl Birgis RE.
Sævar og áhöfn hans á Reyni
GK sigldi Reyni GK á grynningar
til þess að ná áhöfn Birgis RE um
borð í Reyni og strandaði Reynir
GK tvisvar á meðan á þessu stóð.
Áhöfn Birgis tókst að bjarga og var
þetta mikið þrekvirki hjá Sævar og
hans áhöfn á Reyni GK.
Eftir þetta slys varð Birgir RE
ónýtur en Svanur var nú ekkert á
því að hætta útgerð því hann lét
smíða fyrir sig plastbát, nokkuð
stærri en gamli Birgir RE var. Sá
bátur hét líka Birgir RE og gerði
Svanur þann bát út til ársins 2004
– og þessi bátur er ennþá til í dag,
heitir Kaldi SK 121 og er gerður út
frá Sauðárkróki á net, grásleppu og
færi.
Svanur og Stjáni voru þekktir
um allt land fyrir það hversu fast
heldnir þeir voru á færaveiðar, því
þeir héldu sig við þetta veiðarfæri
svo til öll sín útgerðarár,, réru svo til
iðulega á sömu miðin og alltaf frá
Sandgerði.
aFlaFrÉttir á SuðurneSJuM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 7101830319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 4210000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 8933717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi
Bárðarson, s. 8982222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 4210001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Thelma Hrund Hermannsdóttir og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson.
Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur
samþykkt samhljóða að staðfesta
að Suðurnesjabær samþykkir um-
sókn Bjargs íbúðafélags hses. um
stofnframlag til byggingar ellefu
leiguíbúða að Báruskeri 1 í Suður-
nesjabæ. Fyrir liggur útreikningur
á stofnframlagi Suðurnesjabæjar.
Erindi frá Húsnæðis og mann
virkjastofnun um staðfestingu á
stofnframlagi Suðurnesjabæjar
vegna umsóknar Bjargs íbúðafélags
hses. um stofnframlag var tekið fyrir
á fundinum. Þar kemur fram að
áætlaður stofnkostnaður er rúmar
437,3 milljónir króna, þar af er
12% stofnframlag Suðurnesjabæjar
áætlað tæpar 52,5 milljónir króna.Þann 1. desember næstkomandi
verður kveikt á jólaljósum í
báðum byggðarkjörnum Suður-
nesjabæjar. Þann 21. desember
er svo áætlað að afhenda viður-
kenningar fyrir jóla- og ljósahús
í Suðurnesjabæ. Ferða-, safna-
og menningarráð Suðurnesja-
bæjar hvetur íbúa til þess að
lýsa upp skammdegið með jóla-
og ljósaskreytingum.
Áramótabrenna og flugelda
sýning verður í umsjón Björg
unarsveitarinnar Ægis í Garði
og fer viðburðurinn fram í Garði
í ár.
Minnisblöð frá sviðsstjórum skipu-
lags- og umhverfissviðs, stjórn-
sýslusviðs og fjölskyldusviðs varð-
andi íbúðarhúsnæði við Melteig í
Suðurnesjabæ og minnisblað um
félagslegt leiguhúsnæði voru tekin
fyrir hjá bæjarráði Suðurnesja-
bæjar nýverið.
Samþykkt var samhljóða að íbúðir
við Melteig verði leigðar út fyrir 60
ára og eldri skv. sama fyrirkomulagi
og er í Miðhúsum í Sandgerði og
verði umsjón með úthlutun íbúða á
höndum fjölskyldusviðs.
Samþykkt var á fundi bæjar
stjórnar að veita bæjarstjóra umboð
til að vinna áfram að niðurstöðu
varðandi tillögu um kaup á félagslegu
leiguhúsnæði samkvæmt minnis
blaði þar um.
Alþjóðlega listahátíðin Ferskir
vindar fer fram í desember 2022
og janúar 2023 í Suðurnesjabæ.
Hátíðin hefur fest sig í sessi og
verið haldin reglulega undanfarin
ár. Fyrst í Sveitarfélaginu Garði en
síðar í Suðurnesjabæ, eftir samein-
ingu Garðs og Sandgerðis. Þá fékk
hátíðin m.a. Eyrarrósina árið 2018.
Mireya Samper fer fyrir Ferskum
vindum og hún kynnti komandi
hátíð fyrir Ferða, safna og menn
ingarráði Suðurnesjabæjar á síðasta
fundi. Ráðið þakkaði henni fyrir
góða og áhugaverða kynningu á
Ferskum vindum og óskar skipu
leggjendum hátíðarinnar góðs gengis
með komandi hátíð.
Blásið hefur verið til þorrablóts
Suðurnesjamanna í Garði 21. janúar
2023. Þetta er fyrsta þorrablótið í
Garðinum síðan 2020 en veislan
féll niður á síðasta ári vegna heims-
faraldurs kórónuveirunnar.
Eva Ruza verður veislustýra en
fram koma Ragga Gísla, Jóhanna
Guðrún, Herra Hnetusmjör og fleiri.
Múlakaffi sér um matinn í ár en
í boði verður þorramatur, steik og
vegan.
Forsala á Þorrablót Suðurnesja
manna verður 5. desember en það
er knattspyrnufélagið Víðir sem
stendur að þorrablótinu að þessu
sinni.
Bæjarráð Suðurnesjabæjar áréttar að í gildi eru rekstrarsamningar
milli Suðurnesjabæjar og rekstraraðila leikskólanna í sveitarfélaginu.
Ef rekstraraðili óskar eftir breytingum á þjónustu leikskóla þá leitar
verktaki eftir samkomulagi við verkkaupa um breytta starfsemi á
grundvelli rekstrarsamnings.
Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarráðs en á 50. fundi bæjarstjórnar
Suðurnesjabæjar þann 2. nóvember var tekið fyrir minnisblaði er snýr
að lokun leikskóla á milli jóla og nýárs og því vísað til frekari úrvinnslu
í bæjarráði.
SUÐURNESJABÆR
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
Íbúðir við Mel-
teig leigðar til
60 ára og eldri
Blásið til þorrablóts í Garði
Jólaljósin í Suður-
nesjabæ kveikt
1. desember
Stofnframlag
Suðurnesjabæjar
til Bjargs 52,5
milljónir króna
Ferskir vindar haldnir í Suður-
nesjabæ í desember og janúar
BÆJARRÁÐ ÁRÉTTAR AÐ Í GILDI
ERU REKSTRARSAMNINGAR
6 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM