Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.11.2022, Side 8

Víkurfréttir - 16.11.2022, Side 8
Kæru velunnarar! Við erum að fara af stað með sölu á sælgætiskrönsunum okkar. Kransinn kostar 8000 kr. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála á Suðurnesjum eins og verið hefur. Lionskonur munu fara á milli fyrirtækja eins og verið hefur og bjóða kransa til sölu ein einnig er hægt að leggja inn pantanir í síma 895 1229 (Gunn­ þórunn) og 866 3799 (Margrét). Með ósk um góðar móttökur og þökkum stuðninginn á liðnum árum. Lionsklúbburinn Freyja (áður Lionessuklúbbur Keflavíkur) Jólakransar Lionskvenna til styrktar líknarmála á Suðurnesjum Virkniþing Suðurnesja var haldið í fyrsta sinn í Hljómahöll á dögunum en þingið er í raun hátíð á vegum Velferðarnets Suðurnesja. Þar mátti kynnt framboð á fjölbreyttri afþreyingu, virkniúrræðum og iðju fyrir fullorðið fólk á Suðurnesjum með skemmtilegum hætti. Yfir 30 félagasamtök, starfsstöðvar ríkis og sveitarfélaga og einkafyrirtæki tóku þátt í hátíðinni. Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Reykjanesbæ, segir markmiðið með þinginu hafa verið að ýta undir virkni meðal fullorðinna á svæðinu og þar með ýta undir vellíðan. „Það skiptir svo miklu máli að vera virkur einhvers staðar, hér erum við að einblína á full­ Virkni og vellíðan Suðurnesjafólks Pólskri menningu fagnað Íbúar Reykjanesbæjar voru hvattir til að fagna fjölbreytileikanum saman og fá innsýn í pólska menn- ingu með skemmtilegum hætti en pólsk menningarhátíð var haldin í Reykjanesbæ dagana 10. til 13. nóvember sl. Viðburðir voru á bókasafni Reykja- nesbæjar, í Fjörheimum, Duus safnahúsum, Njarðvíkurskógum og í SBK í gömlu dráttarbrautinni í Keflavík. Þar var m.a. haldinn mark- aður og boðið upp á listsýningar. Hátíðin var formlega sett á bóka- safni Reykjanesbæjar þar sem sendiherra Póllands á Íslandi ávarpaði samkomuna og afhenti einnig pólska bókagjöf til safnsins. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á hátíðinni. Fleiri myndir verða birtar á vef Víkurfrétta, vf.is. 8 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.