Víkurfréttir - 16.11.2022, Síða 10
Hefur gaman af því að
kynnast nýju fólki
Halldóra Mjöll æfir crossfit, spilar á
píanó og er meðlimur unglingaráðs
Fjörheima. Hún er félagslynd og
hefur gaman af því að kynnast
nýju fólki. Halldóra er ungmenni
vikunnar.
Hvert er skemmtilegasta fagið?
Örugglega stærðfræði því að kennarinn er
æðislegur.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að
verða frægur og hvers vegna?
Kannski bara Rúnar Leó, hann gæti orðið
atvinnumaður í fótbolta.
Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Reykjarferðin var geggjuð, hárgreiðslu-
keppnin var það besta við ferðina.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Elvar Breki á sín „móment“.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Uppáhaldslagið mitt er Cigarettes out the
Window eftir TV Girl eða Bernskan eftir
Ásgeir Trausta.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Ég get aldrei fengið nóg af plokkfiski.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?
Krampus.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á
eyðieyju og hvers vegna? Símann minn, liti
og teiknibók. Ég myndi nota símann minn til
að hringja á aðstoð og teikna á meðan ég
bíð eftir henni.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er félags-
lynd og hef gaman af því að kynnast nýju
fólki.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að
vera með restina af ævinni, hvað myndir
þú velja? Fjarflutning.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari
fólks? Þegar fólk er góðhjartað.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Mig langar að verða sálfræðingur.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði
hvaða orð væri það? Glaðlynd.
Thelma Hrund Hermannsdóttir
thelma@vf.is
Ákafur fótboltakappi
Jón Garðar stefnir á atvinnu-
mennsku í fótbolta en hann
dreymir einnig um að fara í háskóla
erlendis. Jón ákvað að fara í FS
vegna þess að það er stutt fyrir
hann að fara í skólann en einnig
stutt fyrir hann að kíkja í heimsókn
til ömmu sinnar og afa í frímín-
útum. Jón er FS-ingur vikunnar.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla?
Það verður að vera starfsfólkið og nem-
endurnir, allir algjörir snillingar.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?
Skólinn er stutt frá, þá þarf ég ekki að vera
í þessu strætóveseni.
Hver er helsti kosturinn við FS?
Helsti kosturinn er hversu stutt það er að
fara til ömmu og afa í eyðu/mat.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Það er æðislegt.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða
frægur og hvers vegna?
Hermann Borgar er án efa framtíðarborgar-
stjóri eða eitthvað svoleiðis.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Jónas Dagur, hann er ekkert eðlilega
fyndinn.
Hvað hræðist þú mest?
Köngulær, skíthræddur við þær.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa
stundina? Það heita er spennan fyrir HM í
fótbolta og það kalda er hversu leiðinlegt
er að vera ekki með bílpróf.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Sing for the moment með Eminem.
Hver er þinn helsti kostur? Það er ábyggi-
lega að vera góður í spurningakeppnum.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum
þínum? TikTok og Snap.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Ég stefni
á að verða atvinnumaður í fótbolta.
Hver er þinn stærsti draumur?
Að fara erlendis í háskóla.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði,
hvaða orð væri það og af hverju?
Ákafur, vegna þess að yfirleitt gef ég
100% í það sem ég geri.
Fs-ingur vikunnar
Nafn: Jón Garðar Arnarsson
Aldur: 16 ára
Námsbraut: Viðskipta-
og hagfræðibraut
Áhugamál: Fótbolti
Ungmenni vikunnar
Nafn: Halldóra Mjöll
Ingiþórsdóttir
Skóli: Heiðarskóli
Bekkur: 9. bekkur
Aldur: 14 ára
Áhugamál: Crossfit,
píanó og félagsstörf
Ákall um fjölgun
félagsmiðstöðva
í Reykjanesbæ
Þann 1. nóvember síðastliðinn
var haldinn sameiginlegur fundur
bæjarstjórnar og ungmennaráðs
Reykjanesbæjar. Á fundinum fóru
tólf meðlimir ráðsins með fjölbreytt
erindi um mál sem varða börn og
ungmenni. Á fundinum mátti heyra
að andleg heilsa ungmenna er mikið
áhyggjuefni meðal ungmenna og
voru lagðar fram tillögur um það
hvernig mætti bæta úr því en þar má
nefna að auka fræðslu um fjármál,
kynfræðslu, tómstundir og svefn.
Einnig var talað um að grunnskólar
ættu að bjóða upp á fríar tíðarvörur
fyrir ungmenni í Reykjanesbæ, auka
samráð og upplýsingaflæði til barna
um málefni sem snerta þau og að
bæta ætti aðstöðu fimleikadeildar
Keflavíkur sem og knattspyrnu
deildar UMFN en sú aðstaða er
ekki í samræmi við þann fjölda sem
stundar báðar íþróttirnar í sveita
félaginu. Ungmennin voru þó ekki
aðeins að nefna það sem mætti
betur fara, þau hrósuðu Reykja
nesbæ fyrir vel heppnaða Ljósa
nótt, Aðventugarðinn og aukinn
metnað í menningarstarfi og hvetja
þau Reykjanesbæ að halda áfram að
styðja við það.
Ungmennaráðið lagði sérstaka
áherslu á að nauðsynlegt sé að fjölga
félagsmiðstöðvum í bænum, í sam
ráði við félagsmiðstöðina Fjörheima.
Þá sé staða ungmenna á Ásbrú og í
InnriNjarðvík sérstaklega slæm þar
sem rannsóknir sýna að framboð
tómstunda í nærumhverfi barna og
ungmenna sé góð forvörn gegn of
beldi, vímuefnanotkun og drykkju.
Formaður ungmennaráðsins gagn
rýndi sveigjanleika fjarvistarkerfis
Fjölbrautaskóla Suðurnesja en
nefndi þó að vandamálið sé á lands
vísu og að breyta þurfi framhalds
skólalögum til að gera ungmennum
kleift að taka virkan þátt í félags
starfi án þess að fá fjarvistir. Síðast
en ekki síst þakkaði ráðið Kjartani
Má Kjartanssyni, bæjarstjóra, og
bæjarstjórn sérstaklega fyrir gott
frumkvæði að setja á stokk áheyrn
arfulltrúaverkefni en verkefnið felur
í sér að meðlimir ungmennaráðs sitja
sem áheyrnarfulltrúar í fagráðum og
nefndum Reykjanesbæjar að undan
skyldum bæjarráði og barnaverndar
nefnd.
Ungmennaráðið telur Reykja
nesbæ vera á góðri leið með innleið
ingu á verkefninu Barnvænt sveitar
félög og þakkar verkefnastjóra verk
efnisins, Hirti Magna Sigurðssyni,
fyrir góða vinnu og gott samstarf.
Hermann Borgar Jakobsson,
varaformaður ungmennaráðs
Reykjanesbæjar, fer með sína ræðu.
10 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM