Víkurfréttir - 28.12.2022, Blaðsíða 9
Markmiðið að vera
besta útgáfan af
sjálfri mér
Esther Júlía spilar sem markvörður í fótbolta með Keflavík. Hennar
stærsti draumur er að spila með A-landsliði kvenna í framtíðinni og mark-
mið hennar fyrir árið 2023 er að verða besta útgáfan af sjálfri sér.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla?
Held ég sakni líklegast bara kennaranna.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?
Ég ákvað að fara í FS út af hann var nálægt
og það hentaði betur ef ég vildi halda
áfram í fótbolta.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Félagslífið gæti alveg verið betra en gæti
líka verið verra.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða
frægur og hvers vegna? Elfa Karen
Magnúsdóttir verður rosaleg í boltanum.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Kamilla Ósk fær titilinn.
Hvað hræðist þú mest? Köngulær eru með
því ógeðslegasta sem ég veit um.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa
stundina? Það sem mér finnst vera heitt á
stundinni er Tene en kalt Ísland, væri alveg
til í að vera á Tene ef ég gæti.
Hvaða mánuður er besti mánuðurinn og
af hverju? Mér finnst júlí vera bestur, þá
er mitt sumar, gott veður og fótboltinn í
fullum gangi.
Hvað stendur upp úr árið 2022 hjá þér?
Þegar ég var valin í yngri landslið fyrr á
árinu rétt áður en ég brotnaði síðan.
Hvað ætlar þú og fjölskylda þín að gera
um áramótin? Við ætlum bara að vera
saman og borða góðan mat, horfa á
skaupið og sprengja flugelda.
Ertu með einhver nýársheit eða markmið
fyrir næsta ár? Ég held að mitt markmið sé
bara að vera besta útgáfan af sjálfri mér.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Það sem mig langar mest að gera í fram-
tíðinni er að semja sem atvinnumaður í
toppliði og vinna í kringum fótbolta/íþróttir
af því sem eftir er, þá sem íþróttasálfræð-
ingur, sjúkraþjálfari eða eitthvað slíkt.
Hver er þinn stærsti draumur? Minn stærsti
draumur er að spila leik fyrir A-landslið
kvenna einhvern tímann í framtíðinni.
Ætlar að
mæta í rækt-
ina alla daga
vikunnar
Stærsti draumur Jóns Unnars er
að verða atvinnumaður í fótbolta.
Hans markmið fyrir árið 2023 er
að mæta á hverjum degi í ræktina.
Eftir grunnskóla stefnir hann
að því að verða bifvélavirki. Jón
Unnar er ungmenni vikunnar.
Hvert er skemmtilegasta fagið?
Náttúrufræði.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að
verða frægur og hvers vegna? Viktor Breki,
hann verður frægur út af því að hann er
svo klár og hann mun verða moldríkur.
Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Þegar ég og félagar mínir þurftum að
horfa á vegg í heilan klukkutíma hjá skóla-
stjóranum.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Isak Calsdaldo er fyndnastur.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Mig langar til að verða bifvélavirki.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði
hvaða orð væri það? Hugrakkur.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að
vera með restina af ævinni, hvað væri
það? Ég myndi vilja vera ósýnilegur.
Hvaða mánuður er besti mánuðurinn og af
hverju? Besti mánuðurinn er desember, út
af því að þá eru jól.
Hvað stendur upp úr árið 2022 hjá þér?
Klárlega Gothia Cup.
Hvað ætlar þú og fjölskylda þín að gera
um áramótin? Horfa a áramótaskaupið og
sprengja saman.
Ertu með einhver nýársheit eða markmið
fyrir næsta ár? Að fara í ræktina alla daga
vikurnar.
Hver er þinn stærsti draumur? Minn
stærsti draumur er að verða atvinnumaður
í fótbolta.
FS-ingur vikunnar:
Nafn: Esther Júlía Gustavsdóttir
Aldur: 17 ára
Námsbraut: Íþrótta- og lýðheilsu-
braut á afreksíþróttalínu
Áhugamál: Fótbolti og ýmis
hreyfing eins og að skíða
og fara í ræktina
Ungmenni vikunnar:
Nafn: Jón Unnar
Aldur: 14 ára
Skóli: Stapaskóli
Bekkur: 9. bekkur
Áhugamál: Fótbolti, ræktin,
vélsleðar og buggy-bílar.
Thelma Hrund Hermannsdóttir
thelma@vf.is
vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM // 9
Gleðilega hátíð og farsælt
nýtt ár. Þökkum viðskiptin
á árinu sem er að líða.