Víkurfréttir - 28.12.2022, Blaðsíða 16
Mundi
Er ekki bara
best að ... ljúka
við Reykjanes-
brautina?
Það þykir við hæfi þegar að áramót
nálgast að líta til baka yfir árið um
leið og maður strengir heit um bæta
úr því sem betur má fara á nýju ári.
Þetta var í raun frekar undarlegt ár,
með atburðum sem fæstir áttu von
á, það var rifist um allskonar, sumir
sögðu sitt ... og aðrir eitthvað allt
annað, svo flaug þetta allt saman í
burtu og nýtt tók við. Það er einmitt
á svona stundu sem þjóðareinkennið
tekur við, maður man fátt af því sem
gerðist árinu. Skammtímaminnið nær
bara til síðasta fréttatíma og komin
tími til að rifja upp hvað það var sem
raunverulega gerðist.
Þetta var árið þar sem Covid var
sett til hliðar, kominn tími til að hefja
það sem við köllum eðlilegt líf. Við
máttum loksins hitta fjölskylduna á
ný, taka utan um og jafnvel kyssa þá
sem okkur þykir vænt um. Pútín hóf
hræðilegt innrásarstríð í Úkraínu,
með ómældum hörmungum fyrir þá
sem þar búa. Drottningin dó í Bret-
landi, eldgos hófst aftur í Fagradals-
fjalli, það kom vont veður í Keflavík
og það er eiginlega það sem þessi
síðustu lokaorð ársins munu fjalla
um.
Netverjar vöknuðu upp við
vondan draum að morgni laugardags,
það hafði snjóað um nóttina eins og
oft gerist í desember. Það er óhætt
að segja að menn hafi verið nokkuð
misjafnt stemmdir, sumir fögnuðu
en aðrir kveinkuðu hástöfum yfir
að ekki væri búið að ryðja allar
húsagötur – og klukkan varla orðin
átta. Þetta átti eftir að versna, það
kom meiri snjór og meiri vindur,
eins og líka gerist oft í desember.
Að endingu varð að loka Reykja-
nesbraut og farið var að fella flug
niður. Flugstöðin fylltist af fólki sem
annað hvort var að koma eða fara. Af
fréttum að dæma húktu ferðamenn
þar við þröngan kost og hinar verstu
aðstæður. Um tíma var tekið upp
áætlunarflug til Reykjavíkur. Þetta
var ekki gott fyrir orðstír Íslands
sem ferðamannaland og gatnakerfið.
Þegar að upp var staðið og vindur
var tekinn að hægjast kom í ljós að
Vegagerðin var með flestallt í skrúf-
unni þegar kom að björgum. Það
hafði gerst sem átti ekki að gerast.
Flug lá niðri í tvo daga, að sögn
Isavia ekki vegna þess að ekki var
hægt að fljúga heldur vegna þess
að ekki var hægt að komast að flug-
stöðinni.
Ráðherrra innviða og vegagerðar
í landinu sté keikur fram og sagðist
tryggja að að slíkt gerðist ekki aftur.
Forsætisráðherra sem hafði verið
veðurteppt í útlöndum var sama
sinnis. Völd ráðherra virtust orðin
meiri en skrifað er í gömlu stjórnar-
skrána – og ljósara en áður að endur-
nýjunar er þörf. Þeir ráða nú yfir
veðri og vindum og veðurstofan
óþörf. Kannski var það nú ekki alveg
þannig sem þau voru að meina þetta,
heldur frekar að nú yrði ráðist í þær
nauðsynlegu aðgerðir sem kallað
hafði verið eftir af heimamönnum
í áratugi. Kaupa alvöru snjóblásara
sem réði við verkefnið og fjölga
tækjum þannig að hægt væri að
ryðja úr báðum áttum þegar að slík
ósköp dyndu yfir næst.
Það var örugglega bara gott til
lengri tíma litið að Reykjanes-
brautin lokaðist. Augu ráðamanna
virðast vera að opnast fyrir mikil-
vægi brautarinnar og hver áhrifin
geta verið lokist hún. Til þess að
hún lokist ekki þarf að ráðast í að-
gerðir á báðum endum hennar, ljúka
tvöfölduninni og byggja upp enda-
kaflann fyrir ofan Keflavík, þannig að
hægt sé að ryðja hann vel og örugg-
lega. Ég held að þeir ráðherrar sem
tjáð hafa sig um þetta mál hljóti að
hafa meint einmitt þetta. Er ekki
bara best að ljúka við Reykjanes-
brautina, þannig að hún verði ekki
framar sá veiki hlekkur sem slítur
keðjuna þegar kemur að orðspori
Íslands sem ferðamannalands og ör-
yggi íbúa á Suðurnesjum? Það held
ég væri verðugt verkefni til að takast
á við á nýju ári, svo forsætisráðherra
og innviðaráðherra geti staðið við
orð sín um að slíkt gerist ekki aftur.
Ég óska öllum gleðilegs nýs árs og
þakka fyrir hið liðna.
Arnór!
Tíu fingur upp til guðs
að þú getir ekki spilað?
Við óskum viðskiptavinum okkar
gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári.
LO
KAO
RÐ
HANNESAR FRIÐRIKSSONARArnór Vilbergsson, organisti
Keflavíkurkirkju, handabrotnaði
aðeins þremur dögum fyrir jól og
hafði það áhrif á messuhald kirkj-
unnar um hátíðirnar. Aftansöngur
á aðfangadag féll niður en helgi-
stund fyrir börnin, miðnætur-
messa og jóladagsmessan voru á
sínum stað. Þá mun gamlársdags-
messan falla niður.
Óhappið átti sér stað á miðviku-
deginum fyrir jól, aðeins þremur
dögum fyrir aðfangadag þegar
Arnór var að spila fótbolta en hann
fékk fótboltann í hendina með
þeim afleiðingum að hann hand-
abrotnaði. Arnór segist svekktur að
hafa ekki getað tekið þátt í messu-
haldi þessi jólin en er vongóður að
geti komið tvíefldur til baka þegar
ferlið sem fylgir brotinu klárast.
„Að spila í messum yfir hátíð-
irnar er eitthvað sem ég hef gert
síðustu 26 ár og það er stór partur
af jólunum hjá mér. Ég var farinn
að hlakka svo mikið til því það voru
óvenjuleg jól í fyrra útaf Covid og
loksins núna áttum við að geta gert
þetta af fullum krafti en svo gerist
þetta óhapp. Ég vona að þetta muni
ekki hafa áhrif á mína vinnu eftir
allt ferlið. Þó ég verði frá í sirka tvo,
þrjá mánuði þá vil ég geta unnið
við þetta næstu tuttugu, þrjátíu
árin.“
Handarbrot Arnórs
organista raskar
messuhaldi
Óvenjulegur desembermánuður
fyrir verslanir í Reykjanesbæ
Arnór með gifsið góða við
orgelið. VF-mynd: Thelma Hrund
Jólaverslunin gekk vel að sögn
eigenda verslana á Hafnargötunni
í Reykjanesbæ. Lokun götunnar
vegna tökudaga á þáttaröðinni
True Detective í byrjun desember
hafði þó áhrif og þá hefur hluti jóla-
verslunar færst yfir í nóvember.
Óveður skömmu fyrir jól setti
einnig strik í reikninginn, svo mikið
hjá stærri verslunum, eins og Nettó,
að hillur tæmdust.
Fjóla Þorkelsdóttir, gullsmiður og
eigandi Fjólu, lýsir desember svona:
„Þessi mánuður var smá rússíbani
sem endaði vel en ég var ánægð með
jólaverslunina.“
Þær Steinunn Ýr Þorsteinsdóttir,
einn af eigendum Skóbúðarinnar,
og Hildur Kristjánsdóttir, ein af eig-
endum Kóda, taka undir með henni.
„Við fengum svakalegt veður stuttu
fyrir jól, það setti stórt strik í þetta
hjá okkur í ár en síðustu dagarnir
fyrir jól voru mjög góðir, ótrúlega
gaman og fínt að gera,“ segir Hildur.
Steinunn segir jólatörnina hafa
verið nokkuð góða og að hún hafi
verið svipuð og undanfarin ár. Hildur
hins vegar segir jólatörnina vera
breytta frá því hvernig hún var hér
áður fyrr. „Jólatörnin er orðin róleg,
eða öllu heldur breytt. Fólk er farið
að nýta sér afsláttardagana sem eru
nokkrum vikum fyrir. Þannig að jóla-
traffíkin er orðin breytt og rólegri,“
segir Hildur.
Aðspurðar hvað hafi verið vin-
sælast í jólapakkann segir Fjóla það
hafa verið skartgripi og þær Hildur
og Steinunn segja hlý föt og vettlinga
hafa endað undir trénu hjá mörgum.
Umfram allt ríkir þakklæti meðal
eigenda verslana í Reykjanesbæ,
fyrst og fremst fyrir velvild bæj-
arbúa. „Ég er stolt af bænum mínum,
mér finnst alltaf vel tekið í það þegar
búðirnar ákveða að vera með eitt-
hvað skemmtilegt eins og kósýkvöld
eða eitthvað slíkt þá eru bæjarbúar
duglegir að mæta og það er rosa-
lega mikilvægt. Það skiptir máli að
vera með samstöðu þegar kemur að
verslunum bæjarins,“ segir Hildur.
Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri
Samkaupa, segir að þetta hafi verið
góð en krefjandi jól. „Síðustu helgina
kyngdi niður snjó sem setti flutn-
ingakerfi um allt land úr skorðum og
þrýsti jólasölunni á færri daga en við
vonuðumst. Allir sem vettlingi gátu
valdið tóku aukavaktir, keyrðu út
heimsendingar, tóku á móti vörum,
fylltu á en önnur verk sem þurfti að
sinna sátu á hakanum. Á endanum
gekk þó allt upp að lokum og allir
enduðu í jólaskapi.“
Það var jólastemmning í Zolo og í Sport 24 á Þorláksmessu.
Jólasveinar komu með rútunni Rúdolf.
Fjömargir kíktu í miðbæinn og
verslunarfólk stóð vaktina.