Fréttablaðið - 15.02.2023, Síða 1

Fréttablaðið - 15.02.2023, Síða 1
| f r e t t a b l a d i d . i s | Frítt 2 0 2 3 KYNN INGARBL AÐALLT MIÐVIKUDAGUR 15. febrúar 2023 Vildís Edwinsdóttir er að gera garðinn frægan víða en segir sitt mesta afrek vera að hafa komist í landslið snjóbretta á Íslandi. MYND/DANIEL BERNIE BERNSTÅL Best er að nota hitaðan hníf til að skera kökuna. FRéTTABLAðIð/gETTY jme@frettabladid.is Þessi bakaða og nær brennda ostakaka frá Baskalandi í vestan- verðum Pýreneafjöllum er bæði gómsæt og einföld að gerð. Brennd Baskaostakaka 680 g rjómaostur við stofuhita 200 g sykur ¼ tsk. salt 2 tsk. vanillu extrakt 4 stór egg 2 msk. hveiti 3,5 dl rjómi Rjómaostur, salt, sykur og van- illa sett í hrærivél og blandað á miðlungshraða með hrærara, ekki þeytt. Bættu við einu eggi í einu og skafðu á milli með sleikju. Sigtaðu hveitið út í og hrærðu. Minnkaðu hraðann og helltu rjóma hægt út í og blandaðu í um 30 sekúndur, uns deigið er vel blandað (ekki óttast hvað það er þunnt). Útbúðu 22 cm (eða hér um bil) springform, lokaðu því. Þjapp- aðu bökunarpappírsörkum út í hornin og brjóttu saman upp eftir forminu uns pappírinn þekur innra borð formsins. Helltu deig- inu í formið og skelltu því í borðið til að losa loftbólur. Bakaðu við 200 °C (án blásturs) í 45-60 mínútur eða uns ostakakan skelfur enn smá í miðjunni þegar hún er hrist og er dökkbrún að ofan. Láttu kökuna kólna við stofuhita áður en hún er kæld í forminu í ísskáp í minnst fimm klst. áður en hennar er neytt. Kakan fellur við kólnun. n Bökuð og brennd Hættuleg trikk en samt bara gaman Snjóbrettastelpan Vildís Edwins segir nær óhjá- kvæmilegt að slasa sig í snjóbrettasporti og hefur sjálf brotið í sér nokkur bein. Hún stefnir ótrauð á Vetrarólympíuleikana á Ítalíu 2026. 2 Austurmörk 21 • 810 Hveragerði Hornsteinn 60 ára afmælissýning 11/02 – 20/08 2023 Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is HALLDÓR | | 12 PONDUS | | 22 Brugðið á leik  í Hogwarts  3 2 . t ö L U b L A ð | 2 3 . á R g A N g U R | sport | | 18 LíFið | | ?? LíFið | | 24 menning | | 23 Hrefna Sætran lyfti 270 kílóum Sannfærður eftir fimmtán sekúndur M I ð V I K U D A g U R 1 5 . f e b R ú A R| Marglaga myndir Þorvaldar 52,2 prósent vilja kasta krónunni og taka upp evru samkvæmt nýrri könnun. Fáir vilja taka upp dollar. kristinnhaukur@frettabladid.is efNAHAgSMáL Samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Fréttablaðið vilja 52,2 prósent taka upp evru. 39,6 prósent vilja halda krónunni en stuðningur við upptöku annarra gjaldmiðla er mjög lítill. „Almenningur er farinn að efast um að þetta fyrirkomulag með krónuna sé það besta,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar. Hann segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart miðað við viðhorfsbreytingar í sam­ félaginu í Evrópumálum. „Ástæðurnar eru margar. Fólk horfir á stöðugleikann og fólk horfir á vextina,“ segir hann. Hafi stýri­ vextir hækkað mörgum sinnum í röð og það virðist ekkert lát vera á. Gríðarlegur kostnaður fylgi vaxta­ muninum milli krónunnar og evrunnar, fyrir ríki, sveitarfélög og heimilin í landinu. Kjósendur Viðreisnar eru hrifn­ astir af því að taka upp evruna, eða 84 prósent, á meðan 11 prósent vilja halda krónunni. 79 prósent Sam­ fylkingarfólks vill taka upp evruna, 77 prósent Pírata, 62 prósent Sósí­ alista, 58 prósent kjósenda Flokks fólksins, 41 prósent Vinstri grænna, 31 prósent Miðf lokksmanna, 29 prósent Framsóknarmanna og 26 prósent Sjálfstæðismanna. Stuðningur við íslensku krónuna er mestur innan Miðflokksins, eða 64 prósent, en þar á eftir koma Sjálf­ stæðismenn og Framsóknarmenn með 61 og 60 prósent.sjá síðu 4. Meirihluti vill fá evruna Almenningur er farinn að efast um að þetta fyrirkomulag með krónuna sé það besta. Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyf- ingarinnar. Almenningur birgir sig upp af eldsneyti áður en áhrifa verkfalls olíubílstjóra gætir. Saminganefndir funda í dag. sjá síðu 2. FréttabLaðið/anton brink Bensínskortur talinn lama samfélagið fljótt MARKAðURINN Friðrik Þór Snorra­ son, forstjóri tryggingatækni­ félagsins Verna, segir lítið gegnsæi á íslenskum tryggingamarkaði. Pakkatilboð þýði að f lökt fólks á milli tryggingafélaga sé mjög lítið. Jóhann Þórsson, markaðsstjóri Sjóvár, segir að mikil samkeppni ríki á íslenskum tryggingamarkaði en það megi ekki bara horfa til verð­ lags þegar kemur að þjónustu trygg­ ingafélaga.sjá síðu 10. Föst undir þumli pakkatilboðanna Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Verna.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.