Fréttablaðið - 15.02.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.02.2023, Blaðsíða 10
Forstjóri Verna segir að pakkatilboð tryggingafyrir- tækja geri það að verkum að of fáir viðskiptavinir skipti um tryggingarfélög á Íslandi. Tryggingarfélög segja að mikil samkeppni sé á markaðnum en margir kalla eftir auknu gegnsæi. Friðrik Þór Snorrason, forstjóri tryggingartæknifélagsins Verna, segir lítið gegnsæi ríkja í verð- lagningu vátrygginga á Íslandi og að pakkatilboð geri það að verkum að flökt viðskiptavina á milli trygg- ingarfélaga er mjög lítið. Aðeins 10 til 15 prósent Íslendinga skipti um tryggingafélag á hverju ári og segir Friðrik ástæðuna vera sú að viðskiptavinir þori ekki að færa eina tryggingu yfir til annars félags þar sem þeir óttast að missa afsláttinn af heildarpakka sínum. Hann vitnar í greiningu frá Bret- landi sem sýndi að eftir því sem viðskiptavinir voru lengur hjá ákveðnu tryggingafyrirtæki hækk- uðu iðgjöld þeirra með hverju ári. „Það er hætta á því þegar þú ert með tryggðarkerfi að það ýti undir að ef þú ert ekki að fylgjast með kjörunum þínum þá hækka kjörin á hverju ári. Í Bretlandi voru þeir sem ekki höfðu skipt um trygginga- fyrirtæki í fimm ár að jafnaði að borga tugum prósenta meira fyrir tryggingar. Þeir settu ný lög sem bannaði slíka mismunun þann- ig að nýir og gamlir viðskiptavinir sem falla innan sama áhættuflokks borguðu sömu kjör,“ segir Friðrik. Friðrik segir að það þurfi einn- ig að gera greinarmun á milli áhættumats og tryggðarkerfis. Á hæt t u l íkön t r yg g inga félag- anna samanstanda af mörgum breytum, þar með talið aldur, hei m i l i s f a ng , ger ð bí l s   og fleira. Þannig vegur áhættulíkanið á hverjum tíma þá þætti sem hafa áhrif á áhættuna og byggir til að mynda endurnýjunarverð á þeim breytum. „Það er rétt að því betra sem áhættumatið þitt er, því sam- keppnishæfari ert þú. Hins vegar hefur það ekkert með tryggðar- kerfið að gera. Flækjan í tryggingum og verðsamanburði er að þú ert að verðleggja einstaklinginn og þá áhættu sem fylgir honum og það er til dæmis ekkert sanngjarnt að aðili sem keyrir á Hummer jeppa borgi það sama og sá sem keyrir á Toyotu Yaris.“ Talsmenn tryggingafélaga á Íslandi segja hins vegar að mikil samkeppni sé á tryggingamark- aðnum og að viðskiptavinir beri mikið traust til tryggingafélaga sinna. Sjóvá hefur til dæmis sex sinnum mælst efst allra trygginga- félaga í Íslensku ánægjuvoginni og samkvæmt verðkönnun ASÍ bauð Sjóvá hagstæðustu kjörin þegar endurgreiðslustefna félagsins var tekin með inn í reikninginn. „Sjóvá sker sig úr að því leytinu til að þegar þú kemur til okkar færðu bara eðlilegan pakka og þeir stofn- félagar sem eru búnir að vera tjón- lausir hjá okkur í ár fá 10 prósenta endurgreiðslu á hverju ári,“ segir Jóhann Þórsson, markaðsstjóri Sjó- vár. Jóhann bætir við að á síðustu tveimur árum hafi Sjóvá meðal annars fellt niður einn mánuð í heimsfaraldrinum og einnig endur- greitt allan maímánuð til núverandi viðskiptavina. Hann segir að Sjóvá leggi mikið upp úr því að veita við- skiptavinum sem lenda í slysi góða þjónustu og að mikilvægt sé að fylgja þeim í gegnum allt ferlið. Friðrik Þór segir aftur á móti að það sé meiri þörf á gegnsæi í trygg- ingum á Íslandi og að ein leið til að betrumbæta kerfið væri með breyttu lagaumhverfi. Þar að auki segir hann að tryggingafyrirtæki geti sjálf gert breytingar með því að endurhugsa nálgun þeirra að pakkatilboðum. n Sjóvá sker sig úr að því leytinu til að þegar þú kemur til okkar færðu bara eðlilegan pakka. Jóhann Þórsson, markaðsstjóri Sjóvár. Flækjan í tryggingum og verðsamanburði er að þú ert að verðleggja einstaklinginn og þá áhættu sem fylgir honum. Friðrik Þór Snorrason, for- stjóri Verna. GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR olafur@frettabladid.is Hagnaður Eimskips eftir skatta jókst um tæp 70 prósent á síðasta ári frá árinu 2021, fór úr 50,6 milljónum evra í 85,3 milljónir. Tekjur félagsins hækkuðu um 187,9 milljónir evra, eða 21,3 pró- sent, og námu 1,07 milljörðum evra. Kostnaður jókst einnig og nam 907,5 milljónum evra, hækkaði um 139,1 milljón evra milli ára. Ástæður aukins kostnaðar voru hækkun á aðkeyptri flutningsþjónustu, hærra olíuverð og verðbólguþrýstingur, sem hafði áhrif á laun og annan rekstrarkostnað, segir í tilkynningu Eimskips til kauphallarinnar. Stjórn mun leggja til við aðal- fund, sem haldinn verður 9. mars, að greiddur verði út arður til hlut- hafa að fjárhæð 22,5 milljónir evra, sem jafngildir 26 prósentum af hagnaði ársins. Enn fremur mun stjórn leggja til að hlutafé félagsins verði lækkað um 12,5 milljónir evra í því skyni að aðlaga fjárhagsskipan félagsins að langtímamarkmiðum þess. „Fjórði ársfjórðungur var góður, sér í lagi með tilliti til hefðbundinn- ar árstíðarsveiflu í okkar atvinnu- grein,“ segir Vilhelm Már Þorsteins- son, forstjóri Eimskips. „Af koma fjórðungsins er drifin áfram af góðu gengi í áætlunarsiglingum félagsins og góðri eftirspurn á öllum flutn- ingsleiðum, sérstaklega í Trans- Atlantic þjónustunni sem skilaði töluvert betri afkomu en fyrra ár. Til þess að mæta þeirri eftirspurn leigðum við 700 eininga gámaskip inn í f lotann frá og með nóvember, en á sama tíma lentum við í vélarbil- un á leiguskipinu EF Ava sem tók sex vikur í viðgerð og hafði það áhrif á afkastagetu fjórðungsins.“ Vilhelm segir félagið hafa séð viðsnúning á alþjóðlegum flutningamörkuðum á fjórðungnum með mikilli lækkun á alþjóðlegu sjóflutningsverði. „Það jók pressu á framlegð í alþjóðlegri flutningsmiðlunarstarfsemi okkar, sér í lagi í Asíu, þar sem afkoma var lægri samanborið við fyrra ár, þótt af koman sé góð í sögulegu sam- hengi.“ n Gott ár að baki hjá Eimskipi Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eim- skips. Eimskip skilaði góðri afkomu á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Pakkatilboð festa viðskiptavini tryggingafélaga Helgi Steinar Gunnlaugsson helgisteinar @frettabladid.is Rúmlegur helmingur allra greiddra ið- gjalda á Íslandi eru bílatrygg- ingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK 10 markaðurinn FRÉTTABLAÐIÐ 15. FeBRúAR 2023 miðVikuDaGur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.