Fréttablaðið - 15.02.2023, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.02.2023, Blaðsíða 18
Það sem ég elska við kúluvarp er að geta séð vinnuna sem ég legg í íþróttina með hversu langt ég kasta. Erna Sóley Gunnarsdóttir Erna Sól ey Gunn ars dótt ir kúluvarpari stórbætti eigið Íslands met inn an húss fyrr í þessum mánuði. Hún stefnir á Ólympíuleikana í París árið 2024 og að verða boccia- meistari á elliheimilinu þegar hún verður eldri. starri@frettabladid.is Kúluvarparinn Erna Sól ey Gunn­ ars dótt ir stór bætti eigið Íslands­ met inn an húss á há skóla móti í Al­ buqu erque í Nýju­Mexí kó snemma í þessum mánuði. Þá kastaði Erna kúl unni 17,70 metra en viku fyrr hafði hún einnig sett Íslands met á móti í Texas þegar hún kastaði 17,34 metr a. Kast hennar í Al­ buqu erque var ell efta lengsta kast Evr ópu búa í ár og um leið það fjór tánda lengsta í heim in um frá ára mót um. Stóra markmið hennar í ár er að komast á heimsmeistaramótið í ágúst sem verður haldið í Búda­ pest í Ungverjalandi. „Ég ætla mér svo að komast á Ólympíu­ leikana í París árið 2024. Þá þarf ég annaðhvort að komast inn á stigalista með því að vera í topp 32 í heiminum eða ná lágmarkinu sem er 18,80 metrar. Það væri auð­ vitað best að ná þessu lágmarki svo ég þurfi ekki að velta fyrir mér stigunum.“ Ferillinn hófst í Mosfellsbæ Frjálsíþróttaferill Ernu hófst með frjálsíþróttanámskeiði hjá Aftur­ eldingu í Mosfellsbæ þegar hún var níu ára gömul. „Það má segja að áhuginn á frjálsum íþróttum hafi byrjað þegar ég fylgdist með Auðvelt að setja markmið og sjá bætingar Erna Sóley Gunnarsdóttir kúluvarpari hóf kúluvarps- ferilinn í Mos- fellsbæ. Bætiefnið Comfort-U frá Good Routine er öflug vörn fyrir þvagfærakerfið og byggir á fjórum virkum innihaldsefnum sem hafa þekkta eiginleika til þess að koma í veg fyrir blöðru- bólgu/þvagfærasýkingu. „Comfort­U er sérhannað fyrir fólk sem vill koma í veg fyrir blöðru­ bólgu/þvagfærasýkingu, sem er ein algengasta bakteríusýkingin og algengari hjá konum en körlum. En ein af hverjum fimm konum upplifir að minnsta kosti eina þvag­ færasýkingu á ævinni,“ segir Freydís Hjálmarsdóttir, næringarfræðingur að mennt, með BSc og meistara­ gráðu í næringarfræði. „Einstaklingur sem hefur fengið þvagfærasýkingu er í aukinni hættu á að fá sýkingu aftur og talið er að um fjórðungur fái endur­ tekna sýkingu innan sex mánaða og þriðjungur innan árs. Þar af leita hundruð sýklalyfjameðferðar við þvagfærasýkingum á Íslandi á hverju ári. Yfir 80% þvagfæra­ sýkinga eru taldar vera af völdum þarmabakteríunnar e.coli, en aðrar bakteríur, sveppir og sníkjudýr geta líka valdið þvagfærasýkingum.“ Fyrirbyggjandi er lykilatriði Þvagfærasýkingar geta verið afar óþægilegar en eru þó oftast skað­ lausar að sögn Freydísar. „Einstaka sinnum nær sýkingin til efri þvag­ færa eins og nýrna, en það er afar óalgengt. Til að mynda verða 30% þvagfærasýkinga einkennalausar á innan við viku án meðferðar. Hins vegar getur verið erfitt að eiga við síendurteknar sýkingar. Þótt þær séu meðhöndlaðar á áhrifaríkan hátt með sýklalyfjum, getur óhófleg notkun sýklalyfja leitt til skaðlegra, heilsufarslegra afleiðinga. Til að forðast of mikla útsetningu fyrir sýklalyfjum leita margir til fæðubótarefna og náttúrulyfja. Rannsóknir þar að lútandi eru af skornum skammti og sumar mis­ vísandi, en nokkur fæðubótarefni gefa góða raun þegar kemur að því að koma í veg fyrir þvagfæra­ sýkingu.“ Fjögur virk efni Comfort­U inniheldur fjögur efni sem rannsóknir hafa sýnt fram á að geti hjálpað til við að fyrir­ byggja þvagfærasýkingar. Það eru einsykran D­mannóse, þarma­ gerillinn Lactobacillus rueteri og svo virku efnin í trönuberjum og sortulyngslaufum (e. bearberry leaf). „Trönuberin eru frægust, en eitt virku efnanna í þeim er ein­ mitt „D­mannóse“. Sortulyngslauf þekkja flestir undir nafninu uva ursi og „Lactobacillus rueteri“ er einn af góðgerlunum sem finna má til dæmis í AB­mjólk. Af þessum fjórum efnum hefur D­mannóse komið hvað best út úr þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar með tilliti til forvarna vegna þvagfærasýkinga. Rannsóknir á D­mannóse sýna fram á marktæka minnkun á endurteknum þvag­ færasýkingum hjá þeim sem fá þær reglulega. Til þess að sýking nái fótfestu í þvagfærum þarf e.coli eða önnur örvera að ná að festast við blöðruvegginn. Virkni D­mannóse er sú að bindast til dæmis e.coli bakteríum, skola þeim út með þvagi og koma þannig í veg fyrir sýkingu. Trönuber innihalda meðal annars D­mannóse, hippúrsýru og anthósýanín, sem eru talin torvelda e.coli að festast við þvag­ blöðruvegginn. Þrátt fyrir að ekki séu allir á eitt sáttir, sýnir saman­ tekt margra rannsókna fram á verndandi áhrif D­mannósa gegn þvagfærasýkingum hjá konum sem fá þær reglulega. Ekki skemmir fyrir að trönuber hafa líka marga aðra heilsubætandi kosti. Lauf sortulyngs, (önnur nöfn: uva ursi, bjarnaber, fjalla­trönuber) hafa í árþúsund verið notuð til að meðhöndla þvagfærasýkingar. Nú benda rannsóknir til þess að það sé svo sannarlega eitthvað til í því og kallað hefur verið eftir fleiri rann­ sóknum. Sortulyngið inniheldur örverueyðandi efnasambönd sem vinna gegn óvingjarnlegum bakteríum og hjálpa við upptöku á efnum úr trönuberjum. Efna­ sambönd í laufunum, svo sem Arbutinin, eru talin vinna gegn útbreiðslu e.coli meðal annars og trufla viðloðun bakteríunnar við blöðruvegginn,“ segir Freydís. Hjálplegar örverur Jafnvægi í þvagkerfisflórunni er svo viðhaldið með hjálp gagn­ legu bakteríunnar Lactobacillus rueteri. „Hjálplegu örverurnar í líkamanum kallast góðgerlar og er fjöldinn allur af þeim í meltingar­ kerfinu. Við getum bætt um betur með trefjaríku fæði, ab­mjólk og skyldum vörum, súrsuðum mat og bætiefnum. Sumir góðgerlar viðhalda jafnvægi í þvagi, leggöngum og meltingarvegi með því að fram­ leiða efnasambönd sem leyfa ekki óvinveittum bakteríum að vaxa. Sá stofn sem er talinn hvað mikilvæg­ astur fyrir þvagfærakerfið er Lacto­ bacillus rueteri. Þessi bakteríustofn getur endurheimt náttúrulegt örverujafnvægi í þvagfærum og getur myndað efnasambönd sem leyfa ekki óvinveittum bakteríum að vaxa og dafna.“ Fjölþætt fyrirbyggjandi virkni Í Comfort­U koma saman þrjú virk innihaldsefni sem eru studd af rannsóknum, ásamt Lactobacillus rueteri­stofni. Saman eru þessi efni talin geta stutt heilbrigði þvag­ færa og veitt fjölþætta vörn gegn þvagfærasýkingum. „Til eru margir mismunandi stofnar góðgerla og fjöldi þeirra í hverjum skammti er merktur með einingunni CFU sem stendur fyrir „colony forming unit“, eða nýlendumyndandi stofn. Í Comfort­U er réttur stofn í nægilegu magni til að hafa tilskilin áhrif án þess að valda skaða, enda er þetta verðlaunuð formúla. Com­ fort­U er náttúrulegt bætiefni sem kemur í pillu­ og belgjaformi. Forvörn er alltaf best og Com­ fort­U hefur það fram yfir sýklalyf að vera laust við aukaverkanir eins og ógleði og magaeinkenni. Comfort­U skaðar ekki vinveittu þarmaflóruna sem er einn helsti ókostur sýklalyfja. Hins vegar er sýklalyfja alltaf þörf ef sýking er staðfest í efri hluta þvagfæra eins og nýrum og ávallt skal fylgja læknis­ ráði. Þegar stór hluti kvenna er með endurteknar þvagfærasýkingar, fögnum við því þegar vara á borð við Comfort­U kemur á markað.“ n Good Routine fæst í Lyfjum og heilsu, Apótekaranum, Hagkaup, Nettó og Krónunni. Fjölþætt og fyrirbyggjandi vörn gegn þvagfærasýkingum Freydís fagnar því að vara eins og Comfort-U sé komin á markað fyrir íslenskar konur. Myndir/aðsendar Comfort-U inni- heldur fjögur efni sem rann- sóknir hafa sýnt fram á að geti hjálpað til við að fyrirbyggja hinar hvimleiðu þvagfærasýk- ingar. Spurt og svarað Hvernig kemur þú þér í gírinn fyrir mót? Fyrir keppni hlusta ég á góða tónlist, les kannski bók og reyni að slaka á. Svo þegar mótið byrjar smelli ég í rétta gírinn. Hver er uppáhaldsæfingin og sú sem er í minnstu uppáhaldi? Í augnablikinu er uppáhaldsæfingin mín bekk- pressa. Í minnstu uppáhaldi er hné- beygjur, en það er bara vegna þess að ég fæ illt í bakið af þeim. Hvað færðu þér oftast í morgunmat? Ég fæ mér sama morgun- mat alla daga: 4 soðin egg, 1 appelsínu og ristað brauð með smjöri. Hvað finnst þér gott að fá þér í kvöldmat? Ég er með algjört æði fyrir öllum súpum. Hvað finnst þér gott að fá þér í millimál? Hreint skyr með frosnum berjum, eplamauki og smá salti. Flatkökur eru líka æði. Hvað gerir þú til að halda andlegu heilsunni í jafnvægi? Ég reyni að hugleiða dag- lega í tíu mínútur og stunda núvitund. Það hefur hjálpað mér mikið til að minnka streitu og til að vera jákvæðari. Hverjar eru helstu fyrirmyndir þínar í íþróttum og í lífinu? Ég er mjög heppin að hafa margar íslenskar fyrirmyndir sem hafa komist langt í kúlu- varpi. Þar má nefna Gunnar Huseby, Guðmund Hermanns- son, Hrein Halldórsson, Óskar Jakobsson, Pétur Guðmunds- son og Óðin Björn Þorsteins- son. Ísland á svo frábæra sögu í kúluvarpi og það er stórt mark- mið hjá mér að halda áfram með þá sögu.  Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Eftir það æfði ég frjálsar á sumrin og handbolta yfir vetur­ inn. Þegar ég var fimmtán ára sneri ég mér alfarið að frjálsum íþróttum. Á þeim tímapunkti fór mér að ganga mjög vel í kúluvarpi og í kjölfarið bauðst mér skóla­ styrkur við Rice University í Texas í Bandaríkjunum.“ Eftir það hefur allt verið á upp­ leið að hennar sögn. „Það sem ég elska við kúluvarp er að geta séð vinnuna sem ég legg í íþróttina með hversu langt ég kasta. Ég get auðveldlega sett mér mark­ mið og séð bætingar ár eftir ár. Mér finnst líka frábært hversu einstaklingsbundin íþrótt þetta er og ég æfi eftir pró­ grammi sem er algjörlega sniðið að mér. Í gegnum kúluvarp hef ég líka kynnst frábæru fólki og upplifað margt magnað.“ Finnst gaman að læra Erna stundar mastersnám í alþjóðasamskiptum en fyrir hafði hún lokið BA námi í hreyfifræði (e. kinesiology). „Ég stefni á útskrift í maí ef allt gengur vel. Mér finnst mjög gaman í náminu og gaman að læra yfirhöfuð en er þó ekki alveg búin að ákveða við hvað ég ætla að starfa í framtíðinni. En ásamt því að vera í íþróttum væri ég til í að vinna að einhverju sem mér finnst skipta máli. Íþróttir munu án efa fylgja mér þangað til ég dey og vonandi næ ég að verða boccia­meistari á elliheimilinu þegar ég verð eldri. Utan íþrótta finnst mér líka mjög gaman að ferðast og prófa alls konar mat.“ n 4 kynningarblað A L LT 15. febrúar 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.