Fréttablaðið - 15.02.2023, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 15.02.2023, Blaðsíða 13
Einstakir þingmenn Samfylkingar hafa löngum haldið uppi háværum málflutningi í sama dúr og Píratar. Á sama tíma og opin- berum starfsmönnum hefur fjölgað hafa laun þeirra hækkað mun hraðar en laun á almennum markaði. Laun og tengdur kostn- aður eru um fjórð- ungur af útgjöldum ríkisins. Fulltrúar launamanna í stjórn Birtu lífeyrissjóðs Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir frambjóðendum til þess að taka sæti í stjórn sjóðsins kjörtímabilið 2023 til 2025. Samkvæmt samþykktum Birtu lífeyrissjóðs (gr. 5.10) hefur valnefnd m.a. þann yfirlýsta tilgang að tryggja að stjórn sjóðsins endurspegli fjölbreytni og breidd í hæfni, reynslu og þekkingu stjórnarmanna sem og að tryggja gagnsæi í málum um tilnefningu stjórnarmanna. Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn (karl og konu) til tveggja ára og einn varamann (karl) til tveggja ára í stjórn sjóðsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn framboð á útfylltu framboðseyðublaði, sem er að finna á vefnum birta.is, á netfangið valnefnd@birta.is fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 1. mars 2023. • vera launamenn sem greiða lögbundið iðgjald í Birtu lífeyrissjóð. • ekki vera sjálfstætt starfandi atvinnurekendur/einyrkjar. • vera fjárhagslega sjálfstæðir og búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu skv. 31. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 6. gr. reglna FME nr. 180/2013 og fullnægja að öðru leyti þeim kröfum sem gerðar eru um hæfi og hæfni stjórnarmanna skv. framangreindum lögum, reglum FME, samþykktum sjóðsins og starfsreglum valnefndar. • Skila inn útfylltu framboðseyðublaði með drengskaparyfirlýsingu um að þeir uppfylli skilyrði til slíkrar stjórnarsetu. Allar nánari upplýsingar um stjórnarkjörið, framboðseyðublaðið/yfirlýsinguna og sjóðinn má finna á vefnum birta.is ÞEIR SEM GEFA KOST Á SÉR SKULU Birta lífeyrissjóður I Sundagörðum 2 I 104 Reykjavík I 480 7000 I birta.is Málþóf pírata snerist að nafninu til um mannréttindi með áherslu á mannúð þeirra sjálfra. Baksvið umræðunnar felst í að ríkislög- reglustjóri lýsti neyðarástandi á landamærum. Fólksflutningarnir eru komnir yfir öll mörk á tölulegan mælikvarða. Baráttan snýr að þjóðríkinu Þegar upp er staðið sést að markmið málþófsins er skýrt. Þau vilja galop- in landamæri og engar hömlur á að fólk flytjist hingað til lands og setjist í mörgum tilfellum upp á velferðar- kerfið. Fjárhagslegar af leiðingar þessa virðast ekki vefjast fyrir ræðu- mönnum eða öðrum sem tala fyrir sama málstað. Þjóðríki án landamæra rís ekki undir nafni. Tómt mál er að tala um fullveldi þjóðarinnar þegar stjórn- völd hafa ekkert um það að segja hverjir koma hingað til að setjast hér að. Staðreyndir og rök virðast ekki hreyfa við fólki sem kallar eftir opnum landamærum. Engin þekk- ing sýnist fyrir hendi á kúvending- unni sem orðin er á stefnu danskra stjórnvalda. Þar ber hátt stefnu- mörkun jafnaðarmanna sem lyfti þeim í fylgishæðir og leiða þeir nú ríkisstjórn annað kjörtímabilið í röð undir forystu Mette Fredriksen forsætisráðherra. Stefna Dana er reist á langri reynslu og misjöfnum árangri. Um þessa nýju stefnu ríkir víðtæk pólitísk samstaða. Mette segir stefnuna mistök Við fylgjum nú þeirri stefnu sem Danir hafa horfið frá. Forsætisráð- herra Dana lýsir þeirri stefnu sem mistökum. Taka má undir þau orð í ljósi þess í hvílíkar ógöngur stefnan hefur leitt yfir okkur. Hver getur gert ágreining við þá lýsingu í ljósi hættuástands á landa- mærum og með öllu ósjálf bærum innf lutningi fólks sem svarar til heils myndarlegs bæjarfélags á ári hverju? Styttist í að óbreyttu að ársskammturinn verði eins og einn Garðabær? Hvar á að taka peninga til að standa undir þessu? Ekki rennur það fé til að styðja við þá sem höllustum fæti standa eða til nauðsynlegra úrbóta í heilbrigðis- kerfinu, svo mikið er víst. Samfylking og Viðreisn róa undir Einstakir þingmenn Samfylkingar hafa löngum haldið uppi háværum málflutningi í sama dúr og Píratar og sýnast ekkert vilja kannast við danska systurflokkinn og baráttu hans í þágu danskra gilda. Viðreisn er ekki langt undan. Um liðna helgi skrifar hún upp á sam- stöðu með Pírötum og Samfó með því að kjósa til nýrrar trúnaðar- stöðu helsta talsmanns flokksins í málefnum hælisleitenda. Sá maður sýnist ekki hafa beitt kröftum sínum á Alþingi að neinu máli í meira mæli en f r u mv a r pi dómsmálaráðherra þótt það gangi því miður of skammt í átt til nauð- synlegra úrbóta. Enda þótt þing- maðurinn sýnist tala meir af ákafa en yfirvegaðri þekkingu á þeim málaf lokki sýnist nýleg upphefð ígildi útnefningar hans sem dóms- málaráðherraefnis Viðreisnar. Ábyrgð æðstu stjórnvalda Vinstri græn verða að axla þá ábyrgð sem fylgir því að hafa for- ystu fyrir ríkisstjórn með því að greiða fyrir nauðsynlegum laga- breytingum umfram þær sem nú standa fyrir dyrum til að laga íslenska löggjöf að því sem gerist og gengur í nágrannalöndunum. Frumskylda stjórnvalda er að standa vörð um þjóðríkið og fullveldi þjóðarinnar. U n d a n þ e i r r i skyldu fá æðstu forystumenn ekki vikist. Nú standa þeir frammi fyrir að rísa undir ábyrgð þ e g a r a l v a r l e g t hættuástand ríkir á landamærunum og hart er sótt, eins og sást í málþófinu og víðar, af hálfu aðila sem vilja íslenskt þjóðríki feigt. n Þau vilja þjóðríkið feigt Ólafur Ísleifsson hagfræðingur og fv. alþingismaður. Starfsmannahald hins opinbera hefur vaxið jafnt og þétt og fjölgun opinberra starfa hefur verið mikil. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru launþegar hins opinbera um þriðjungur af heildarfjölda launa- fólks í landinu. Þar vegur fjölgun starfsmanna sveitarfélaga auðvitað þungt, ekki síst Reykjavíkurborgar, stærsta sveitarfélagsins. Borgin hefur fjölgað starfsfólki um tugi prósenta á undanförnum árum og í raun langt umfram borgarbúa. Og í miðju sjálfskipuðu ráðningarbanni auglýsir Reykjavíkurborg nú eftir svokölluðum „verkefnastjóra fram- tíðarinnar“. Á sama tíma og opinberum starfsmönnum hefur fjölgað hafa laun þeirra hækkað mun hraðar en laun á almennum markaði. Laun og tengdur kostnaður eru um fjórðungur af útgjöldum ríkisins. Það ætti því ekki að koma á óvart að Íslendingar leiti í auknum mæli í ný störf hjá hinu opinbera meðan einkageirinn mannar ný störf með erlendu starfsfólki. Nú er frumvarp sem ég mælti fyrir, fyrir hönd okkar Sjálfstæðis- manna, um einföldun á starfs- mannahaldi ríkisins, í meðförum þingsins. Frumvarpið er löngu tímabært, en það miðar aðallega að því að fella niður þá skyldu forstöðumanns að áminna starfs- mann með formlegum hætti vegna brots hins síðarnefnda á starfs- skyldum. Einnig þegar hann hefur ekki staðið undir þeim kröfum sem leiða af starfi hans. Breytingarnar eru nauðsynlegar til að gera síaukið starfsmannahald ríkisins skilvirk- ara. Ég hef reglulega tekið starfs- mannamál hins opinbera upp á þinginu og sendi nýlega fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra um fjölda stöðugilda hjá ríkinu. Þar óska ég eftir sundurliðun eftir störfum og landshlutum til þess að geta betur áttað okkur á því hvar fjölgunin hefur orðið. Mikilvægur liður í starfi okkar alþingismanna er eftirlitsskylda með ríkisstjórn og stjórnsýslu rík- isins. Þar er starfsmannahaldið og þróun þess ekki undanskilið. Auð- vitað er mikilvægt að fjármunir skattgreiðenda, sem að svo stóru leyti er varið í launagreiðslur, nýtist sem best og að starfsemi ríkisins sé eins hagkvæm og skilvirk og mögu- legt er. Atvinnurekendur á almennum markaði bregðast við samkeppni m.a. með því að draga úr kostnaði við starfsmannahald samhliða því að bæta þjónustu við viðskiptavini sína. Þannig gjörbreyta fyrirtæki reglulega skipulagi sínu og starfs- háttum. Hið opinbera mætti gjarn- an taka sér það til fyrirmyndar á ýmsum sviðum stjórnsýslunnar. Þar virðist þróunin þó oft einmitt vera öfug. n Starfsmannahald ríkis og sveitarfélaga til framtíðar Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálf- stæðisflokksins Fréttablaðið skoðun 1315. Febrúar 2023 MIðVIkuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.