Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2023, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 15.02.2023, Qupperneq 6
Íslensk stjórnvöld hafa sett sér stefnu um hraðari samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda en mörg önnur ríki. Fátt bendir til þess í veruleikanum að óbreyttu að samdráttar- markmið muni nást. bth@frettabladid.is LoftsLagsmáL Fyrirhugaður 55 prósenta samdráttur í losun gróð- urhúsalofttegunda innanlands á næstu sjö árum er langsóttur að óbreyttu. Náttúruverndarsinni segir Katrínu Jakobsdóttur forsæt- iráðherra í klemmu því bakland Vinstra grænna byggi á umhverfis- áherslum. Loftslagsráð segir í yfirlýsingu að markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsaloftteg- unda fyrir 2030 séu „óljós og ófull- nægjandi“. Stjórnvöld verði að skýra og útfæra þessi markmið nánar. Þegar rýnt er í lista yfir þau fyrir- tæki sem losa mest kolefni hér á landi má áætla að losun frá sumum þeirra muni enn aukast milli ára samanber spár um aukin flutnings- umsvif og aukinn farþegafjölda. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, segir að ekki fari saman hljóð og mynd þegar veruleikinn hér á landi sé borinn saman við yfirlýsingar Katrínar og annarra ráðherra ríkis- stjórnarinnar. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki hagað sínum málum þannig innan- lands að þau taki mið af eigin mark- miðum," segir Árni. Hann bendir á að þótt stjórnvöld hafi á alþjóð- legum vettvangi stutt einarðlega markmið loftslagssamningsins um að takmarka hlýnun um 1,5 gráður gangi afskaplega hægt hér heima að minnka losun. Árni segir skorta á framkvæmd um sem dæmi hvernig Ísland ætli sér að draga úr losun frá vegasam- göngum. Skapa verði hvata fyrir úreldingu gamalla dísilbíla með gjaldi. Stóriðjan hér á landi mengi einnig gríðarlega þótt sú losun falli undir ETS-kerfið. Katrín Jakobsdóttir segir að hraði og þungi viðbragða Íslands gegn loftslagsvánni hafi margfaldast í tíð ríkisstjórnarinnar. „Við höfum sett fram og upp- fært í tvígang sjálfstæð markmið Íslands um 55 prósent samdrátt á losun fyrir 2030 og höfum gengið svo langt að lögfesta markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040, ein af fáum þjóðum sem hafa gert það,“ segir Katrín. Þá segir hún að vinna stjórnvalda og atvinnulífs standi yfir að setja markmið í hverri og einni atvinnugrein um samdrátt í losun og aðgerðir. Fylgi VG er í sögulegu lágmarki samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Fréttablaðið. Þá hefur bréf Katrínar um afslátt af losunar- gjöldum í millilandaf lugi vakið athygli og deilur. „Vandræði Katrínar Jakobsdóttur eru að Ísland fer núna fram á sér- ákvæði til að geta mengað meira en önnur ríki,“ segir Árni Finnsson. Rök Katrínar byggi á kenningu um kolefnisleka, að ef íslensk flugfélög fái ekki undanþágu frá reglum ESB flytji þau starfsemi sína út fyrir lög- sögu ESB, til dæmis Bretlands. „Þegar Halldór Ásgrímsson náði sérsamningi í Brussel fyrir álverin hér voru rökin þau að ef álbræðslur á Íslandi yrðu ekki utan við ákvæði Kyoto-bókunarinnar myndu álfyr- irtækin fjárfesta í Kína. En vinstri græn hafa verið mjög gagnrýnin á svona sérstöðupólitík,“ segir Árni. n Hljóð og mynd fari ekki saman í umhverfismálum kristinnhaukur@frettabladid.is orkumáL Vindorkufyrirtækið Qair Iceland hefur sent sveitarfélaginu Norðurþingi harðort bréf þar sem krafist er skýringa á uppsögn samn- ings um vindorkutilraunir. Fréttablaðið greindi frá því í upphafi mánaðar að byggðarráð Norðurþings hafi slitið sambandinu við Qair, en fyrirtækið hafði fengið heimild til að setja upp tilrauna- mastur árið 2021. Ástæðan var sögð að mastrið var hvorki sett upp það ár né í fyrra. Í bréfi Qair til Norðurþings, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er því hafnað að fyrirtækið hafi hvikað frá samningnum og er því mótmælt harðlega að sveitarfélag- ið láti slíkt í veðri vaka. Qair hafi ítrekað reynt að ræða útfærslur við Norðurþing án viðbragða og vind- orkutilraunir taki mörg ár. Er sagt að það veki margvís- legar spurningar um stjórnarhætti sveitarfélagsins að þegar virðist liggja fyrir að sveitarfélagið hyggist gera rannsóknarsamning um sama svæði við Landsvirkjun. Það hafi verið samþykkt í desember síðast- liðnum. „Með hliðsjón af þessari fram- vindu er nærtækt að álykta að sveit- arfélagið hyggist rifta samkomulagi við Qair beinlínis til þess að gera sveitarfélaginu kleift að semja við Landsvirkjun um sama verkefni,“ segir í bréfinu. Gerir Qair kröfu um að þetta verði upplýst að fullu og að félagið fái öll gögn í málinu. Stjórnsýsla sveitar- félagsins lúti stjórnsýslulögum og sveitarstjórn hafi bersýnilega látið undir höfuð leggjast að rannsaka forsendur ákvörðunarinnar. „Félagið áskilur sér rétt til þess að krefja Norðurþing um skaðabætur vegna tjóns sem kann að leiða af þeim löglausu ákvörðunum og ráð- stöfunum sem sveitarfélagið boðar,“ segir að lokum í bréfinu sem Frið- jón Þórðarson framkvæmdastjóri undirritar. n Qair sakar Norðurþing um að rifta vindorkusamningi fyrir Landsvirkjun Friðjón Þórðar- son, fram- kvæmdastjóri Qair Iceland. Vandræði Katrínar Jakobsdóttur eru að Ísland fer núna fram á sérákvæði til að geta mengað meira en önnur ríki,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Fréttablaðið/Ernir Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsam- taka Íslands. benediktboas@frettabladid.is LögregLumáL Fjórir hafa verið úrskurðaðir í Héraðsdómi Reykja- víkur í gæsluvarðhald til 16. febrúar eftir að lögreglan á höfuðborgar- svæðinu lagði hald á mikið magn fíkniefna við húsleitir í síðustu viku. Lögreglan haldlagði um sjö kíló af amfetamíni og um 40 kíló af marijúana, auk annarra fíkniefna sem og frammistöðubætandi efna. Grammið af amfetamíni kostaði í apríl á síðasta ári 3.800 krónur samkvæmt tölum SÁÁ og grammið af marijúana 2.400 krónur. Andvirði fíkniefnanna er því hið minnsta 122 milljónir. Rannsóknin hafði staðið yfir undanfarnar vikur samkvæmt tilkynningu lögregl- unnar. n Tóku fíkniefni fyrir hundruð milljóna Um 40 kíló af marijúana fundust í síðustu viku. Fréttablaðið/Valli ser@frettabladid.is atVINNuLÍf Rúmlega 70 prósent landsmanna á aldrinum 16 til 74 ára voru starfandi á vinnumarkaðnum á Íslandi samkvæmt manntalinu 2021, þremur prósentum færri en í manntalinu 2011. Atvinnuþátttakan mældist mest á Akranesi og á Austurlandi af ein- stökum svæðum, í báðum tilvikum upp undir 90 prósent. Þetta kemur fram í nýrri saman- tekt Hagstofu Íslands þar sem lýð- fræðin á bak við þessi manntöl eru borin saman. Atvinnulausum hefur heldur fjölgað á þessum áratug, voru 5,5 prósent af hópnum 2021, en voru 4,8 prósent tíu árum fyrr. Flestir hinna atvinnulausa eru á aldrinum 25 til 34 ára. Aftur á móti hefur lífeyristökum fjölgað á þessu árabili, voru 12,9 pró- sent af hópnum 2011 en voru orðnir 15,5 prósent áratug síðar. Mun fleiri konur en karlar eru á meðal lífeyris- taka, rúmlega 23 þúsund á móts við ríflega 17 þúsund karla. Þeim fækkar sem eru á vinnumarkaði kristinnpall@frettabladid.is LaNdbúNaður Fimm helstu land- búnaðargreinar landsins skiluðu hagnaði upp á 2,1 milljarð árið 2021. Það er 1,4 milljarða aukning frá árinu áður. Í fyrsta sinn í átta ár skilaði loð- dýrarækt hér á landi jákvæðri af komu þrátt fyrir að loðdýra- bændum hafi fækkað um þriðjung á sama tíma. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands á rekstri í land- búnaði sem birtist í gær. Alls hækkuðu rekstrartekjur loð- dýrabúa um 97 prósent milli ára, frá 290 milljónum árið 2020 í 572 millj- ónir 2021 og kom því ekki að sök að rekstrargjöld greinarinnar hækk- uðu um þrjátíu prósent á sama tíma. Það helst í hendur við að rekstrar- tekjur landbúnaðarins í heild sinni jukust um sex prósent á milli ára og töldu 51 milljarð króna árið 2021. Stærstur hluti tekjuaukningarinnar kom frá sauðfjárbændum þar sem rekstrartekjur hækkuðu úr 12,3 milljörðum króna í 13,9 milljarða árið 2021. n Loðdýrarækt skilaði loks hagnaði Atvinnuþátttakan er mest á Akranesi og á Austurlandi af ein- stökum svæðum. Það er nóg af fólki að vinna á Akranesi. Fréttablaðið/anton brink Eins vekur sérstaka athygli að hópur námsmanna í umræddum aldurshópi frá 16 til 74 ára hefur minnkað, voru 7,8 prósent 2011 en 4,0 prósent 2021. Hlutfallslega fleiri konur en karlar unnu með námi og var munurinn mestur í aldurs- hópnum 16 til 24 ára, en þar unnu 63 prósent kvenna með námi, en 52 prósent karla. n Í fyrsta sinn í átta ár skilaði loðdýrarækt jákvæðri afkomu. Fréttablaðið/GEtty 6 fréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 15. FeBRúAR 2023 MiÐViKUDAGUr

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.