Fréttablaðið - 15.02.2023, Side 7

Fréttablaðið - 15.02.2023, Side 7
Styrkumsóknir í Vestnorræna höfuðborgasjóðinn 2023 Vestnorræni höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar auglýsir eftir styrkumsóknum fyrir árið 2023 Reykjavíkurborg er aðili að Vestnorræna höfuðborgasjóði Færeyja, Grænlands og Íslands. Sjóðurinn hefur að markmiði að efla skilning og samstarf, m.a. á sviði menningarmála, milli þessara borga, íbúa þeirra, samtaka og stjórnmálamanna og veita fjárstyrki til verkefna sem þjóna þessum markmiðum Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til verkefna sem tengjast samskiptum milli höfuðborganna og efla tengsl þeirra með einhverjum hætti, t.d. á sviði menningar, fræðslu eða íþrótta. Í umsókn skal lýsa fyrirhuguðum verkefnum ítarlega, fyrirkomulagi þeirra, tímasetningu og kostnaði. Stjórn sjóðsins tekur ákvörðun um úthlutun á árlegum fundi sínum í maí 2023. Umsókn skal beint til: Vestnorræni höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar b.t. skrifstofu borgarstjóra og borgarritara Ráðhúsi Reykjavíkur Tjarnargötu 11 101 Reykjavík Umsóknir berist eigi síðar en föstudaginn 1. apríl 2023 og koma umsóknir sem síðar kunna að berast ekki til afgreiðslu. Umsóknir skal senda á ofangreint heimilisfang eða á netfangið vestnor@reykjavik.is á umsóknareyðublöðum sem nálgast má á vefsíðu Reykjavíkurborgar reykjavik.is/vestnorraeni Upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, Ráðhúsi Reykjavíkur, s. 411 4500. Reykjavík, 15. febrúar 2023 Borgarritari Kommuneqarfik Sermersooq Reykjavík Tórshavnar kommuna Baldur Þórhallsson stjórn- málafræðiprófessor segir njósnabelgi og aðra fljúgandi furðuhluti yfir Bandaríkj- unum kalla á athygli íslenskra stjórnvalda og annarra NATO ríkja. Kínverskir belgir fljúgi yfir norðurslóðir. odduraevar@frettabladid.is Öryggismál Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir kín- verska njósnabelgi senda norður. Þeir kalli á aukið eftirlit í loftrými Íslands og NATO. Eins og fram hefur komið hafa bandarísk stjórnvöld staðfest að fyrsti njósnabelgurinn, sem skotinn var niður yfir Kyrrahafi í síðustu viku, hafi verið kínverskur njósna- belgur. „Enda var hann að f ljúga yfir mjög viðkvæm og mikilvæg hernaðarleg svæði hér í Bandaríkj- unum,“ segir Baldur sem sjálfur er nú staddur í Bandaríkjunum. „Það er ekki enn þá ljóst hvaða tilgangi hinir þrír belgirnir þjón- uðu. Menn vilja ekki fullyrða það enn þá en það vekur samt athygli að að minnsta kosti sumir þeirra hafi verið að fljúga yfir hernaðarleg mikilvæg svæði.“ Baldur segir það vekja grun- semdir um að þeir hafi innihaldið njósnabúnað, þó það hafi ekki verið staðfest og þá berist spjótin aftur að kínverskum stjórnvöldum. „Það hefur líka komið fram í alþjóðlegum fréttum að fyrir svona f imm, sex árum hafi kínversk stjórnvöld ákveðið að auka njósna- getu sína, hvað varðar að geta sent svona loftbelgi til fjarlægari heims- hluta til njósna.“ Kínversk yfirvöld hafi varið heil- miklum fjármunum í þetta á síð- ustu fimm árum. „Það sem menn átta sig ekki á í opinberri umræðu er hversu algengt þetta er að það séu svona belgir sendir á loft sem eru að njósna því að eftir að Bandaríkjamenn upp- götvuðu þennan belg þá stórjuku þeir eftirlit með lofthelginni, með hugsanlegum furðuhlutum í loftinu og kannski þess vegna fundu þeir þessa belgi. Kannski eru þeir bara nokkuð algengir, við bara vitum það ekki.“ Baldur segir belgina yfirleitt koma að norðan. „Þó þeir komi kannski ekki beint yfir íslenska loft- helgi, þá koma þeir að norðanverðu og yfir norðurskautið frá Kína.“ Tæknin sem notuð sé til að fljúga slíkum belgjum og njósna með þeim sé orðin miklu betri en hún var. „Þannig að menn gera ráð fyrir því að eftirlit með þessu muni aukast og þetta er klárlega eitthvað sem íslensk stjórnvöld og NATO ríki þurfa að hafa nánara eftirlit með.“ Baldur segir málið ekki koma vel út fyrir ríkisstjórn Joe Biden. „Það kemur ekkert sérstaklega vel út að þessi fyrsti belgur, sem sam- kvæmt þeim var klárlega njósna- belgur, hafi komist þetta langt og hafi sveimað yfir hernaðarlega mik- ilvægum stöðum í Bandaríkjunum. Enda hafa Repúblikanar núna verið að gagnrýna Biden forseta fyrir að gæta ekki nógu vel að lofthelginni og öryggi bandarískra borgara.“ Þá hafi stjórnvöld talið loftbelg- ina ógna flugöryggi vegna þess hve lágt þeir hafi verið á lofti. Baldur segir ekki loku fyrir það skotið að einhverjir af þessum fljúgandi furðuhlutum muni á endanum reynast hafa raunverulega verið notaðir til veðureftirlits. „Og það getur líka vel verið að einhverjir þeirra hafi ekki átt að fara nákvæmlega þessa leið sem þeir fóru, heldur hafi bara einfald- lega villst af leið og þá benda menn á það að það hefur verið einstak- lega mikið óveður á norðurslóðum undanfarnar vikur og mikill kuldi og það gæti eitthvað hafa ruglað hvert verið er að senda þessa belgi.“ Kínversk stjórnvöld hafa hafnað því með öllu að belgurinn sem skotinn var niður í síðustu viku hafi verið njósnabelgur, heldur hafi þetta verið veðurbelgur. Saka þau Bandaríkin um að hafa sjálf sent njósnabelgi yfir Kína. Baldur segir spurður að lítið sé að marka þessar fullyrðingar. „Ég sá hér í sjónvarpinu í gær að bandarískir sérfræðingar, sem eru ekki á vegum bandarískra stjórn- valda, fullyrða að Bandaríkjamenn hafi aldrei sent neina belgi yfir Kína,“ segir Baldur. „Það er ekkert að marka það sem kínversk stjórnvöld segja í þessu áróðursstríði. Það er bara þannig. Við megum heldur ekki gleyma því að það er engin ástæða til að taka allt sem bandarísk stjórnvöld segja trúanlega, en þau eiga miklu erfið- ara með að skrökva að almenningi vegna eftirlits þingsins. Stjórnvöld og leyniþjónusta leikur sér ekki að því að fara með einhverjar skrök- sögur vegna eftirlits þingsins, þau geta ekki leyft sér það.“ n Stjórnvöld á Íslandi skoði njósnabelgi á norðurhimni Hluti af kínverskum loftbelg sem Bandaríkjamenn skutu niður og fiskuðu upp úr Kyrrahafinu. Fréttablaðið/Getty Það er ekkert að marka það sem kínversk stjórnvöld segja í þessu áróðursstríði. Baldur Þórhalls- son, prófessor í stjórnmála- fræði. benediktarnar@frettabladid.is Tyrkland Tala látinna í Tyrklandi og Sýrlandi í kjölfar jarðskjálfta sem reið yfir í síðustu viku er nú yfir fjörutíu þúsund. Alþjóðaheil- brigðisstofnunin telur að 26 milljón manns þurfi neyðaraðstoð í lönd- unum tveimur. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að um 35 þúsund manns hafi látist í Tyrklandi. Um er að ræða verstu hamfarir þar í heila öld. Yfir 105 þúsund manns eru slas- aðir og liggja þrettán þúsund manns á spítala. Þá hefur Erdogan gefið það út að héðan í frá verði strangari byggingarreglugerðum framfylgt. Í Sýrlandi hafa 5.700 manns látist. Björgunarstarfið gengur erfiðlega í landinu, en borgarastyrjöld hefur sett innviði landsins í rúst. Samkvæmt Sameinuðu þjóð- unum hafa um níu milljón Sýr- lendinga orðið fyrir áhrifum jarð- skjálftans. Í gær fór fyrsta birgðasending af nauðsynjavörum inn á sýrlenskt landsvæði sem er undir stjórn stjórnarandstæðinga í landinu. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, samþykkti að opna tvær nýjar tímabundnar landamærastöðvar milli Tyrklands og Sýrlands, þar sem mannúðaraðstoð getur borist til landsins hratt og örugglega. n Fórnarlömbum jarðskjálftans fjölgar Yfir 41 þúsund manns hafa látist í kjölfar jarðskjálftans. Fréttablaðið/ Getty Fréttablaðið Fréttir 715. Febrúar 2023 MiÐViKUDAGUr

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.