Fréttablaðið - 15.02.2023, Side 8

Fréttablaðið - 15.02.2023, Side 8
Framtaks- sjóður eins og Alfa væri ekki að leggja fram tilboð í fyrirtækið nema þar væru tækifæri. Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmda- stjóri Alfa Fram- taks Svipmynd | Bjarni Már segir það eitt af sínum markmiðum að lækka eigin forgjöf í sumar, sem og að bæta aðstöðuna í Golfstöðinni til að geta tekið á móti fleiri golfurum. MYND/AÐSEND Bjarni Már Ólafsson Nám: Sjúkraþjálfari og TPI golfstyrktar- þjálfari Störf: Sjúkraþjálfari og einkaþjálfari í Hreyfingu, eigandi og fram- kvæmdastjóri Golfstöðvarinnar í Glæsibæ Fjölskylduhagir: Kvæntur Elfu Ólafsdóttur og á 3 ára dreng og 5 mánaða dóttur. Bjarni Már segist kunna því vel að stjórna eigin vinnutíma í tengslum við Golfstöðina sem hann opnaði á síðasta ári. Það hafi þó þann ókost að erfitt geti verið að slíta sig alfar- ið frá vinnunni. Bjarni stefnir að því að fjölga gæðastundum með fjöl- skyldunni þegar fram líða stundir.   Hver eru þín helstu áhugamál? Ég er ansi upptekinn af golfinu. Mér finnst líka svakalega gott að komast í sveitina til foreldra minna, að smíða eitthvað eða að vera í verk- legum framkvæmdum. Skotveiði og karlakórinn Esja! Nærðu að halda jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs? Já og nei, ég stjórna mínum vinnutíma sjálfur og næ því yfir- leitt góðum tíma með fjölskyld- unni en á móti er erfitt að losa sig alveg frá vinnunni. Ég er með hana í kollinum alla daga og vinn mikið á kvöldin eftir að börnin eru sofnuð. Hver er helstu verkefnin fram undan? Ég ætla að halda áfram að fullklára sjúkraþjálfunaraðstöðuna mína í Golfstöðinni og halda áfram að bæta aðstöðuna. Þá get ég farið að taka við fleiri golfurum í sjúkraþjálfun, hugs- unin er sú að golfarar hafi allt til alls í Golfstöðinni til að verða betri í golfi eða til að vinna sig frá meiðslum. Ég tek á móti fólki í sjúkraþjálfun eða í hreyfigreiningu til að meta líkam- legt ástand, hvort sem það er um einhver meiðsli að ræða eða einfald- lega löngun til að bæta högglengd eða úthald í golfi. Í framhaldi af því getur fólk komið í þjálfun til mín í líkamsræktarstöðina Hreyfingu sem er við hliðina eða fengið sendar æfingar til að gera annars staðar. Hvers hlakkarðu mest til þessa dagana? Það er alltaf nóg að hlakka til. Ég er spenntur að halda áfram að bæta við mig menntun í kringum golf-styrktar- og sjúkraþjálfun. Ég er spenntur að ná að klára allt sem mig langar að gera enn betra í Golf- stöðinni. Ég er spenntur að spila golf í sumar, mitt fyrsta ár sem meðlimur í Golfklúbbnum Oddi, og lækka for- gjöfina. Ég á líka fram undan golf- ferð með GB-ferðum til Bretlands og kórferð til Ítalíu og hlakka mikið til. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Með lága forgjöf, þekktur af flest- um golfurum landsins og kannski þó víðar væri leitað fyrir að skila góðum árangri í þjálfun golfara. Með nægan frítíma sjálfur fyrir fjöl- skyldu og öll áhugamálin og í góðu líkamlegu standi. Nú er bara að stuðla að þessu, hver er sinnar gæfu smiður. n Kann best við sig í sveitinni xxxxx Ég er spenntur að halda áfram að bæta við mig menntun. Framkvæmdastjóri Alfa Framtaks telur mikilvægt að hluthafar Origo átti sig á að seljanleiki bréfa þeirra muni minnka verulega með aðkomu Alfa að félaginu. Yfir- tökutilboð Alfa í allt hlutafé Origo rennur út í næstu viku. ggunnars@frettabladid.is Framtakssjóður í stýringu Alfa Framtaks lagði fram valfrjálst til- boð í allt hlutafé Origo í janúar síð- astliðnum. Tilboðið var lagt fram í nafni AU 22 ehf. sem fer með um 29,9 prósent af heildarhlutafé og atkvæðisrétti í Origo nú þegar. AU 22 er að fullu í eigu Umbreytingar II sem er framtakssjóður í rekstri Alfa Framtaks. Í tilkynningu kom fram að Alfa Framtak telji eðlilegt að óskað verði eftir að félagið verði skráð úr kaup- höllinni. Þannig skapist nauðsyn- legur sveigjanleiki fyrir þær breyt- ingar sem framtakssjóðurinn telur að ráðast þurfi í innan félagsins. Gunnar Páll Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Alfa Framtaks, segir umbreytingaferli fram undan hjá Origo í kjölfar sölunnar á Tempo og því henti ekki að félagið sé skráð á markað að svo stöddu. Gunnar segir Origo mjög spenn- andi félag og fjárfestingarkost. Framtakssjóður eins og Alfa væri ekki að leggja fram tilboð í fyrir- tækið nema þar væru tækifæri. „Tilboð okkar til hátt í þúsund hluthafa Origo rennur út í hádeg- inu á miðvikudaginn í næstu viku. Við höfum fylgt reglum um skyldu- bundið tilboð og munum því ekki þurfa að gera hluthöfum annað tilboð á meðan við förum með ráð- andi hlut í félaginu. Þetta er mikilvægur punktur í heildarsamhenginu því ég tel brýnt að hluthafar átti sig á að seljanleiki hlutabréfa þeirra mun minnka verulega með okkar innkomu,“ segir Gunnar. Tilboðsverð A lfa Framt ak s hljóðar upp á 101 krónu á hlut, sem Gunnar segir 14,4 prósent yfir vegnu meðalverði hlutabréfa í Origo frá því hugbúnaðarfyrirtækið Tempo var selt út úr félaginu. Gunnar segir jafnframt ljóst að hluthöfum muni fækka verulega þegar niðurstöður tilboðsins liggja fyrir. „Vegna þessa lága fríflots bréfa á markaði og smæðar Origo þá er við- búið að viðskipti verði stopul með bréfin í framhaldinu. Seljanleiki bréfa mun svo minnka enn meira ef félagið verður afskráð úr Kaup- höllinni.“ Gunnar segir það eðli framtaks- sjóða almennt að halda hlutabréf- um sínum óhreyfðum í mörg ár. „Við erum hefðbundinn fram- takssjóður hvað það varðar. Við erum alla jafna ekki að versla með bréf þeirra félaga sem við eigum í yfir eignarhaldstíma okkar,“ segir Gunnar. Origo greiddi út 24 milljarða króna til hluthafa með lækkun hlutafjár í byrjun desember eftir tæplega 28 milljarða króna sölu á eignarhlut sínum í Tempo. Mark- aðsvirði Origo miðað við 101 krónu tilboðsverðið nemur 14,1 milljarði króna. n Seljanleiki hlutabréfa Origo mun minnka Origo greiddi út 24 milljarða króna arð til hluthafa með lækkun hluta- fjár í byrjun desember síðastliðins. MYND/AÐSEND Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri Alfa Framtaks, segir ljóst að hluthöfum í Origo muni fækka verulega þegar niðurstöður tilboðs í félagið liggja fyrir í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR 8 marKaðurinn FRÉTTABLAÐIÐ 15. FeBRúAR 2023 miðViKuDaGur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.