Fréttablaðið - 15.02.2023, Side 11

Fréttablaðið - 15.02.2023, Side 11
Þetta er stór áfangi í að ná markmiðum um kolefnishlutleysi. Árið 2022 var eitt viðburðaríkasta árið í sögu Símans. Orri Hauksson, forstjóri Símans. Framkvæmdastjóri vöru- stjórnunar hjá Coca Cola á Íslandi segir nýja framleiðslu- línu fyrirtækisins skila mun umhverfisvænni vörum. Fjárfestingin hljóðar upp á 1,2 milljarða króna. ggunnars@frettabladid.is Gert er ráð fyrir að fyrstu plastflösk- urnar renni í gegnum nýja fram- leiðslulínu Coca Cola á Íslandi í byrjun næsta mánaðar, en uppfærsla á þessum mikilvægasta tækjabúnaði fyrirtækisins hefur staðið yfir um nokkurt skeið. Nýja línan leysir af hólmi yfir 40 ára gamla framleiðslulínu fyrirtæk- isins og segir Kristín Vala Matthías- dóttir, framkvæmdastjóri vöru- stjórnunarsviðs, að um heilmikil tímamót sé að ræða hjá fyrirtækinu. „Þetta er tímabær uppfærsla og mjög gleðilegt því afraksturinn verður að okkar viðskiptavinir og neytendur fá í hendurnar mun umhverfisvænni vöru. Það er stóra ástæðan fyrir því að við erum að ráðast í þessa fjárfestingu.“ Kristín segir nýja hátæknibúnað- inn ekki bara spara orku heldur hafi hann í för með sér að minna plast og vatn þurfi við framleiðsluna. Heildarfjárfesting Coca Cola á Íslandi í tengslum við tækjakaupin og uppsetningu er um 1.200 millj- ónir króna. Þetta er því ein stærsta fjárfestingin sem fyrirtækið hefur lagt í frá upphafi. Hlutfall innlendrar framleiðslu í vöruframboði Coca-Cola á Íslandi er um 60 prósent en í verksmiðjum fyrirtækisins í Reykjavík og á Akur- eyri starfa yfir 100 manns. Kristín segir að sjálf uppsetning framleiðslulínunnar fari fram nú í febrúar en síðan sé stefnt að því að hefja framleiðsluna. „Verkefnið hefur verið tvö ár í undirbúningi enda um tæknilega flókið verkefni að ræða sem krefst töluverðrar breytingar á húsnæði og skipulagningar til að koma í veg fyrir að vörur skorti á markað hér á landi á meðan skiptin eiga sér stað,” segir Kristín Vala. Hún segir fjárfestinguna færa fyrirtækið áratugi fram í tímann hvað varðar vinnulag og öryggi starfsfólks. Hún tryggi einnig gæði og stöðug- leika í framleiðslu hér á landi. „Þetta er stór áfangi í að ná mark- miðum um kolefnishlutleysi fyrir- tækisins. En í henni felst meðal ann- ars að draga úr heildarlosun í allri aðfangakeðju fyrirtækisins um 30 prósent fyrir árið 2030 og að ná kol- efnishlutleysi fyrir árið 2040,“ segir Kristín Vala. n Meira en milljarður í grænni framleiðslu Með arðgreiðslu á þessu ári mun Síminn hafa greitt hluthöf- um sínum nær 50 milljarða í arð vegna sölunnar á Mílu. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmda- stjóri vöru- stjórnunarsviðs Coca Cola, segir fjárfestinguna færa fyrirtækið áratugi fram í tímann. MYND/AÐSEND Kaup, sala og samruni fyrirtækja. • Verðmat • Ráðgjöf og undirbúningur fyrir sölumeðferðir • Milliganga um fjármögnun • Samningagerð kontakt@kontakt.is | 414 1200 |Ránargata 18, 101 Reykjavík www.kontakt.is Kaup, sala og samruni fyrirtækja • Verðmat • Ráðgjöf og undirbúningur fyrir sölumeðferðir • Milliganga um fjármögnun • Samningagerð olafur@frettabladid.is Síminn hagnaðist um 670 milljónir á fjórða ársfjórðungi 2022, að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Hagn- aður af áframhaldandi starfsemi nam 381 milljón samanborið við 310 milljónir á sama tímabili 2021. Tekjur á fjórða ársfjórðungi 2022 námu 6,2 milljörðum samanborið við 6,5 milljarða á sama tímabili 2021. Tekjusamdráttur skýrist af því að vörusala búnaðar dróst saman um fjórðung, auk þess sem sala á fjar- skiptabúnaði til Mílu dróst saman milli ára. Tekjuvöxtur af kjarna- vörum félagsins er 4,2 prósent. Hrein fjármagnsgjöld námu 389 milljónum á fjórða ársfjórðungi 2022 en námu 13 milljónum á sama tímabili árið á undan. Undir fjár- magnsliðum er nú færð neikvæð gangvirðisbreyting skuldabréfs vegna sölu Mílu sem nemur 382 milljónum. Vaxtaberandi skuldir samstæðu Símans, að leiguskuldbindingum meðtöldum, námu 8,9 milljörðum í árslok 2022 en voru 8,3 milljarðar í árslok 2021. Handbært fé var 3,7 milljarðar á móti 3,5 milljörðum ári fyrr. Eiginfjárhlutfall Símans var 68,9 prósent í árslok 2022 og eigið fé 35,3 milljarðar. „Árið 2022 var eitt viðburðarík- asta árið í sögu Símans,“ segir Orri Hauksson, forstjóri félagsins. „Eitt það ánægjulegasta fyrir hluthafa var rekstrarafkoman síðustu mánuði ársins, sem leiddi til þess að niður- staða ársins var sú besta í rekstrar- sögu félagsins, þótt horft sé fram hjá hagnaði af sölu Mílu.“ Hann segir jákvætt að viðskiptin hlutu á endanum samþykki sam- keppnisyfirvalda og að sölunni lokinni standi Síminn sem sterkt, eignalétt þjónustufélag. Í nóvember á síðasta ári fengu hluthafar Símans rösklega 30 milljarða arðgreiðslu af söluandvirði Mílu. Stjórn félags- ins hefur ákveðið að greiða tæpa 16 milljarða til viðbótar til hluthafa á þessu ári fremur en leita fjárfesting- artækifæra á eigin spýtur. n Söluandvirðið greitt út til hluthafa Fréttablaðið Markaðurinn 1115. Febrúar 2023 MiðVikuDaGur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.