Fréttablaðið - 15.02.2023, Page 12

Fréttablaðið - 15.02.2023, Page 12
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is halldór Frá degi til dags Ég vil helst ekki vita af ellefu ára börnum að horfa á klám en ég veit samt af þeim. Ráðherrar einstakra málaflokka eru ein- spilarar á velli, þar sem ekkert leikskipu- lag virðist ríkja. Lovísa Arnardóttir lovisaa @frettabladid.is Núverandi ríkisstjórn hefur setið við stjórnvölinn í tæp sex ár. Sjálfskipuð einkennisorð hennar hafa verið efnahagslegur stöðugleiki og pólitískur friður. Á landsþingi Viðreisnar nú um helgina kom saman öflugur hópur fólks sem hafnar þessari skapandi túlkun ráðherranna á eigin stjórnartíð – og réttnefnir meintan frið kyrrstöðu. Kyrrstaða sem á endanum er svikalogn. Efnahagsvandinn er marglaga. Það logar einfald- lega allt stafnanna á milli í deilum. Vart skiptir máli hvar gripið er niður. Kjaradeilur eru orðnar að dómsmálum, van- traustsyfirlýsingar daglegt brauð. Ráðherrar ein- stakra málaflokka eru einspilarar á velli, þar sem ekkert leikskipulag virðist ríkja. Seðlabankastjóri bendir ítrekað á það ófremd- arástand sem skapast hefur í ríkisfjármálunum og á vinnumarkaði. Það þó að sjómenn og útgerðin skrifuðu undir samning til næstu tíu ára. Sem er fagnaðarefni. En stöldrum við, hvernig verða svona 10 ára samningar til á Íslandi? Á því er einföld skýring. Viðsemjendur sjómanna, útgerðirnar, eru nefnilega fyrirtæki í forréttindaheimi 300 stærstu fyrirtækja landsins, sem gera upp í stöðugum gjaldmiðli - og geta leyft sér að gera áætlanir fram í tímann. Skúr- ingafólk, kennarar, strætóbílstjórar og skrifstofu- fólk er á sama tíma neytt til að gera upp í íslenskum krónum. Ríkir einhver sérstakur friður um það að venju- leg, íslensk heimili séu neydd í hlutverk spákaup- manna á gjaldeyrismarkaði til að verða ekki undir? Er friður um það að þeir sem eiga mest, tapa minnst þegar á móti blæs? Viðreisn vill að fólkið sem ákveður nú hvort það taki yfirdrátt til að borga af óverðtryggðu lánunum sínum eða breyti þeim í verðtryggð, hvar eigna- myndun er nánast engin – fái líka að ákveða hvort þau vilji yfir höfuð áfram vera föst í krónuhagkerfi. Atkvæði greitt Viðreisn er skref í þá átt. Og þá fyrst stefnum við í átt pólitísks friðar og efnahagslegs stöðugleika til framtíðar á Íslandi. n Það er ekki jafnt gefið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ser@frettabladid.is Þrjátíu og sjö Þau tíðindi berast af vef Stjórnar- ráðsins að ekki færri en þrjátíu og sjö sálir sækist nú eftir stöðu upplýsingafulltrúa viðskipta- ráðuneytisins. Það má ekki minna vera í ljósi þess að ríkið sogar nú til sín vinnuaflið á Íslandi sem aldrei fyrr – og stendur einkaframtakinu svo langtum framar í mannaráðn- ingum að annað eins hefur aldrei sést. Það væri því við hæfi – og alveg í takti við þessa þróun – að ráðherra málaflokksins réði alla umsækjendurna. Það má ekkert minna vera, svona í ljósi þess að sjóðir ríkisins eru augljós- lega óþrjótandi þegar kemur að launagreiðslum. Tuttugu og eitt Tuttugu og eitt prósent og lítið eitt betur varð fjölgun ríkis- starfsmanna frá 2015 samkvæmt nýjum útreikningum Félags atvinnurekenda, en þar á bæ ranghvolfa menn í sér augunum yfir flóði fólks úr einkageiranum yfir til hins opinbera. Og vel að merkja, á sama tíma hefur starfs- mönnum á almenna vinnumark- aðnum fjölgað um þrjú prósent. Þarna er nokkur munur á. 21:3. Og toppar það 14:2 martröðina svo um munar. Og hvað ætli 11.400 nýir ríkisstarfsmenn kosti sameiginlega sjóði landsmanna? Og hver ætli verðmætasköp- unin af þessum fjölda sé, svona í krónum talið? Sjálfstæðismenn í fjármálaráðuneytinu hljóta að geta reiknað það út … n „Kraftur og fjölskyldan mín hafa komið mér í gegnum þetta“ Kolluna upp fyrir mig,stelpukraft og lifidernuna.is fjölskylduna! Það þarf að tala meira um klám. Samkvæmt rannsóknum sjá börn allt niður í sex og sjö ára klám óvart á netinu og vísbendingar eru um að fyrsta áhorf barna á klám sé í kringum 11 ára aldur. Ég vil helst ekki vita af ellefu ára börnum að horfa á klám en ég veit samt af þeim og vil þá frekar að eitt- hvað sé gert í því. Skiljanlega veldur þessi þróun mörgum foreldrum og forráðamönnum barna miklum áhyggjum. Gleymum því ekki að skaðlegar afleiðingar klámáhorfs geta verið miklar og langvarandi og sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Sama hvað þér finnst um klám þá er ekki hægt að neita því að mikið áhorf á klám getur breytt viðhorfum fólks til sjálfsmynd- ar sinnar, til kynjahlutverka og til kynlífs. Það getur haft áhrif á það hvar fólk setur mörk sín í kynlífi og að annað fólk virði ekki þessi mörk. Það þarf að taka alvarlega. Fyrir þrettán árum skrifaði ég meistara- ritgerð um skaðleg áhrif kláms og hvort að klám sé í raun mannréttindabrot. Þetta var ákaflega skemmtileg vegferð í meistara- námi mínu í Lundúnum sem ég tók ekkert lengra en hef alltaf áhuga á. En umræðan um klám hefur breyst mikið síðan þá og heimurinn líka. Ritgerðin mín er líklega löngu úrelt því ekki er efnið bara aðgengi- legra heldur er líka auðveldara að búa það til. Við erum öll með myndatökuvél í vas- anum sem framleiðir efni í miklum gæðum ef við viljum. Sama tæki er líka með aðgang að interneti og á sama tíma að klámi. Efni sem er í dag einmitt miklu grófara  og of beldisfyllra en þegar ég skrifaði ritgerðina mína. Börn eru með sama tæki í vasanum en munurinn á þeim og okkur, fullorðna fólkinu, er að þau eru ekki með vitneskju okkar og reynslu. Þau vita ekki hvað býr að baki framleiðslunni eða að raunveruleikinn er ekki eins og hann birtist þeim þarna. Það þarf því að ræða þetta. Miklu meira og við miklu f leiri. En það vitum við svosem, og höfum vitað í langan tíma. En það er eitt að vita eitthvað og svo annað að gera eitthvað í því. Það er ekkert auðvelt verk að ræða þessa hluti við börn og ungmenni en það er gríðarlega mikilvægt. Foreldrar og forráða- menn hafa margir saknað leiðbeininga sem hafa verið illfáanlegar en það breyttist í gær þegar Stígamót gáfu út leiðbeiningar um hvernig sé gott að taka þetta samtal við börn og ungmenni. Leiðbeiningarnar eru hér. Hefjum nú sam- talið fyrir alvöru. Það er nóg í húfi. n Tölum um klám 12 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 15. FeBRúAR 2023 MIðVIkuDAGuR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.