Fréttablaðið - 15.02.2023, Page 14

Fréttablaðið - 15.02.2023, Page 14
Íslenskur banka- markaður hefur samt því miður alltaf verið fákeppnismarkaður. Þessi fákeppni bitnar á heimilunum og fyrir- tækjum í landinu. Það er furðulegt og sorglegt að störu- keppni Landsnets og bæjar- stjórnar Voga sé hápunktur umræð- unnar um trygga innviði á Reykjanesi á eldsum- brota- tímum. Þann sextánda janúar bilaði eld- ingavari við Fitjar með þeim afleið- ingum að nánast allt Reykjanesið varð rafmagnslaust. Nú geta hlutir bilað og það getur komið upp raf- magnsleysi en það sem kom á óvart var að aðrir innviðir héngu á sömu spýtu. Þegar hafði verið rafmagns- laust í 2 klukkutíma var þráðlaust net farsímakerfa orðið óvirkt. Um leið og það varð rafmagnslaust datt heitt og kalt vatn út. Þessi eldinga- vari gerði okkur íbúum Suðurnesja þann greiða að sýna okkur hversu viðkvæmt innviðakerfi við búum við og hvað lítið þarf í raun og veru til þess að allt svæðið verði óbyggi- legt. Fyrir tæplega 2 árum, þann 19. mars 2021 hófst eldgos við Fagradals- fjall. Með því lauk aldalöngu goshléi á Reykjanesi. Með þessu gosi varð ljóst að allt væri breytt á svæðinu, það yrði að endurhugsa alla innviði og reyna að fara í ítarlega skoðun á því hvernig tryggja megi að nauð- synlegir innviðir haldist nothæfir sem lengst við eldsumbrot því það er næsta víst að næst verðum við ekki eins heppin með staðsetningu og umfang eldsumbrota og það mun halda áfram að gjósa. Sú umræða sem átt hefur sér stað um innviði og áhættu af eldsum- brotum hefur aðallega snúist um tvennt, sem ég held að bæði séu smáatriði í stóra samhenginu. Ann- ars vegar hefur átt sér stað töluverð umræða um hvort rétt sé að byggja nýjan flugvöll í útjaðri þess svæðis sem talið er að hraun geti runnið. Flestir hafa notað eldsumbrotin til að byggja undir þá skoðun sem þeir höfðu fyrir, en staðsetning flug- vallar getur ekki talist mikilvægt atriði í því stóra samhengi sem inn- viðir á Reykjanesi eru. Hitt atriðið sem hefur mikið verið rætt er að Landsnet telur það enn þá vera góða hugmynd að tryggja orkuöryggi á Reykjanesi með því að byggja aðra rafmagnslínu við hliðina á þeirri gömlu. Nú er ég ekki sérfræðingur í rafmagnslínum og hraunflæði en ég á erfitt með að sjá fyrir mér að það sé viðunandi lausn til að tryggja virkni innviða á virku eldsumbrota- svæði. Það er furðulegt og sorglegt að störukeppni Landsnets og bæjarstjórnar Voga sé hápunktur umræðunnar um trygga innviði á Reykjanesi á eldsumbrotatímum. Það hlýtur að vera mikilvægara að huga að því hvernig má tryggja að við missum ekki samband við umheiminn um leið og eitthvað bjátar á. Það hlýtur að vera hægt að tryggja að hitaveita á öllu svæðinu hangi ekki á einum eldingavara eða á Suðurnesjalínu. Það hlýtur að vera aðkallandi að tvöfalda leiðir allra aðfanga svo svæðið allt sé ekki dottið út um leið og eldsumbrotin gera okkur grikk á einum stað. Algjört niðurfall innviða eins og átti sér stað sextánda janúar gera svæðið í heild sinni óbyggilegt á nokkrum sólarhringum. Og varla er flóttamannastraumur allra íbúa Suðurnesja spennandi tilhugsun. n Brothættir innviðir á Reykjanesi og furðuumræða Jóhannes Pétur Héðinsson MPM Um fjórðungur íslenskra lántak- enda hefur tekið á sig vaxtahækk- anir af fasteignalánum af fullum þunga. Nokkur þúsund heimili losna auk þess undan föstum vöxt- um á óverðtryggðum lánum á þessu ári og eiga ekki von á öðru en að greiðslubyrði þeirra muni þyngjast hraustlega. Og fjölmörg heimili flýja núna aftur yfir í verðtryggð lán til þess að milda höggið af vaxta- hækkunum. Við þessar erfiðu aðstæður ættu heimilin að hafa áhuga á öllum til- lögum sem geta aukið samkeppni milli banka og þannig bætt stöðu lántakenda. Þannig ættu stjórnvöld alveg sérstaklega að vera vakandi fyrir því að tryggja virka samkeppni og þannig hagsmuni neytenda. Þegar fjármálaráðherra svaraði því hvernig honum litist á möguleg- an samruna Íslandsbanka og Kviku sagði hann að honum litist ágæt- lega á samrunann. Hann minntist sérstaklega á að honum litist vel á allt sem væri til þess fallið að bæta lánskjör sem á að geta skilað sér líka til heimila og fyrirtækja. Hann sagði þó um leið að á hinni vog ar skál inni er auðvitað minni sam keppni, færri aðilar á markaði en bætti svo við að það væru tak mörk fyr ir því hvað okk ar sam fé lag bæri marg ar stór ar fjár mála stofn an ir. Íslenskur bankamarkaður hefur samt því miður alltaf verið fákeppn- ismarkaður. Þessi fákeppni bitnar á heimilunum og fyrirtækjum í landinu. Samkeppniseftirlitið hefur gengið svo langt að lýsa stöðunni þannig að þrír stærstu bankarnir séu í sameiginlegri markaðsráðandi stöðu. Sú staða hefur ekki reynst sérstaklega hagstæð fyrir almenn- ing. Hverjir eru það þá sem eru lík- legastir til að njóta ábata af þeim samruna sem nú er verið að ræða? Það eru hluthafarnir. Í því sambandi verður að taka með í reikninginn að ríkið á sjálft 42,5% hlut í Íslandsbanka. Íslenska ríkið gæti þess vegna beitt neit- unarvaldi á samrunann á hlut- hafafundi. En þetta neitunarvald er hins vegar í höndum Bankasýslu ríkisins sem f jármálaráðherra boðaði með fréttatilkynningu að hann ætlaði að leggja niður og inn- leiða eitthvert annað fyrirkomulag. Nýtt fyrirkomulag hefur enn ekki litið dagsins ljós en umboðsvandi Bankasýslunnar blasir því við. Bankasýslan hefur það verkefni samkvæmt lögum að fara með atkvæði ríkisins á hluthafafundum. Bankasýslan hefur líka það hlutverk að efla og styrkja samkeppni á fjár- málamarkaði. Stofnunin þarf því að athuga hvort það verð sem hluthaf- ar Íslandsbanka fái við samruna sé ásættanlegt – en þar þarf ekki síður að meta neikvæð áhrif á samkeppni. Þarna vegast sem sagt á hagsmunir um verð og samkeppni. Hagræðing og samkeppni. Almenningur hefur meiri hagsmuni af samkeppni en hlutabréfaverði. Orð fjármálaráðherra um ágæti samrunans benda til að hann hafi þegar gert upp hug sinn. Almenn- ingur finnur nú verulega fyrir hækk- unum á matvöru, þungum áhrifum verðbólgu og hærri vöxtum. Þessi staða bitnar mest á ungum fjöl- skyldum. Er mögulegt við þessar aðstæður að fákeppni sé tekin fram yfir virk- ari samkeppni? Eða að hærra hluta- bréfaverð trompi hagsmuni heimila og fyrirtækja af samkeppni á banka- markaði? Er það raunveruleikinn sem við viljum búa fjölskyldum á Íslandi? n Friður um fákeppni Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar 14 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 15. FeBRúAR 2023 MIðVIkuDAGuR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.