Fréttablaðið - 15.02.2023, Síða 16

Fréttablaðið - 15.02.2023, Síða 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. thordisg@frettabladid.is „Snjóbretti eru mitt líf og yndi, og minn stærsti draumur að ná sem lengst í íþróttinni. Því hef ég ákveðið að leggja allt í sölurnar og gera nákvæmlega allt sem þarf til að láta drauminn rætast.“ Þetta segir Vildís Edwins, atvinnukona á snjóbretti og ein af fyrstu stelpunum sem komst í landslið snjóbretta á Íslandi. „Jú, nafnið mitt Vildís er fremur sjaldgæft. Langafi minn, Krist- mann Guðmundsson rithöfundur, notaði nafnið í skáldsögu sinni, Ármann og Vildís. Seinna nefndi hann dóttur sína Vildísi, en hún var amma mín og ég er skírð í höf- uðið á henni,“ greinir Vildís frá. Í snjóbrettaskóla í Svíþjóð Vildís er uppalin í Garðabænum. Hún er 21 árs síðan í fyrra og býr nú í skíðabænum Åre í Svíþjóð. „Ég var ellefu ára þegar ég steig fyrst á snjóbretti. Þá hafði ég fengið bretti að gjöf og Ísarr bróðir dró mig út í brekkuna fyrir utan gömlu íbúðina okkar og kenndi mér að renna mér. Ég náði frekar f ljótt tökum á snjóbrettinu og f ljótlega fékk ég að fara með Ísari í parkið þar sem ég varð heltekin af öllu því sem þar var hægt að gera á brettunum,“ segir Vildís og vísar í snjóbrettagarðana í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli á Akureyri. Á unglingsárunum byrjaði Vildís svo að æfa snjóbretti hjá Brettafélagi Hafnarfjarðar. „Ísarr bróðir sagði miklu meira kúl og töff að vera á snjóbretti en skíðum. Á þeim árum langaði mig alltaf til að vera eins og Ísarr og byrjaði bara að mæta á æfingar. Það er svakalega góð líkamsrækt að vera úti að renna sér og leika í parkinu, en til að byrja með eru snjóbretti talsvert erfiðari við- fangs en skíði,“ segir Vildís. Seinna f lutti hún til Svíþjóðar til að stunda nám í snjóbretta- skólanum Liljaskolan þar sem hún lagði líka stund á næringarfræði og einkaþjálfun. „Eftir útskrift frá Liljaskolan ákvað ég að búa áfram í Åre til að geta rennt mér alla daga og eiga möguleika á þátttöku í f leiri keppnum. Það getur verið erfitt að iðka snjóbretti á Íslandi því svæðin til þess eru svo fá, en í Svíþjóð eru snjóbrettagarðar á nánast öllum skíðasvæðum,“ upp- lýsir Vildís, sem nú starfar sem atvinnukona á snjóbrettum. „Í því felst að vinna í snjó- brettaferlinum, æfa, filma, keppa og vera virk á samfélagsmiðlum fyrir styrktaraðila sem hjálpa mér mikið. Þetta er dýrt sport og ekkert svakalega mikill peningur í því, svo yfirleitt vinn ég sem mest yfir sumartímann til að eiga nóg fyrir veturinn.“ Áhyggjuleysi og lífsgleði Vildís segir snjóbrettamennsku vera lífsstíl þar sem vinir eru f lestalla daga í fjallinu að renna sér saman. Spurð hvað einkenni brettafólk svarar Vildís: „Þetta er upp til hópa svalt, áhyggjulaust og lífsglatt fólk sem nýtur þess að leika sér. Ég held að f lestir sem lifa og hrærast í snjóbrettaheiminum þekki þá ómældu gleði sem maður upplifir á brettinu og vilji dreifa henni sem víðast. Það myndast einfaldlega geggjuð stemning í kringum vini og fólk sem stundar snjóbretti.“ Helstu fyrirmyndir Vildísar á brettum eru snjóbrettakapparnir Ísarr Edwins og Ylfa Rúnarsdóttir. „Ylfa hefur gert svo mikið í snjóbrettaheiminum og takmark mitt að verða jafn góð og hún einn daginn,“ segir Vildís. Það var líka Ísarr sem kenndi Vildís með verðlaunaféð eftir að hafa sigrað sænska meistaramótið í brettafimi (e. slopestyle) í fyrra. MYNDiR/GUSTAF RÖNNiNG Stórir stökkpallar geta verið ógnvekjandi en Vildís hefur dug til að láta vaða. Vildís er einkar sterk í hvers kyns snjóbrettakúnstum á svokölluðum rails. Vildís segir snjóbrettamennsku skemmtilegan lífsstíl og að í kringum brettafólk myndist geggjuð stemning. Vildísi helstu trixin á brettinu og það gerir hann enn í dag. „Ísarr er alltaf til í að hjálpa þegar ég vil læra nýtt. Hann er minn helsti stuðningsmaður, ásamt mömmu og pabba. Við systkinin búum bæði í Åre og verjum miklum tíma saman í fjallinu sem og utan þess. Við vorum nú ekki alltaf bestu vinir á uppvaxtarárunum og rifumst oft svakalega en þegar við urðum eldri hættum við að ergja hvort annað og urðum góðir vinir. Við styðjum hvort annað og höfum haldið vinskap í gegnum öll rifrildi enda gott að hafa hugfast að systkini eru samferða manni í gegnum lífið. Því þarf maður að leggja sig fram um að halda góðum samskiptum.“ Vann sænska meistaramótið Vildís er nýkomin úr keppnisferð með íslenska landsliðinu til Font- Romeu í Frakklandi. Þar keppti hún í fyrsta sinn á stóra evrópska meistaramótinu Euro Cup og náði góðum árangri, eða 16. sæti. „Mín helstu afrek í sportinu hingað til er keppnisárangur minn á síðasta tímabili. Ég stóð þá uppi sem sigurvegari á sænska meistaramótinu í brettafimi (e. slopestyle) og varð önnur af þeim allra bestu í „Swedish Slopestyle Tour“. Sjálfri finnst mér mesta afrekið að hafa komist í landslið snjóbretta á Íslandi og verða ein af fyrstu stelpunum til þess. Ég hafði keppt og unnið að því mjög lengi og því var geggjað að komast þangað inn,“ segir Vildís. Hún vinnur nú að því hörðum höndum að komast á Vetraról- ympíuleikana á Ítalíu 2026. „Það kostar þrotlausar æfingar. Ég þarf fyrst að keppa á fjölmörg- um Evrópumótum til að ná í nógu mörg stig til að geta keppt á heims- meistaramótum og á þeim þarf ég að safna nógu mörgum stigum til að uppfylla tilskildar kröfur til að komast á Ólympíuleikana. Til að ná árangri í snjóbrettasportinu þarf fyrst og fremst viljann til að gera allt sem þarf, mæta í fjallið á hverjum degi til að æfa sig, og ferðast langt og stundum ein síns liðs til að læra nýja hluti og keppa á stórmótum. Ég er aldeilis upplögð í það og fæ aldrei leiða á því að vera á brettinu. Töfrar snjóbretta- mennskunnar felast í því að geta alltaf prófað eitthvað nýtt, en líka því að gleyma sér á brettinu og njóta þess út í það óendanlega.“ Nær að sigrast á óttanum Kúnstir snjóbrettafólks virðast oft æði glæfralegar. „Já, og það þarf iðulega mikið hugrekki til að þora að fram- kvæma öll stóru trikkin, eins og að hoppa fram af meira en sextán metra háum pöllum og snúa sér í hringi í loftköstum. Það er í raun og veru mjög ógnvekjandi en þá þarf maður bara að þora og prófa. Sjálf er ég oft mjög hrædd frammi fyrir því að prófa nýja hluti, sérstaklega á stórum og háum pöllum, en vanalega kemst maður fljótt yfir hræðsluna. Í slíkum aðstæðum er ég meðvituð um hæfileika mína til að gera það sem þarf og tel í mig kjark með því að segja við sjálfa mig að ég þurfi bara að þora, en líka að ég muni seinna sjá eftir því að hafa ekki látið vaða á meðan ég gat það,“ segir Vildís. Hennar helstu styrkleikar í snjó- brettasportinu eru ýmiss konar kúnstir á svokölluðum „rails“. „Mér finnst það skemmtilegra en að hoppa. Mér þykir líka gaman á hjólabretti en finnst það erfiðara en á snjóbretti. Jafnvægiskúnst- irnar eru þær sömu en hjólabrettin vekja með mér ögn meiri ótta.“ Vildís segir nánast ómögulegt að slasast ekki í snjóbrettasportinu og hefur sjálf brotið nokkur bein. „Trikkin sem við gerum eru hættuleg, en það er bara gaman. Pabbi er aðeins afslappaðri en mamma þegar kemur að brettun- um og ég heyri oftar á mömmu að hún er áhyggjufull þegar ég hoppa fram af stærri pöllunum. En þrátt fyrir að þau séu stundum hrædd um mig veita þau mér alltaf besta stuðninginn,“ segir Vildís sem þjáist stundum af mikilli heimþrá. „Ég sakna nú alltaf mömmu og pabba, fjölskyldunnar og allra vina minna alveg svakalega. Það er það sem er erfiðast; að geta ekki hitt þau þegar ég vil, og svo sakna ég líka oft íslenska matarins,“ segir hún og hlær. n Fylgist með Vildísi á samfélags- miðlum @vildisedwins Það þarf mikið hugrekki til að þora að fram- kvæma öll stóru trikkin eins og að hoppa fram af sextán metra háum pöllum og snúa sér í hringi í loftköst- um. 2 kynningarblað A L LT 15. febrúar 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.