Fréttablaðið - 15.02.2023, Side 20

Fréttablaðið - 15.02.2023, Side 20
Mín upplifun sem kennari til margra ára er sú að ég hef ekki upplifað þennan sama meðbyr af hálfu minna yfirmanna. Þar er áhersla lögð á að hagsmunir barns séu ávallt í fyrirrúmi. Ný og öflug fasteignaleit Finndu réttu eignina fyrir þig á frettabladid.is Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn. Fyrir ári síðan tóku ný lög gildi, Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr.86/2022) með áherslu á snemmtækan stuðning. Markmið laganna er að tryggja börnum og foreldrum, sem á þurfa að halda, aðgang að samþættri þjón- ustu við hæfi án hindrana í þeim til- gangi að stuðla að farsæld barna. Með þjónustu við hæfi merkir að mæta þörfum barns þar sem það er statt og að veita ekki umfangsmeiri þjónustu en þörf krefur. Þjónusta án hindrana er samþætt þjónusta þar sem allir fagaðilar og sérfræðingar sem veita barni og foreldrum þjón- ustu geta talað saman á milli ólíkra kerfa á þann hátt að allir aðilar vinni saman að því að mynda sam- fellda, heildstæða, þjónustu sem stuðlar að farsæld barns. Lögin leggja áherslu á snemm- tækan stuðning, sem margir þekkja sem snemmtæka íhlutun (e. early intervention). Dr. Tryggvi Sigurðs- son (2003) útskýrir snemmtæka íhlutun sem þær aðgerðir sem eiga sér stað snemma í lífi barns. Hrefna Friðriksdóttir (2022) segir að með snemmtækum stuðningi sé átt við að barn fái rétta þjónustu „sem fyrst – áður en vandi ágerist“. Ég velti því fyrir mér hvaða áhrif lögin hafa á skólastarf. Ég fylgdist með strax frá upphafi þegar far- sældarfrumvarpið var kynnt, þróun þess og samþykki sem lög. Ég skráði mig í námið Farsæld barna við HÍ, sem ætlað er að styðja við inn- leiðingu laganna. Á námskeiðinu Börn og farsæld: Réttindi barna og þátttaka þeirra tengdi ég strax mjög sterkt við vinnulagið, hug- myndafræðina og rannsóknir um þátttöku barna í eigin námi, ásamt þeirri nálgun að upplýsa börn um réttindi þeirra og veita þeim þekk- Nærandi skólaumhverfi í þágu farsældar barna Jóhanna Helgadóttir kennari og kennsluráðgjafi ingu á málefnum sem þau geta haft áhrif á sem tengist þeirra eigin lífi, innan og utan skólans. Ástæðan fyrir þessari sterku tengingu og hversu „mind-blown“ ég var á þessu námskeiði er sú að ég hef lagt mig fram alla tíð í starfi að vinna í þessum anda. Síðastliðin fimm ár hef ég þó markvisst unnið að því að stuðla að farsæld barna og þróað kennsluhátt sem ég kalla Kærleiksrík nálgun í fjölbreyttum nemendahópi og byggi á gagn- reyndum aðferðum og úrræðum. Í starfi mínu á gólfinu fann ég og fékk staðfestingu á því hvernig mín nálgun virkaði. Ég leitaði til nem- enda minna og notaði bekkjarfundi til þess að ræða um hvað gengi vel og væri að virka, og svo aftur á móti, hvað væri alls ekki að virka. Mín upplifun sem kennari til margra ára er sú að ég hef ekki upp- lifað þennan sama meðbyr af hálfu minna yfirmanna; það er að segja skilning fyrir því hvernig ég nálgað- ist kennsluna og samskipti við nem- endur og þá sterku þörf mína fyrir að halda áfram með bekk og fylgja honum eftir upp skólastigið til þess að sjá árangur af minni nálgun til lengri tíma. Ég hef átt það til að vísa í „hvar eiga vondir að vera“ um sjálfan mig sem kennara, vegna þess að ég hef ekki enn þá fundið rétta skólann þar sem mínar hugmyndir um nálgun í kennslu passa inn. Þær byggja á samkennd, umhyggju og kærleika, að sama skapi á festu, aga og öryggi. Í skólakerfinu almennt finn ég meira fyrir hörku, niður- broti (gagnrýni sem byggir ekki á uppbyggingu heldur á niðurbroti), uppgjöf í lausnaleit, lítillækkun (falin í gríni), meðvirkni, refsingum og ofbeldi. Á námskeiðinu fékk ég aftur á móti staðfestingu á því að ég væri að gera hárétt og í anda þeirra hug- myndafræði sem lögin byggja á sem heitir Getting it right for every child (GIRFEC), sem er nafn á heild- stæðri stefnu í málefnum barna og ungmenna sem skosk stjórnvöld hófu innleiðingu á árið 2006. „Þar er áhersla lögð á að hagsmunir barns séu ávallt í fyrirrúmi og tekið er mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins í allri nálgun.“ Mig langar að vinna í þannig skólakerfi og undir stjórn skólastjórnenda sem skilja þessa nálgun og hvað felst í henni. Mest af öllu myndi ég vilja vera slíkur leiðtogi, skólastjórnandi, sem inn- leiddi kærleiksríka nálgun í skóla- starfi, sem legði áherslu á nærandi skólaumhverfi undir formerkjum laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. n 16 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 15. FeBRúAR 2023 MIðVIkuDAGuR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.