Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2023, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 15.02.2023, Qupperneq 30
Ég er líka svona lág- vaxin og er ekki körfu- boltatýpan og vissi að þetta myndi henta mér mjög vel. Hrefna Sætran 26 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 15. FeBRúAR 2023 MiðViKUDAGUR BÍÓBÆRINN MIÐVIKUDAGA KL. 20.00 Gunnar Anton og Árni Gestur fara yfir þær kvikmyndir sem eru væntanlegar í bíóhús landsmanna og dusta einnig rykið af gömlum gullmolum og fræða áhorfendur um leyndardóma kvikmyndaheimsins. Meistarakokkurinn Hrefna Sætran kom sjálfri sér meira en öðrum á óvart þegar hún hafnaði í 1. sæti á sínu fyrsta kraftlyftingamóti um helgina eftir að hafa gert sér lítið fyrir og lyft samanlagt 270 kílóum. toti@frettabladid.is „Ég byrjaði að æfa kraftlyftingar í Covid en hef samt alltaf verið í einhvers konar hreyfingu og æfði íþróttir þegar ég var lítil. Þannig að mér finnst gaman í einhverju svona,“ segir Hrefna Sætran, meist- arakokkur á Fiskmarkaðnum, sem hingað til hefur ekki haft hátt um að síðustu tvö ár er hún búin að æfa kraftlyftingar af nokkru kappi. Hún leynir því þó vart lengur eftir góðan árangur á sínu fyrsta keppn- ismóti um helgina þegar hún gerði sér lítið fyrir og náði 1. sæti í sínum flokki með því að lyfta samanlagt 270 kílóum; 105 í hnébeygju, 52,5 í bekkpressu og 112,5 í réttstöðu. Hún segist alls ekki hafa byrjað að æfa með keppni í huga og hún segist hafa komið sjálfri sér meira á óvart en þeim sem þekkja hana og hún hló að þeim sem spáðu því strax í upphafi að hún ætti eftir að keppa í lyftingunum. Góð líkamsrækt Hrefna segir aðspurð að engu sé logið um það hversu góð líkams- rækt kraftlyftingarnar eru. „Þær eru það nefnilega og manni líður ein- hvern veginn rosalega vel í líkam- anum eftir að hafa verið að lyfta,“ segir hún og bætir við að markmiðið hafi því í byrjun alls ekki verið að keppa. „Mig langaði bara að lyfta og vissi að mér myndi finn- ast þetta mjög skemmtilegt. Ég er líka svona lágvaxin og er ekki körfu- b olt at ý pa n og v issi að þetta myndi h e n t a m é r mjög vel,“ segir Hrefna og hlær. Ekkert stress Hrefna æfir hjá Ingimundi Björg- vinssyni í Kraftfélaginu og hann var tvisvar búinn að ræða hugsan- lega keppni við hana áður en hún lét slag standa. „Ég lét það bara eins og vind um eyru þjóta en þegar ég var hvort eð er byrjuð að æfa eins og fyrir keppni og þurfti ekki að breyta neinu þá byrjaði ég Meistarakokkurinn lyfti samanlagt 270 kílóum Hrefna Sætran er með rétta keppnisskapið og ætlar að halda ótrauð áfram að keppa í kraftlyftingum. mynd/aðsend Loks þegar Hrefna mætti til leiks á lyftinga- móti náði hún 1. sæti í sínum flokki með því að lyfta 270 kílóum saman- lagt. mynd/aðsend bara að æfa með það að markmiði að keppa,“ segir Hrefna. „Mér f innst bara ógeðslega gaman að keppa. Ég var alltaf að keppa í dansi þegar ég var yngri og með Kokkalandsliðinu,“ segir hún og bætir við að hún mæti aldrei stressuð til keppni. Slík sé ánægjan og keppnisskapið. „Mér finnst það bara gaman.“ Út í óvissuna Þetta var svona byrjendamót og ég vissi náttúrlega ekkert hvað ég var að fara út í,“ heldur Hrefna áfram og bendir á að hún hafi ekki einu sinni verið áhorfandi á kraftlyftinga- mótum áður en hún mætti til leiks. „Þannig að ég bjóst ekkert við því að enda í einhverju sæti. Ég hélt ég væri bara að fara að lyfta ein- hverju og búið. Þannig að þetta kom skemmtilega á óvart,“ segir Hrefna og bætir við að hún hafi haft gaman af því að fá ákveðna mælingu á getu sína. „Af því að maður er náttúrlega ekki að „maxa“ einhverjar þyngdir þegar maður er bara að æfa einn einhvers staðar og ég fékk svona viðmið þarna,“ segir Hrefna Sætran, sem er komin upp á lagið og þegar farin að horfa til næsta móts sem verður í nóvember. n Hrefna Sætran kom sjálfri sér mest á óvart um helgina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.