Fréttablaðið - 15.02.2023, Page 32

Fréttablaðið - 15.02.2023, Page 32
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 bakþankar | Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN Láru G. Sigurðardóttur Undir lok síðasta árs kom svala- drykkurinn Prime fyrst á markað. Neytendur biðu í röðum eftir drykknum líkt og hungraðir hvolpar við veisluborð. Svo mikið æði myndaðist í kringum vöruna að hún seldist upp á hálftíma. Allir vildu komast á Prime-spena You- Tube-stjarnanna Logan Paul og KSI. Að tefla tvíeykinu fram sem andlit drykkjarins gefur góðan gróða. Nema fyrir neytandann. Í veröld allsnægta er nefnilega hægt að fá of mikið af því góða. Drykkurinn sem hálf heimsbyggð- in þambarinniheldur m.a. vítamín A og E í magni umfram ráðlagðan dagskammt fyrir fullvaxta einstak- ling – sem getur valdið eitrun. Börn þurfa talsvert minna. Rannsóknir sýna að við höfum ekki gott af verk- smiðjuframleiddum vítamínum í háum skömmtum. Sérstaklega ekki A- og E-vítamínum, sem endurtekið hafa reynst ýta undir þróun ýmissa krabbameina, hjartasjúkdóma og fleiri heilsufarsvandamála. Við búum enn við blekkingu nóbels- verðlaunahafans Linus Pauling um að vítamín geti einungis gert okkur gott. Hann trúði að lykillinn að eilífri æsku væru háskammtar af C- vítamíni, þrátt fyrir að hans hægri hönd sýndi fram á að það væri ekki einungis gagnslaust við kvefi, heldur jók m.a. hættu á krabba- meini. Til samanburðar eru víta- mín úr náttúrulegu fæði skaðlaus. Fæðubótariðnaðurinn er að mestu leyti eftirlitslaus. Framleið- endur þurfa hvorki að sýna fram á að vara sé örugg né gagnleg. Þeir gætu allt eins verið að selja okkur rottueitur, en það myndi líklega fækka viðskiptavinum of hratt. Ef valið er á milli ferska íslenska kranavatnsins eða innflutts vökva með bætiefnum, sem geta valdið mér heilsutjóni, er valið auðvelt. n Vítamínæði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.