Fréttablaðið - 28.02.2023, Side 11

Fréttablaðið - 28.02.2023, Side 11
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 28. febrúar 2023 Það er mikilvægt að huga vel að tannhirðu barna. fréttablaðið/GEttY  gummih@frettabladid.is Foreldrar og aðrir umönnunar­ aðilar, eins og leikskólakennarar og dagforeldrar, gegna lykilhlut­ verki í tannvernd barna og þurfa að kunna réttu handtökin við tannhirðu þeirra. Það er mest undir þessum aðilum komið hvort börn vaxi úr grasi með heilar tennur eða skemmdar en þeir bera ábyrgð á því hvað og hvenær börnin borða og á tannhirðu þeirra. Þessi tvö atriði eru lykil­ atriði í að halda tönnum heilum. Mikilvægt er að huga vel að tannhirðu hvort sem börn eru alin á brjóstamjólk eða þurrmjólk. Góð tannhirða er nauðsynleg og hreinsa þarf barnatennur þó svo að það sé ekki alltaf auðvelt. Best er að yngstu börnin séu vel skorðuð og liggi á bakinu í fangi foreldris eða á skiptiborði. Notið lítið af tannkremi því barnið kyngir því tannkremi sem upp í það fer. Bursta tennur fyrir nóttina Nauðsynlegt er að bursta tennur fyrir nóttina því munnvatns­ framleiðsla er í lágmarki að nóttu til sem eykur til muna hættu á tannskemmdum ef tannhirðu er ábótavant. Aldrei ætti að gefa barni hreina ávaxtasafa eða aðra sæta drykki í pela, hvorki að nóttu né degi því sykurinn skemmir tennurnar og ávaxtasýra eyðir glerungi tannanna. Mjólk og vatn er það eina sem gefa á börnum að drekka úr pela. HEimild: HEilsuvEra.is Góð tannhirða er nauðsynleg Vill mála allt sem ekki er bleikt Erla Jónsdóttir býr í sjarmerandi 100 fermetra íbúð í Efra-Breiðholti ásamt fimm öðrum fjölskyldumeðlimum. Hún segist hætt að hræðast liti. Nú er hún hægt og rólega að bæta meiri lit inn á heimilið og dauðlangar að mála einn skenkinn bleikan. 2 Erla Jónsdóttir er óhrædd við að mála húsgögn, veggi og skrautmuni svo allt passi vel saman í íbúðinni. fréttablaðið/valli Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.