Skutull - 01.12.1987, Page 7
SKUTTJLL
7
Erindi flutt í Alþýðuhúsi fsfírðinga á vegum Rannsóknastofnunar físk-
iðnaðarins og Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, um rækjuveiðar,
vinnslu og rannsóknir.
Flutningsmaður: Halldór Hermannsson.
Þann 21. feb. árið 1937 birtist á forsíðu blaðsins Skutuls á ísafirði grein sem ber
fvrirsögnina ..Rækjuverksmiðjan" og hefst hún með þessum orðum: „Kvikindi það
sem kallað hefur verið kampaíampi. en nú er vfirleitt nefnt rækja. þótti hér áður t'rekar
ómerkilegt. ósjálegt og heidur óþarft. Þorskurinn hafði það til að gefa svo mikinn
gaum að kampalampatorfunum. að ha.m sinnti ekki hinu Ijúfengasta agni. Og svona
hagaði hann sér kannske vikum saman. Fengist svo dráttur og dráttur. þá var hann
úttroðinn af þessu rauða kvikindi. og lögðu margir bátasjómenn hér á fjörðunum fæð á
skepnuna- og enn hvggur Skutull að hún gjaldi hjá sumum gamalla væringja." Svo
segir ennfremur í Skutli: ..Það var svo fvrir nokkrum árum að Sveinn nokkur
Sveinsson hér í bæ. maður sem við margt bdur fengist. fór að leggja rækt við þetta
kvikindi- fékk sér tæki til að veiða það og revndi að fá fólk til að leggja sér það til
munns. Hvort tveggja gekk heldur illa. og varð Sveinn að hætta veiðiskapnum. Sagði
þá margur: ,.Já einstakur er Sveinn." Svo bvrjuðu Norðmennirnir Símon Olsen og
G.O.Syre á samskonar veiði árið 1935. en í Noregi hafa menn um langan aldur gert sér
mat úr humri og rækjum. Veiðin gekk vel hjá þeim félögum. og svo var á síðastliðnu
vori stofnuð hér verksmiðja til niðursuðu á rækjum og er ísafjarðarbær eigandinn.
Ætla má. þá er önnur lönd hafa með fullu áttað sig á hinni ágætu vöru sem ísfirzku
rækjurnar eru. þá verði þau mun betri og hagkvæmari markaður en Danmörk. Hafa
revnslusendingar fengið hina beztu dóma. ..Afurðirnar voru aðallega seldar til
Danmerkur, en þar var sala samt nokkuð óhagstæð vegna tolla og innflutnings- og
gjaldevrishindrana.
Síðan skýrir blaðið frá því að
varðbáturinn framkvæmi nú mæl-
ingar hér í Djúpinu og úti á hafi.
og er það gert að ósk Árna
Friðrikssonar til þess að fá vitn-
eskju um hitastig í sjónum. bæði
við vfirborð og botn. Þá telur
hann einnig að rækjuveiðimenn
þurfi að framkvæma hitamæl-
ingar alltaf jafnframt veiði-
skapnum.
..Af þessu sem nú hefur verið
sagt." segir ritstjóri Skutuls. sem
þá er Hannibal Valdimarsson.
..virðist fullljóst að ekki dugar að
bvggja einvörðungu á rækjustofn-
unum inni á fjörðum. heldur
verður að bvggja á honum sem
varasjóði og beina veiðunum
öðrum þræði til hafs."
Á því átti eftir að verða bið. 25
ár liðu þar til rækjuveiðar hófust
á öðrum svæðum en ísafjarðar-
djúpi og Arnarfirði. en þar hófust
þær 1938. Hiklaust má telja
Þann 4. des. sama ár. þ.e. 1937. er enn forsíðugrein í Skutli þar sem stendur í
fvrirsögn: ..Árni Friðriksson fiskifræðingur hefur verið hér nokkra undanfarna daga að
ósk Rækjuverksmiðjustjórnar til þess að rannsaka ýmislegt í sambandi við rækjurnar
og lifnaðarháttu þeirra. Áður en Árni Friðriksson fór. hitti ritstjóri Skutuls hann að
máli og þar sem almenningur óttast það mjög að rækjurnar séu að eyðast vegna þeirrar
veiði. sem nú hefur verið stunduð um tveggja ára skeið. spurðum vér hann fvrst af öllu
þessarar spurningar. ..Eru rækjumiðin okkar að eyðast?" ..Nei. það held ég ekki. af því
að mér finnst það ekki líklegast að firðirnir sem rækjur hafa veiðst í. ali sérstaka stofna.
heldur séu rækjurnar þar hluti af þeim rækjustofni sem er umhverfis allt ísland."
..Endurnýjast þá rækjurnar í fjörðunum með löngu millibili. þannig að auðn geti orðið
á milli?" ..Það er fvrst að segja. að aðalrækjutegundin sem veiðist hér við land, lifir
einkum í köldum sjó og fvlgir því köldu straumunum. Af því leiðir svo að ekki er von á
rækjum af hafi inn á firði. nema á veturna. þegar kaldi sjórinn kemst þangað. Þess
vegna er líklegt að rækjumagnið á fjörðum inni endurnýjist á veturna, þegar kaldast er
í sjónum. Að öllum líkindum slíta veiðarnar svo þessum rækjum einum. þangað til
nvjar göngur koma úr hafi með köldum straumum veturinn eftir. Hér er algerlega
vfirgnæfandi stóri kampalampinn. en hér við land eru til tvær aðrar náskyldar tegundir.
sem augljóslega hafa minni þýðingu. Vitanlega er þessi veiði eins og öll önnur veiði
háð margvíslegum sveitlum í sjónum, eins og mönnum er kunnugt frá þorskveiðum.
kolaveiðum, vsuveiðum og hvaða veiðum sem vera skal. En seinast vil ég segja það að
mér finnst engin ástæða til kvíða í sambandi við framtíð rækjuveiðanna."
Norðmanninn ~ Simon Olsen
brautryðjanda rækjuveiða á ís-
landi. Hann ásamF G. O. Syre
komu þessum veiðum' af stað.
Þótt hlé yíði á veiðunum eins og
t.d. á stríðsárunum, þá hóf Símon
ótrauður veiðar á ný. Hann bjó til
rækjutrollin fyrir sig og félaga
sína á öðrum bátum. a.m.k. all-
mörg fyrstu árin. Sagt er sam-
kvæmt heimildum Ásgeirs
Jakobssonar að fvrst hafi Símon
komið hér til lands og farið á bát
sem Hrönn nefndist. ca. 40 tonna
skip. ásamt tveimur öðrum Norð-
mönnum þeim Haraldi Hake og
Ole Amundsen og nokkrum ís-
lendingum öðrum í áhöfn. Hafi
þeir haft rækjutroll Norðmenn-
irnir í sínum fórum. sem þeir
reyndu á ísafjarðardjúpi þá um
haustið. Árangur hafi þá verið
lítill. Þetta troll mun hafa orðið
eftir á Isafirði og skömmu fvrir
1930 hafi svo Sveinn nefndur
braskari fengið trollið og Ole
Amundsen hafi þá verið í skips-
rúmi hjá Sveini honum til leið-
sagnar. Eftir að veiðar hófust
reglulega voru þær aðallega
stundaðar á 5-8 tonna mótor-
bátum. var svo hátt á þriðja
áratug. T.d. átti Símon Olsen sinn
bát Karmov sem. var 7 tonn. allt
þar til hann fórst með honum
ásamt svni sínum 1961.
Fvrstu árin voru 3-4 bátar sem
öfluðu hráefnis fvrir rækjuverk-
smiðjuna var rækjan þá öll pilluð í
höndum. Fljótlega eftir stríð fór
bátum fjölgandi. Árið 1960 voru
14 bátar með rækjuveiðilevfi á
ísafjarðardjúpi. Samkvæmt lög-
um þurfti sérstakt levfi til tog-
veiða innan landhelgi.
Árið 1961 var svo til engin
veiði í ísafjarðardjúpi. Þetta afla-
levsi varaði hartnær 4 ár.
Haustið 1958 voru veidd um
2.000 tonn af þorski í net. Var
þorskgengd mikil í Djúpinu um
þessar mundir. Enda telja sjó-
menn að þorskurinn éti umtals-
vert magn af rækju. Aðrir vildu
kenna um ofveiði, sem tæpast
getur staðist, þar sem bátum átti
síðar meir eftir að fjölga þrefallt.
en þrátt fyrir það jókst veiðin.
Ekki má í þessu sambandi glevma
að nefna það. sem líklegt er að
valdi mestu um. á hvern hátt og í
hve miklu magni fiskur og
krabbadýr hafast við og ganga á
hinar ýmsu veiðislóðir. en það er
að sjálfsögðu hitaskilyrði sjávar.
sem eru afar breytileg hér við
land. yfir skemmri eða lengri
tímabil. ásamt veðurfari. Orðið
ofveiði sem notað er í tíma og
ótíma yfir aflatregðu er oft á
tíðum óraunhæft. þar sem það er
slitið úr samhengi við skilyrðin í
sjónum. Gangi fiskur dræmt á
mið sökum skilvrða í náttúrunni
er að sjálfsögðu hægt að ofveiða
það litla magn sem fyrir er. eða
kannske frekar að segja ofelta
hann því að fiskur flýr frekar
undan mörgum veiðarfærum en
að hann ofveiðist.
Haustið 1960 fundu Ólafur
Sigurðsson og Hjörtur Stapi
rækju á Ingólfsfirði á bát Ólafs.
Ásdísi. Þetta var að heita mátti
fvrsta rækjuveiðin fvrir austan
Horn.
1966 glæddist afli í ísafjarðar-
djúpi verulega á ný. og fvrir 1970
voru bátar orðnir 30.
1964 veiddust í ísafjarðardjúpi
eftir aflaleysis árin, 447 tonn.
Bestur varð aflinn 1971 en
hann komst í 2915 tonn. Mestur
fjöldi rækjubáta var árið 1973.
54. En næsta áratug dalaði það
aftur í ca. 30 báta. Var það vegna
afkomuleysis, lágs verðs á rækju
og stöðvunar veiða vegna seiða-
gengdar ásamt fleiru. f Arnarfirði
hefur veiðin yfirleitt talist nokk-
uð prugg. um 8-10 bátar hafa
verið þar við veiðar.
1964 má telja að rækjuveiðar
hefjist inni í Húnaflóanum. Svo
má heita að afli hafi verið þar
mjög stöðugur og góður og ávalt
vaxandi þar til í fvrra að tölu-