Skutull

Árgangur

Skutull - 01.12.1987, Blaðsíða 10

Skutull - 01.12.1987, Blaðsíða 10
10 SKUTULL flutti í nýtt húsnæði á Torfnesi. Böðvar telst því helsti braut- ryðjandi í rækjuverkun á íslandi, en þeim störfum sinnti hann í um 40 ár. Árið 1947 hefur Jóhann Jóhannsson og Guðmundur Karlsson rækjuvinnslu í húsi við Mjósund. Árið 1956 keyptu þeir vél til pillunar á rækju af gerðinni Peelers frá The Laitrans corpor- ation í Bandaríkjunum, eftir að útbúin var forsjóðari til þess að sjóða rækjuna áður en hún fór inná vélina og í valsa hennar. Fór fljótlega að ganga vel að vinna hráefnið. Uppfrá þessu fór framleið- endum og bátum sem veiðar stunduðu mjög fjölgandi. Bættust nú fimm nýjar verksmiðjur við frá 1959-70 í ísafjarðardjúpi auk þeirra þriggja sem fyrir voru á Isafirði og Bolungarvík. Rækju- öflun byggðist öll á veiði úr Djúpinu. Árið 1938 reisti Gísli Jónsson alþingismaður rækju- verksmiðju á Bíldudal til niður- suðu á rækju. Um 1970 hefst þar vélpillun á rækju. Árið 1962 hófu bræðurnir Ingólfur og Gunnar að verka rækju í smáum stíl í Ingólfsfirði, fyrst með handpillun, en síðan með lítilli vél, danskri að gerð, Matthiesen. Var þar vinnsla á meðan byggð hélst í firðinum. Árið 1964 hefst vinnsla á Hólmavík og síðar á Drangsnesi, Skagaströnd, Hvammstanga og loks á Blönduósi í kringum 1970, en þá mætti segja að vélvæðing færi fram víðast hvar á Húnaflóa- svæði. Ætla má að velta rækjuverk- smiðjanna hér á ísafirði hefi verið nálægt 1 milljarður á síðasta ári. Láta mun nærri að verðmæti verkaðs sjávarafla hér sé um 50% rækjuútflutningur eða ríflega það. Á síðastliðnu ári var heildar- rækjuveiðin yfir landið 35.831 t. Par af var úthafsveiðin með 30.397 t. og innfjarðaveiði 5.434 t. Heildarverðmæti voru rúmir 2 milljarðar, útgefin rækjuveiðileyfi nálgast nú óðum töluna 200. Innfjarðaveiðin er nú minnkandi þáttur í starfsemi verksmiðjanna enda þótt þær brúi bil á erfiðum ársíma þ.e. yfir haust og vetrar- mánuði. Jafnframt því sem stjórnvöld veittu fleiri verk- smiðjum leyfi til vinnslu, en það hefur gerst nú á síðustu árum í miklum mæli, hafa þau verið and- stæð því að leyfa innflutning skipa til veiða. Ef við snúum okkur nú að verði á rækju erlendis eftir upp- sveifluna 1986 þá hefur verðið verið of hátt á mörkuðunum. Kaupendur hafa snúið sér að heitsjávarrækju sem er á mun lægra verði. T.d. er samdráttur á mörkuðunum í Bretlandi í fram- boði á kaldsjávarrækju um 30%. Hins vegar vonast menn til að þróunin komi aftur til baka og kaldsjávarrækjan nái sér á strik nú, enda er hún betri og heil- næmari vara. Leikmannsþankar Nú nálgast sá tími óðum að rækjuflotinn er að verða full- nýttur eða þau skip sem tiltæk eru á þær veiðar nema að loðnu- veiðar bregðist þá munu þau skip snúa sér að rækjuveiðum í auknum mæli. Frystiskipum fer fjölgandi á miðunum og rækja verður keypt af þeim skipum í vaxandi mæli bæði innlendum og erlendum, til vinnslu í landi. Allt of mikil spenna hefur myndast í sambandi við kaup á frystri rækju milli verksmiðja, og það sem af er þessu ári virðist verð á henni fari nokkuð yfir það sem markaðsmöguleikar gefa kost á sem stendur. Rækjumiðin á úthafinu hafa verið notuð sem nokkurs konar almenningsbithagi fyrir þá sem hafa verið að spara þorskkvóta sína. Stjórnvöld hafa óspart gefið út bréf upp á þetta. Þessi bithagi getur þurft á hvíld að halda á næstunni enda þótt að fá kvikindi á jarðríki telji meiri Halldór Hermannsson, Óskar Jóhannsson /safirð' mergð en rækjan nema ef vera skyldi krilláta í suðurhöfum. Elta má svo rækjustofninn hér við land að veiðar gerist óarðbærar. En hvað sem öðru líður verður markaðssetningin mesti vandi rækjuiðnaðarins í framtíðinni. Æskilegt væri að þar dragi úr spennu og menn vöruðust að troða skóinn hver niður af öðrum. ísafjörður er vagga rækju- iðnaðarins og mun hann vonandi verða þar þróttmikill áfram í framtíðinni, enda þótt aðrir staðir á landinu sæki nú fram í auknum mæli með bjarta framtíð fyrir augum. Starfsfólk FerJaskrifstofu ríkisins 09 Edduhótelanna 'idskiptai/inum sínum árs 09 fridar. þökkum samskiptin ^ Roteí eddá Ferðaskrifstofa ríkisins óskar á lidnu ári. r Oskum öllum Vestfirðingum til lands og sjávar gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Fiskiðjan Freyja Suðureyri

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.