Skutull

Árgangur

Skutull - 01.12.1987, Síða 13

Skutull - 01.12.1987, Síða 13
SKUTULL 13 hafði farið frá ísafirði 13. október og komist norður undir ísröndina, en þar skall á slíkt ofsaveður að ekki varð við neitt ráðið. Brotnaði allt af skipinu ofan þilfars og tók fyrir borð fjóra menn og drukknuðu þeir allir, voru það skipstjórinn, loft- skeytamaður og tveir hásetar. Peim ellefu er eftir voru tókst að halda flakinu fljótandi þar til enski línuveiðarinn kom þeim til bjargar. Voru skipverjarnir af Polarulv þá orðnir mjög þrekaðir, en ekki skemmdir til muna. Jöfnuðu þeir sig allvel er í land kom og fóru fáum dögum síðar heimleiðis með Gullfossi, skipi Eimskipafélags fslands. Norska skipið Annie Annað norskt rannsóknarskip hafði líka farið áleiðis til Græn- lands vorið 1923. Aðalerindi þess var að sækja loftskeyta- og veður- athugunarmenn er verið höfðu í norsku stöðinni í Mygbugten á Grænlandi. Stöð sú skyldi nú lögð niður. Það vissu menn síðast til þessa skips að mönnunum í Mygbugten höfðu þeir náð um borð og einn skipverjanna var veikur. Síðan heyrðist ekkert frekar af ferðum þess. Hafði þó skip þetta loftskeytastöð. Á Annie var 6 manna áhöfn og þar að auki voru Ioftskeytamennirnir er skipið hafði sótt til Grænlands. Mjög var farið að óttast um skip þetta og ekkert var vitað um afdrif mannanna. Pegar hjálparskipið Polarulv hafði farist út af Látrabjargi í október, og vitað var um afdrif þess, var ekki talið mögulegt að fá í skyndi annað skip til ferðar. Vetur var líka genginn f garð og veður oft válynd á norðurslóðum á þeim árstíma. Auk þess voru menn orðnir vonlitlir um að skipin tvö er leita skyldi, væru enn ofansjávar. Loks var það í júlí 1924 að barst sú fregn að skipverjar allir af Annie hefðu haustið áður komist til staðar á Grænlandi er nefnist Bassrock og væru þar heilir á húfi. Norska skipið Quest Norska ríkisstjórnin afréð um veturinn 1924 að haldið skyldi áfram leit að skipinu Annie og skipverjum þess. Til þessarar leitar fékk stjórnin skipið Quest. Þetta var sama skipið og Ernest Shackelton fór á síðustu ferð sína til haf- svæðanna við Suðurskautið. Leiðangurstjóri var ráðinn Gunnar Isaksen major, sem var þaulvanur ferðalögum í íshafinu og alkunnur dugnaðarmaður. Skrúfa skipsins Quest hafði orðið fyrir skemmdum er það kom fyrst að ísnum. Kom það því til Patreksfjarðar 5. júlí 1924 til að fá gert við skipsskrúfuna. Með Quest bárust þær fréttir að skipshöfnin af danska skipinu Teddy væri nú öll Angmagsalik. Að lokinni viðgerð á Patreksfirði hélt skipið aftur vestur á bóginn og ætlaði að reyna að komast beint til Angmagsalik, sem er staður á austurströnd Grænlands á svipaðri breiddargráðu og Patreksfjörður. Danska stjórnin hafði látið búa Grænlandsfarið Godthaab til leitar að skipinu Teddy. Fór Godthaab frá Kaupmannahöfn 20. júní 1924 og skyldi leggja leiðina fyrir austan Færeyjar og norðan við Jan Mayen. Átti Godthaab að koma að ísnum beint austur af Shannoneyju, sem er á 74. gráðu norðurbreiddar og halda síðan suður með ísnum. Er norsku stjórninni bárust boð um það frá Quest að 21 maður af Teddy væri í Ang- magsalik voru dönsku stjórninni þegar sagðar þær gleðifréttir. Er þessar fréttir bárust fyrstu dagan í júli 1924 hafði Godthaab farið fram hjá Færeyjum dagana á undan. Skipstjóri var Júlíus Hansen kunnur Grænlandsfari. Var honum þegar sent loftskeyti um að halda skipi sínu beint til Angmagsalik. Skyldi athugað um líðan og flutning skipverja og grennslast fyrir um afdrif danska skipsins Teddy. Skipin Quest og Godthaab stefndu því bæði til Angmagsalik þeirra erinda að sækja þangað skipverjana af Teddy. Er Quest nálgaðist Ang- magsalik var þar mikill ís og um 60 sjómílur út frá ströndinni. Þeim á Quest tókst þó að smjúga inn og ná skipverjunum af Teddy um borð. Eftir B daga ferð frá Angmagsalik kom skipið með þá af danska skipinu Teddy til Reykjavíkur í júlílok 1924. Skipshöfnin af Teddy Er skipshöfnin af Teddy var komin til Reykjavíkur þóttu þessir hrakningamenn sem úr helju heimtir. Foringinn á Teddy var Bidstrup kapteinn, en stýri- maður hét Rostock Jensen. Meðal annarra í þessum leiðangri var danskur blaðamaður, Kaj Dahl, sem var fréttaritari fyrir Berlingske Tidende í Kaup- mannahöfn. Er þessir voru inntir frétta af leiðangrinum, sagðist þeim svo frá: Skipið Teddy fór frá Danmörk 7. júlí 1923 og kom að norð- austurströnd Grænlands í júlí sama ár. Voru þeir með mat- vælaforða til ýmissa stöðva þar. Vélin í skipinu bilaði og 9. ágúst var skip þeirra orðið innilokað í ísnum. Rak það nú suður á bóginn með ísnum. Stýrið brotnaði af og leki var kominn að skipinu. ísbreiðan þéttist um- hverfis skipið og var talið fyrir- sjáanlegt að skipið mundi merjast alveg í ísnum. Byggðu þeir sér því hús á ísnum skammt frá. Notuðu þeir til þess viðinn úr káetum og annað tiltækt efni. Ennfremur smíðuðu þeir sér sex sleða, því eina von þeirra var að ná landi á sleðum. Þeir gerðu sér líka svefnpoka. Snemma í október voru þeir að undirbúa sleðaferðina. En áður en þeir höfðu lokið þessum undirbúningi kom undiralda hreyfingu á ísinn og braut ísþekjuna umhverfis skipið. Komu þá miklar sprungur í íshelluna undir kofa þeirra. Höfðu þeir búið mæta vel um sig, smíðað rúmflet og höfðu þar eldavél. Urðu þeir að flytja hús sitt í flýti og tókst þeim það. Á ísnum voru þeir til 30. október, en lögðu þá af stað í sleðaförina. Komu þeir 5. nóvember 1923 til lítillar eyjar um 30 kvartmílum fyrir austan Angmagsalik. Þegar þeir yfirgáfu skipið var það enn á floti og hálffullt af sjó. Ekki sáu þeir Teddy oftar, en reiknuðu með að það hefði sokkið fljótlega eftir að þeir fóru til lands. Þeir gátu nú ekki haldið lengra vegna óhagstæðrar veðráttu. Hríð var á og urðu þeir að búa um sig í gili eða gjá á eynni. Kvaldi þá bæði kuldi og sultur. Er hríðinni slotaði hittu þeir eskimóa er var á bjarndýraveiðum og fóru með honum í kofa hans. Áður höfðu þrír menn ætlað að brjótast til byggða. Höfðu þeir sleða með sér. Lentu þeir í hríðinni og seinkaði hún ferð þeirra um þrjá daga. Komust þeir þó til Kap Dan, sleða og svefnpokalausir, eftir erfiða ferð. Að nóttunni, 8.-13. nóvember, urðu þeir að grafa sig í fönn. Strax og þessir þrír komu til Kap Dan var sent með 4 hunda- sleða til kofa bjarndýraveiði- mannsins og þeir sóttir er þar voru. Kap Dan er um 12 kvartmílur frá nýlendunni í Angmagsalik. í Kap Dan bjuggu um 200 Eski- móar, danskur nýlendustjóri og grænlenskur prestur. Þegar um ísinn losnaði komust þeir skip- verjarnir á bátum til Ang- magsalik. Þar voru þeir svo til 20. júlí 1924. Leið þeim sæmilega, en matarræði var einhæft. Skortur var á mjölmat og fengu nokkrir þeirra skyrbjúg. Ibúarnir í Ang- magsalik gerðu allt sem þeir gátu fyrir þessa skipbrotsmenn. Allir Eskimóar er sóttu sjó og stunduðu veiðar í nágrenni Angmagsalik höfðu með sér bréf, skrifuð á dönsku, og áttu þeir að koma þeim í eitthvert selveiði- skipanna, er voru á sveimi um norðurhöf. Einu slíku bréfi var komið í norska skipið Hvitefjell, sem svo gerði hjálparskipinu Quest viðvart. Seinasta mánuðinn, sem skip- verjar af Teddy voru í Ang- magsalik höfðu þeir sterka von um að komast heim bráðlega. Ekki vissu þeir þó um ferðir skipsins Quest fyrr en það kom til staðarins. Nú voru þessir víkingar komnir til Reykjavíkur og hafði því vel rættst úr hrakningum þeirra. Voru þeir hressir og glaðir og væntu þess að komast til Dan- merkur næstu daga. Dansk-íslenska -félagið í Reykjavík fagnaði þeim vel og bauð þeim í skemmtifeð til Þing- valla. Heim sigldu þeir síðan með danska strandferðaskipnu ís- landi. Danska skipið Gertrud Rask hélt frá Kaupmannahöfn seint í júlí 1924. Aðalerindi þess var að flytja til Angmagsalik menn og efni í nýja loftskeytastöð er þar skyldi sett upp. Sömuleiðis flutti skipið efni í bráðabirgðarstöð, sem búist var við að gæti tekið til starfa næsta vetur. Ennfremur átti skipið að flytja heim áhöfnina af Teddy, væri hún þar enn er skip þetta kæmi til áfangastaðar á Grænlandi. Peter Tuten skrifaði bók um ferð Teddy 1923 og segir þar í löngu máli frá ferðalaginu og sýnd er á korti sú leið er skipið hraktist suður með austurströnd Grænlands. Bók þessi kom út á íslensku 1948 og nefnist Hrakn- ingar á hafísjaka. Skipasiglingar í íshafinu hafa löngum reynst háskaför og fór svo um þau skip er hér koma mest við sögu. Leiðangursskipin Annie og Teddy týndust bæði á norður slóðum. Rannsóknarskipið Con- rad Holmboe var svo hart leikið í hrömmum hafíssins . að með naumindum tókst að fleyta því til ísafjarðar, þar sem því var rennt í fjöru, og reyndist ekki framar sjó- fært. Svo lánlega tókst með áhafnir þessara þriggja skiipa, að þær komust að lokum heilar heim. Skipið Polarulv, er sent hafði verið hinum til hjálpar, lenti í ofviðri og brotnaði mjög og fórust af því fjórir menn, en ellefu björguðust eftir hrakningar. Lýkur hér með frásögn af þessum mannraunum á norður- slóðum á árunum 1923 og 1924. Okt. 1987. E.J. * Oskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla, árs og friðar, og þökkum jafnframt samstarf og viðskipti á líðandi ári. . ÍSHÚSFÉLAG ISFIRÐINGA HF.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.