Skutull - 01.12.1987, Side 19
SKUTULL
19
Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla,
árs og friðar og þökkum samstarfið
á árinu sem er að líða.
Skurðstofan í sjúkrahúsinu á ísafirði.
lækni læknisstörfin með sér. Með
þessu móti átti reksturinn að vera
traustari bæði hvað viðkom
heilsu sjúklinganna og rekstri
spítalans, en ýmsum þótti sem
verið væri að bola öðrum læknum
frá. Sjúkrahúslæknir frá upphafi
var Vilmundur Jónsson.
Nokkrum árum seinna var
reglugerðin gefin út og má þar
finna klausu sem lýsir vel hugsun
þeirra sem reistu þetta glæsilega
hús, og til hvers þeir ætluðu það.
Engan mannamun má gera á
sjúklingum í sjúkrahúsinu eftir
efnum þeirra eða stöðu, en leitast
við að hafa aðbúðina þannig, að
öllum sé boðlegt. Einbýlisstofur
eru engum falar né heldur auka-
hjúkrun, þó að þeir bjóði hærra
gjald.
Má læra af
sögunni?
I ljósi þess sem fram hefur
komið. gerist sú spurning áleitin,
hvernig ísfirðingar gátu byggt á
rúmu ári stærsta sjúkrahús á
landinu, en nú sér enn ekki fyrir
endann á því nýja, þótt brátt sé
liðinn einn og hálfur áratugur frá
því framkvæmdir hófust.
Þessi upprifjun gæti vissulega
vakið upp ýmsar spurningar um
verkaskiptingu ríkis og sveitar-
félaga, eða um starfsaðferðir
embættis- og stjórnmálamanna,
þá og nú. Hinu meiga menn ekki
gleyma, að fyrir meir en hálfri
öld, var þjóðfélagið um margt
öðruvísi en nú er. Viðfangsefni
ríkis og sveitarfélaga færri en
einfaldari, og kröfur á hendur
þeim minni. Nú eru breyttir
tímar.
Bygging nýja sjúkrahússins
hefur tekið fleiri ár en mánuðina
sem tók að reisa hið gamla. í ljósi
þess hversu nýja byggingin hefur
dregist á langinn, er því fróðlegt
að bera saman sögu þessara húsa.
Hvaða lærdóm má af þeirri upp-
rifjun draga, dæmir hver fyrir sig.
• •
1
Ævintýralegir vinningsmöguleikar gefast nú hjá Happdrætti SIBS.
Hvorki rneira né minna en 3. hver miði vltmur — vinningslíkur sem
enj einsdæmi hjá stóru happdrætti.
Og nú eru aukavinningamir 27. Par af eru 3 rennilegar hifreiúar,
Citroén AX14, sem aðeins eru dregnar úr seldurn miðum.
Pað em ótmlega miklir möguleikar á vinningi hjá SIBS.
Ævintýralegar vinmngslíkiir
TU
Starfsfólk sjúkrahússins við Mánagötu.
Talið frá vinstri: 1) Kristín Ólafsdóttir læknir, eignikona Vilmundar Jónssonar læknis. 2) Guðbjörg
Gestsdóttir, kona Kristjáns Bjarnasonar. 3) Ókunn. 4) Jóna Guömundsdóttir, var lengi á Hernum.
5) Ókunn. 6) Elín Jónatansdóttir, kona Bjarna Gunnarssonar, þau bjuggu á Torfnesinu. 7) Jóna
Guðmundsdóttir, yfirhjúkrunarkona. Því miður tókst ekki að fá upp nöfn tveggja.
hæsta liðlega 200 þús. krónur.
Lægsta boð var tekið, en það áttu
Asgeir G. Stefánsson húsa-
smíðameistari og fleiri iðnaðar-
menn úr Hafnarfirði.
Sumarið 1924 hófust fram-
kvæmdir og var orð á gert þeim
vinnubrögðum sem þar voru við
höfð, svo vel gekk verkið. Var
húsið komið undir þak fyrir
áramót, og síðan unnið að inn-
réttingum og frágangi fram á
næsta sumar.
Húsið er tv'ær hæðir, kjallari og
ris, og var herbergjaskipan þessi:
í kjallara var eldhús, matar-
geymsla. þvottarhús, sótt-
hreynsunarklefi, geðveikraklefar,
líkhús, og vel útbúnir baðklefar
sem leigðir voru íil almennings-
nota í mörg ár, enda engin sund-
laug í bænum þá. Gat almenn-
ingur bæði fengið þar sturtubað
og kerlaug.
Á fyrstu hæð voru sex sjúkra-
stofur, skurðstofa, rannsóknar-
stofa, lyfjaherbergi, dauð-
hreynsunarklefi og læknisher-
bergi, en á efri hæð stórar
sjúkrastofur til endanna, en auk
þess tvær minni. Þá voru dag-
stofur á báðum hæðum. Á efsta
lofti var ljóslækningastofa og
íbúð fyrir starfsfólk. Á teikn-
ingum var gert ráð fyrir fjörutíu
sjúkrarúmum, en frá upphafi var
þeim fjölgað í fimmtíu. Heildar-
kostnaður við bygginguna var
248.107,82 krónur. Framlag
ríkisins var 75 þúsund krónur, en
afgangurinn lagði bærinn fram,
þar fékk hann lán upp á 100
þúsund krónur.
Innréttingar og húsgögn
smíðaði Guðni Bjarnason tré-
smíðameistari, og einnig vann
Jón H. Sigmundsson að lagfær-
ingum eftir að húsið var afhent,
en hann var eftirlitsmaður
bæjarins meðan á framkvæmdum
stóð. Innanstokksmunir og tæki
hins nýja sjúkrahúss voru metin á
50 þúsund krónur og var það
mest fjármagnað af sérstökum
áhaldasjóði, en annað var auð-
vitað til á gamla sjúkrahúsinu.
Áhaldasjóður sjúkrahússins
fékk allan ágóða af hátíðar-
höldum sem ísfirðingar héldu ár
hvert hinn 17. júní, til að minnast
fæðingardags Jóns Sigurðssonar, í
fyrsta sinn árið 1920.
Sjúkrahúsið vígt
Sjúkrahúsið var vígt þann 17.
juní sumarið 1925 við hátíðlega
athöfn. Guðmundur Björnsson
landlæknir vígði húsið, ræður
voru fluttar, sungið og farið í
leiki. Um kvöldið var haldin
skemmtun.
Sjúklingar voru fluttir í nýja
húsið 28. júlí. og voru þeir þrjátíu
að tölu. Gamla sjúkrahúsið var
hins vegar dubbað upp og gert að
elliheimili, fyrir 20 vistmenn. og
þjónar því hlutverki enn. Áður
var elliheimilið í kjallara Hjálp-
ræðishersins frá árinu 1922 er
bærinn stofnaði það. Var það
fyrsta elliheimili á landinu og
rekið algerlega á reikning
bæjarins. -
Sjúkrahúsið var glæsilegasta
hús sinnar tegundar hér á landi á
sínum tíma og bar vitni um
stórhug og djörfung þeirra er að
því stóðu. Það var eign ísafjarð-
arkaupstaðar og rekið að öllu
leyti fyrir hans reikning og á hans
ábyrgð, eins og sagði í reglugerð
sem bæjarstjórnin setti um það.
Reglugerð gegn
misimmun
I bæjarstjórninni urðu nokkrar
deilur út af reglugerðinni, eins og
svo mörgu á þeim árum. Minni-
hlutinn setti helst út á það að
bæjarstjórnin yrði að samþykkja
sjúkrahússlækninn. og hann einn
átti að bera ábyrgð á öllum sjúk-
lingunum, en mátti fela öðrum
4 BHinRBðrareuiG ísunps
Bl
LÍFTRYGGING
GAGNKV€MT TRYGGINGAFELAG