Alþýðublaðið - 21.01.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.01.1920, Blaðsíða 2
ALfÝÐUBLAÐIÐ Au g'lýsin gar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Ouð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. Því hefir verið hreyft, hvort ekki væri tiltækilegt að takmarka aðflutning fólks til bæjarins, með- an þannig standa sakir, eins og nú er. Aðkomufólk verður að taka húspláss af áður búsettum bæjar- mönnum, til þess að komast hér inn. En eg býst við að þeim, sem þurfa á verkafólki að halda, þætti það miður heppileg leið. En þá ætti það líka vel við, að atvinnu- rekendur sæju þjónustufólki sínu fyrir húsnæði, því, sem að ekki getur með góðu móti haft ráð á því sjálft. Lengi hefir vakað fyrir mér ein spurning. Eru ekki til nógar íbúðir í bænum, til að bæta úr bráðustu þörfinni? Er sá jöfnuður orðinn hér ríkjandi enn þá, að sumir hafi ekki meira húspláss en þeir hafa þörf fyrir, þegar aðrir hafa ekkert þak yfir sig og sína? Heiðruðu bæjarbúar! Verum nú vakandi fyrir 31. janúar í vetur, þegar fram fer kosning nokkurra fulltrúa í bæjarstjórn. Og gefum aðeins þeim lista atkvæði okkar, sem á eru menn, sem þektir eru að því, að taka alt af málstað al- þýðunnar, og sem skilja hvers virði Jíf og heilsa hvers ein- staklings er, sem bæjarfélagið samanstendur af, eða sem yfir höfuð hafa áhuga á að framkvæma helztu velferðamál þessa bæjar. Og hvað er bæ þessum nauðsyn- legra nú sem sakir standa, heldur en bætt og aukin híbýli manna. G M. Dalberg. Xaupmannahajnarbréj. Khöfn, *•/» ’19. Kringum jólin. Háifum mánuði fyrir jól ár hvert, færist eins og nýtt líf í alt hér í borginni. Pað er eins og allar hreyfingar manna veiði léttari, og ekki eins hvers- dagslegar. Og það er óvenju hraði á öllum og öllu. Það er farið að raða jólavörunum í gluggana, og hversdagsbragurinn farinn af. Alt er komið á tjá og tundur. Börnin eru farin að Bhlakka“ til jólagjaf- anna frá pabba og mömmu, skyld- mönnum og vandamönnum. Hér er það siður, að skrifa „óskaseðla*. Þá skrifa börnin, maðurinn og kon- an á lista, hvað þau helzt langi til að eignast um jólin. Oft kem- ur eitthvað af því sem á listanum stóð, en stundum, og eg held eins oft, gengur alveg fram hjá honum. Sá er siður hér, eins og víðast í stórborgum, að skömmu fyrir jól er fyrir framan ráðhúsið reist stórt jólatré og látið brenna á því fram yfir jólin. Það eru auðvitað ekki kerti sem á því brenna, held- ur eru það rafmagnsljós, og er unun á að horfa. Færir tré þetta jólin inn í sál manna. Á aðfangadaginn, eftir hádegi, spilar ein af beztu lúðrasveitum borgarinnar (lífvörður konungs) við jólatréð ýms lög og bætir það auðvitað hátíðabraginn. Og sé gott veður þá safnast múgur og marg- menni kringum tréð og hljóðfæra- sveitina, enda er þetta í hjarta bæjarins, (eins og Austurvöllur í Rvík). Þegar komið er rafmagnsijós í Beykjavik, þá ætti bæjarstjórnin að taka upp siðinn með jólatréð, það mundi setja ekki lítinn há- tíöabrag á „borgina", og svo skemta litlu öngunum og almenn- ingi. En það vantar smekk fyrir ým- islegt heima — og eins þetta. Jólin. Sjálf jólin eru að engu frábrugðin því hér, sem þau eru heima, nema hvað það mun vera meira um gjafir hér og fjársöfnun blaðanna til matkaupa eða annars til fátækra eða sárt líðandi fólks Þessi fjársöfnun til fátækra og til jólagjafa fátækra barna er að vísu faileg, en fáum mun dyljast, að öllu betra væri það, að þeir sem geta unnið og vinna alla daga, hefðu svo fyrir vinnu sína, að þeir þyrftu ekki að þiggja af öðrum á þennan hátt. En það er stjórn þjóðanna og auðmönnum þeirra að þakkal! að ástandið er svona, að fieiri þús- und manna eru gerð að andlegum vesalmennum á þennan hátt. Annars fara jólin fram hér eins og heima, ráfað á milli kunningj- anna, leikhúsferðir, setið á kaffi- húsum eða knæpum (annan jóla- dag). Aðfangadag er hver heima hjá sér, og á borðurn er gæs, sé annars kostur. á að fá hana með sæmilegu verði. Á aðfangadaginn komst gæsin upp í 70 kr., eða 11 kr. bitinn. Það er víðar okrað, en á íslandi. Enda læra íslend- ingar margt af Dönum, en einkum þó það, sem síður skyldi. Vetrarharka og vatnagangur. Veturinn byrjaði hér óvenju snemma, í október. Hann er ann- ars ekki vanur að berja að garði fyr en um jól, eða i janúar, þó hann gerði vart við sig svo snemma, hafa þó engar hörkur veriö fyr en nú um jólin, en þá var frostið 6—10 stig, er það eins og 15— 16 stig heima. Þá snjóaði og skömmu fyrir jól, og hefir hann ekki verið öllu meiri hér um mörg ár. Og í dag er rok. Þetta er ekki óeðlilegt, því í Svíþjóð og Noregi hafa verið hörkur, frá 16 —40 stig. í Noregi og Alaska snjóar, í Svíþjóð, enda líka í Þýzkalandi og Frakklandi snjór og vatnagangur. í Svíþjóð og Þýzka- landi hafa orðið skemdir af vatna- gangi, og i Suður-Þýzkalandi urðu sum heimili að vera í myrkri um jólin. Gasstöðvarnar gátu ekki starfað. Og í Núrnberg gátu menn farið á bátum um göturnar. Engin blöð um jólin. Þau undur gerðust hér um jólin, að aðeins tvö blöð komu út jóladag- inn, Hin ekki fyr er á laugardag (eftirmiðdag) og sunnudag. Þessi tvö blöð voru SocialDemokraten og Kristeligt Dagblad. Orsökin var sú, fyrst, að kon- urnar, sem bera út blöðin, neít- uðu að bera þau út jóladags- morgun. Og því áttu þau ekki að koma þann dag. (Annars eru þau vön að koma fyrsta jóladag, og svo ekki fyr en þriðja). Hér við bættist svo, að prentararnir kröfð- ust uppbótar á launum sínum fyrir að vinna um jólin. Og á því strandaði. Prentsmiðjueigendurnir neituðu að ganga að því. Og svo komu blöðin ekki út, nema þau, sem áður eru nefnd. Uppbót þessi var þó ekki meiri en svo, að hún hefði numið rúmum 200 kr. fyrir hvert blað, og verður ekki séð, að þau hefðu farið á höfuðið fyrir þá upphæð. (Þau eru betur stæð, en blöðin heima). En þau létu samt ekki undan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.