Alþýðublaðið - 21.01.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.01.1920, Blaðsíða 4
4 A.LÞÝÐUBLAÐIÐ cUŒynning Jrá G&ygcjincjaijélagi xffiayfijavífiur. Aflíðandi næstu mánaðamótum fer fram hlutkesti um íbúðir í húsum félagsins, eftir nánari auglýsingu síðar. Þeir félagsmenn er kynnu að fata úr bænum fyrir þann tima þurfa að skiija eftir skrif- legt umboð til einhvers manns til þess að sækja um íbúðir og gæta réttinda sinna við hlutkestið. t&ramfivœmóasfjórnin. Filltríaráð rertlíðsfélagaMa heldur fund í kvöld, miðvikudag 21. jan., kl. 61/* 1 húsi Fulltrúaráðsins. við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Rætt um bæjarstjórnarkosningarnar. Framkvæmdastjórnin. Prerttnemar geta komist að í Gutenbergsprentsmiðju nú þegar. Verkakvennafél. Framsókn heldur fund á fimtudagskvöld á venjulegum stað og tíma. Félag’slög'in til umræðu. Koli kounngur. Eftir Upton Sinclair. (Prh.). Fyrir starf þetta fengu yfirvöld- in þóknun og félagið fékk viður- kenningu, sem tók af skarið, ef einhver framandi sendimaður skyldi ógna því, með því að krefj- ast skaðabóta. Og það drotnaði svo algerlega yfir lífi og limum fólksins í Norðurdalnum, að aldrei nokkurn tíman höfðu verið goldn- ar bætur fyrir dauða af slysi, eða limlestingu. Seinna komst Hallur að því, að ekki hafði verið höfðað skaðabótamál á hendur nokkurs félags í þessu bygðarlagi síðustu 23 árin Slys þetta varð til þess, að Hallur kyntist námulífinu enn betur. Mike gamii hafði engann til að moka kolum í vagninn sinn, og skoraði á Hall, að taka starfann að sér. Hún var betri en hestasveinsstaðan, því að launin voru tveir dalir á dag. ,En ætli verkstjórinn Ieyfi mér að skifta um?“ spurði Hallur. „Hann flytur þig, gefir þú hon- um tiu dali*, sagði Mike. .Það var leiðinlegt*, kvað Hallur, .en til allrar ólukku hefi eg ekki tíu dali“. .Gefðu honum þá tíu dali skrif- lega", sagðí hinn. Hallur hló. .Taka þeir við á- vfsun upp á rán?“ .Auðvitað gera þeirþað!“ sagði Mike. .En setjum nú svo að eg fari illa með asnana mína", hélt hinn áfram. „Þá fæ eg hann líklegast til þess að flytja mig fyrir ekkert“. „Þá setur hann þig á einhvern bölvaðann stað*, svaraði Mike. „Þá gerir þú hann óðann, hann lætur okkur fá illan stað til að vinna á, sem kostar okkur tíu dali vikuiega. Nei, gefðu honum í staupinu, segðu að hann sé fjandi kræfur karl, komdu honum í gott skap. Þú talar ameríkensku — það lagast*. XX. Halli þótti vænt um að fá tækifæri til þess, að fá nánari kynni af verkstjóra sínum. Alec Stone var þriggja áina hár og digur að sama skapi; handlegg- irnir voru eins og svínslæri — feitir, en þó jötunsterkir. Hann hafði lært að umgangast undir- menn sína á stórjörð f Louisiana — staðreynd, sem skýrði fjöl- margt fyrir Hallj, þegar hann frétti það. Stone hafði þann vana, eins og leikhússtjóri, sem skeytir engu skfrnarnöfnum leikaranna, en kallar þá eftir hlutverkanöfn- unum, að nefna starfsfólkið eftir þjóðerni þess: „Heyrðu þarna Poli, komdu þessum steini upp f vagninnl Nú, nú, J p, komdu hingað með kolin þarnal Haltu kjafti, ítali, og reyndu að taka til vinnu, eða eg skal sparka rassinn úr buxunum þfnum, eins og eg stend hémal* Þetta og hitt. 3000 brezk skip voru máluö skræpótt síðuslu 18 mánuði striðsins. Tilgangurinn var ekki að gera skipin ósýnileg, held' ur að villa kafbátsmönnum sýo um stefnu skipsins, og á þano hátt gera þeim erfiðara fyrir að miða beint, er þeir skutu ÞaU tundurskeyti. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.