Alþýðublaðið - 21.01.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.01.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Grcfið txt af AlþýÖuílokknum. 1920 Síldin. Svo sem kunnugt er, hefir síldin íslenzka selst afar illa í ár. Svo lítið hefir verið boðið í hana, ab um 70 þúaund tunnur munu vera óseldar enn þá. Af þessum 70 þúsund tunnum tnun helmingur, eða liðlega það, vera í Kaupmannahöfn og Gauta- borg, hitt enn þá hér á landi. En það er sem óðast verið að flytja síldina nú frá Vestfjörðum og Norðurlandi, þar eð menn óttast að hafís kunni að loka höfnunum þar, vestra og nyrðra. Varla er hægt að hugsa sér tneira ólag en það, að íslenzka síldin skuli vera óseljandi á sama tíma og Þjóðverjar, Austurríkis- Qienn og margar aðrar þjóðir eru ttiatarlausar. Reyndar er þessi um- rædda síld ekki mikill matur banda Þjóðverjum, því þó það geti haft mjög alvarlegar afleið- ingar fyrir sjávarútveginn íslenzka ef síld þessi, sem að réttu lagi ætti að vera 7 miljóna króna virði, yrði ónýt, þá eru þessar 70 þús. tunnur ekki nema 1 sild á hverja þrjá Þjóðverja, eða liðlega hálf *ild á hvern fullorðinn mann í Þýzkalandi, með öðrum orðum: það er ein máltíð handa Þjóð- verjum (þó með öðrum mat)! Orsökin til þess að síldin selst akki til Svíþjóðar, er álitið að sé, 8utnpart peningatregðan, en þó aÖallega það, að sænskir síldar- Salar hafl myndað samtök til þess að halda niðri verðinu á íslenzkri í þeirri von, að síldareigend- Ur verði að lokum tilneynddir að 8elja síldina fyrir gjafverð. Og þó það yrði niðurstaðan, mundi það alls ekki verða gróði þeirra, sem Ðeyta síldarinnar í Svíþjóð (al- ^úennings) því enginn þarf að efa a^ hún yrði komin í fult verð, l*egar að því væri komiðl Otsökin til þess að Þjóðverjar kauPa hana ekki, mun aftur á Miðvikudaginn 21. janúar móti eingöngu vera peningatepp- an. Pýzka markið er í svo lágu verði að Þjóðverjar geta ekkert keypt, eða réttara, varan verður þeim alt of dýr. Eina ráðið. Eina ráðið til þess að koma síidinni út, virðist vera það, ef hægt væri að koma einhverju af henni, ef ekki allri, til Þjóðverja. Það eru nokkrar líkur til þess, að Svíar færu að bjóða í síldina, ef þeir sæu, að við værum farnir að koma henni út til Þjóðverja (ef það er rétt, sem álitið er, að þeir hafi í raun og veru þörf fyrir hana), Pyrir 3—4 vikiftn héldu síldar- eigendur fund með sér, til þess að ræða um hvað gera ætti í málinu. Magnús Sigurðsson banka- stjóri hafði stungið upp á því, að síldareigendur fengju stjórnina til þess að ganga í málið, en meiri hluti síldareigenda voru þeirrar skoðunar að þeir ættu að reyna sjálflr, hvort ekki væri hægt að semja eitthvað (við Þjóðverja); reyna fyrst að minsta kosti í einn mánaðartíma eða svo. Yiðtal Tið Magnús Sigurðssou bankastjóra. Alþbl. átti tal við Magnús Sig- urðsson bankastjóra um þetta mál. Álit hans var á þessa leið: Það er sennilegt að Þjóðverjar vilji kaupa síldina, en það er varla hægt að koma kaupunum og borg- unarskilmálunum þannig fyrir, að báðum sé hagur að, Þjóðverjum og íslendingum, nema stjórnin gangi í malið. Tryggingin fyrir seijendur er svo margfalt meiri, ef stjórn semur við stjórn, heldur en þegar einstakir menn semja. Auðvitað er ekki átt við að ís- lenzka landsstjórnin semji sjálf persónuiega, heldur að hún feli það annaðhvort útflutningsnefnd, eða setji til þess aðra nefnd. — Landið tók, svo sem kunnugt er, alla síldina í fyrra, og seidi, og 13. tölubl. gekk það ágætlega. Ágóðinn af síldinni var meiri en nokkur hafði búist við. Tæki landið að sér síldarsöluna nú, gæti fyrirkomu- lagið verið með líku móti og þá, nema hvað ekki væri ástæða nú til þess að landið ábyrgðist neitt lágmarksverð. Stjórnin getur ekki átt frumkvæði að því að þetta verði gert; það verða að vera síldareigendur sem gera fyrsta sbrefið, en auðvitað verður landið svo að taka einkasölu á allri þeirri síld sem er hér á landi, og fá umboð til þess að seija alla ís- lenzku síldina sem er erlendis. En þetta þarf að gera sem fyrst, ef á að gera það á annað borð. f*ví lengri tími sem líður, því erfiðara verður við það að eiga. Síldar- eigendur hefðu nú þegar átt að vera búnir að snúa sér til lands- stjórnarinnar. psnæðisleysið stxrsta bðlið. (Niðurl.). Að vísu er mikið verið að byggja, og stendur til að byggja mikið á sumri komandi. Og er þá vonandi, að eitthvað fari að rakna úr fyrir fólki með húsnæði. En ekki er það þeirra dygð að þakka, sem eiga að ráða fram úr vel- ferðamálum þessa bæjar á hag- kvæman hátt. Og tryggasta leiðin undir öllum kringumstæðum er það, að bærinn byggi sjálfur. Vissulega væri þvi fé ekki á glæ kastað, sem bærinn legði í vandaðar búsabyggingar. Það er fyrirtæki, sem margir hagsýnir einstaklingar reka með góðum hagnaði. Getur ekki eða vill ekki bærinn njóta þess hagnaöar líka? Jú, enginn efi! Og vonandi skilst þeim, er trú- að hefir verið fyrir velferð þessa bæjar, að þetta má ekki vera neitt kyrstöðumál.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.