Fjarðarfréttir - 08.06.2022, Síða 6
6 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022
ÞJÓNUSTA, ÍBÚALÝÐRÆÐI
OG FJÁRMÁL
• Áhersla verður lögð á að auka skil
virkni og bæta viðmót í þjónustu við
íbúa.
• Stafræn þjónusta áfram bætt og þró uð,
sbr. ábendingagátt.
• Íbúar verði hvattir til frekari þátttöku í
stefnumótun, ákvörðunum og lýð
ræðislegri umræðu í bæjarfélaginu.
• Áhersla verður áfram á ábyrgan rekst ur
og aðhald í útgjöldum.
• Haldið verður áfram að lækka álögur
og gjöld með sérstakri áherslu á barna
fjölskyldur.
FJÖLSKYLDAN OG FÓLKIÐ
• Gjöld á barnafólk í skólakerfinu verði
áfram lækkuð, meðal annars fyrir
skólamáltíðir og þannig stigin markviss
skref í þá átt að gera þær gjaldfrjálsar.
• Leikskóladagurinn verði endur skipu
lagður með það að markmiði að bæta
starfsaðstæður barna og starfsmanna.
• Unnið verði að því að tryggja börnum
dagvistun frá því að fæðingarorlofi
lýkur með fjölbreyttum leiðum og
stuðn ingi við dagforeldrakerfið og
bilið brúað þar til leikskóladvöl hefst.
• Frístundastyrkir verði teknir upp við
þriggja ára aldur á tímabilinu og frí
stundaakstur verði fyrir öll börn.
• Skólahúsnæði verði nýtt betur í þágu
eldra fólks, t.d. í dans, til sauma eða
smíði og skólamötuneyti verði þeim
opin.
• Heilsueflandi samfélag styrkt enn frek
ar fyrir alla aldurshópa, m.a. með
heima þjálfun til eldra fólks og stutt
verði við tómstundir til kynningar fyrir
börn.
• Haldið verði áfram að byggja upp fjöl
breytta þjónustu, afþreyingu og heilsu
eflingu fyrir eldra fólk og skipulagðar
íbúðir og hjúkrunarheimili í ólíkum
hverfum bæjarins, sbr. á Sólvangssvæði,
í Hamranesi/Völlum og á Hrafnistu
svæðinu.
• Haldið verður áfram að innleiða samn
ing Sameinuðu þjóðanna um réttindi
fatlaðs fólks.
• Unnið verði að samþættingu heima
þjónustu og heimahjúkrunar í sam
vinnu við heilbrigðisráðuneytið.
• Aukin verði upplýsingagjöf til innflytj
enda með kynningu á réttindum þeirra
og fjölmenningarráðið eflt.
• Unnið verði að eflingu og stækkun
heilsu gæslunnar í samvinnu við ríkið
með áherslu á heilsugæslu á Völlum/
Hamranesi.
• Unnin verði húsnæðisáætlun og fram
tíðarsýn um uppbyggingu húsnæðis
fyrir fatlað fólk sem taki mið af því að
tryggja samráð við íbúa um búsetukosti
ásamt því að stytta biðtíma.
• Haldið verður áfram að efla einstak
lingsbundinn stuðning við börn í anda
Brúarinnar og farsældarlaganna.
• Haldið verður áfram að auka lífsgæði
fyrir fólk með geðraskanir.
MENNTUN OG MENNING
• Úthlutunarlíkan til grunnskóla verði
endurskoðað með hliðsjón af almenn
um kennslustundum og stoðþjónustu
til að innleiða til fulls skóla án að
greiningar.
• Unnið verði að stækkun Tónlistar
skólans og möguleikar nemenda til að
geta stundað tónlistarnám í sínum
grunnskóla auknir.
• Aðstaða fyrir leikhús verði tryggð.
• Aðbúnaður frístundaheimila og félags
miðstöðva bættur, m.a. til búnað ar
kaupa og heimanáms.
• Áfram verður áhersla á menning ar
tengda starfsemi og viðburði til að efla
mannlíf og bæjarbrag.
• Unnin verður áætlun til næstu ára varð
andi íþróttaaðstöðu við þá grunnskóla
sem ekki eru með íþróttahús. Greindur
verður kostnaður við keyrslu í íþrótta
hús til lengri tíma, samhliða gert
kostnaðarmat á byggingu íþróttahúsa
og rekstri þeirra.
ÍÞRÓTTIR OG TÓMSTUNDIR
• Endurbótum á Suðurbæjarlaug verður
lokið og hafinn undirbúningur að
endurbótum á útisvæði við Ásvallalaug.
• Haldið verður áfram uppbyggingu
íþrótta mannvirkja í samræmi við
áherslur ÍBH, þar sem knatthús Hauka
og reiðhöll Sörla eru komin á fram
kvæmdastig.
• Næstu verkefni eru að tryggja fram
tíðarhúsnæði fyrir dansíþróttafélag
Hafnarfjarðar og Brettafélagið.
• Áfram verður unnið samkvæmt hjól
reiðaáætlun bæjarins og hjóla og
göngu stígar í bænum og upplandinu
endurskoðaðir til að auka möguleika til
útivistar, efla vistvænar samgöngur og
tengingar við önnur sveitarfélög.
• Unnið verði að skipulagi nýs golfvallar.
SKIPULAG, UMHVERFI OG
UMFERÐ
• Lóðum í Áslandi 4 verður úthlutað í
upphafi kjörtímabils og áfram verður
unnið við skipulag á næsta nýbygg
ingar svæði í landi Hafnarfjarðar,
Vatns hlíð.
• Lögð verður rík áhersla á upptöku
svæðis skipulags höfuðborgarsvæðisins
svo brjóta megi nýtt land og tryggja
þannig nauðsynlegt lóðaframboð til
framtíðar samhliða þéttingu byggðar.
• Skilvirkni í skipulagsmálum verði bætt
með áherslu á styttri afgreiðslutíma
tillagna og erinda sem berast til skipu
lagsyfirvalda.
• Framtíðarlausnir á umferðarálagi við
Reykjanesbraut, frá gatnamótum við
Setberg að Kaplakrika/Álftanesvegi
verði settar í forgang í samræmi við
samgöngusáttmála höfuðborgar svæð
isins.
• Uppbygging framtíðarhúsnæðis og
koma Tækniskólans til Hafnarfjarðar
áfram undirbúin.
• Settar verði upp rafhleðslustöðvar fyrir
bíla og hjól við stofnanir bæjarins.
• Hellisgerði verði fegrað og endurbætt
fyrir aldarafmæli garðsins með nýju
deiliskipulagi sem felur í sér algilda
hönn un og þjónustuhús.
• Áfram unnið að hreinsun og fegrun
umhverfis og viðhaldi gatna og eigna
bæjarins.
• Komið verði upp útivistar og almenn
ings svæði á Völlum.
• Lögð verður áhersla á uppbyggingu í
mið bænum og á hafnarsvæðinu.
Skipu lag á svæðunum styðji við eldri
byggðir og verndun bæjarbragsins
ásamt því að ýta undir blómlegt
bæjarlíf og fjölbreytta þjónustu.
ATVINNU- OG FERÐAMÁL
• Áfram verði fjölgað atvinnulóðum til
að anna mikilli eftirspurn.
• Gerð verði stefna um uppbyggingu
atvinnulífs með áherslu á nýbyggingar
svæði.
• Tækifæri verði nýtt í Krýsuvík til efl
ing ar ferðamennsku með uppbyggingu
þjónustumiðstöðva, auðlindagarðar og
nýtingar auðlinda svæðisins.
• Álagningarprósenta fasteignagjalda
áfram lækkuð.
• Stuðla að nýsköpun og klasatækifærum
tengdum Tækniskólanum.
MÁLEFNA SAMN INGUR
FLOKK ANNA 2018:
Nýr meirihluti með 44,4% atkvæða
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa birt málefnasamning og munu deila bæjarstjórastólnum
Gróska, vellíðan, framsýni er yfirskrift málefnasamnings þeirra tveggja flokka
sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Eru það 6 af 11 bæjarfulltrúum sem gera með sér málefnasamning, 4 full trúar
Sjálfstæðisflokksins og 2 fulltrúar Framsóknar.
Þessir flokkar hlutu þó aðeins 44,4% greiddra atkvæða en vegna d‘Hondt
úthlutunarreglunnar sem stuðst er við, fengu Sjálfstæðisflokkur og Samfylking
einum fleiri bæjarfulltrúm en atkvæða magn þeirra segir til en Vinstri græn og
Píratar fengu ekki fulltrúa sem þeir hefðu átt að fá ef hlutfallslegt vægi atkvæða réði.
Málefnasamningurinn er stuttur, um helmingi styttri en málefnasamningur sömu
flokka fyrir 4 árum síðan.
Þó það komi ekki fram í málefna samn ingnum þá tilkynntu oddvitar flokkanna
að samkomulag hefði verið um að þeir deildu bæjarstjórastólnum á milli sín, Rósa
Guðbjartsdóttir verði áfram bæjarstjóri næsta 2½ árið og Valdimar Víðisson,
oddviti Framsóknar yrði oddviti síðasta 1½ árið af kjörtíma bilinu.
Valdimar Víðisson (B) og Rósa Guðbjartsdóttir (D) undirrita
málefnasamninginn í Hellisgerði sl. miðvikudag.
Lj
ós
m
.:
Af
F
ac
eb
oo
k
sí
ðu
H
af
na
rfj
ar
ða
rb
æ
ja
r