Fjarðarfréttir - 08.06.2022, Qupperneq 13

Fjarðarfréttir - 08.06.2022, Qupperneq 13
www.fjardarfrettir.is 13FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 - skiljum ekkert eftir - mold - trjágreinar - gras - illgresi og arfi - blómaafskurður en ekkert plast - takk! Garðaúrgangsgámur verður til staðar hjá ORKUNNI Reykjavíkurvegi - Hafnarfirði til 3.ágúst ORKUNANÝTUM í að FLOKKA Ný endurgerð Krýsuvíkurkirkja var vígð hvítasunnudaginn 5. júní sl. Af því tilefni var gefinn út bæklingur um sögu endurbyggingarinnar, flutninginn á vett­ vang í Krýsuvík, afhendingu og kirkju­ vígsluna. Krýsuvíkurkirkja brann til grunna aðfaranótt 2. janúar 2010 en kirkjan var byggð árið 1857, gerð upp og endur­ byggð 1964 og síðar færð sem næst í upprunalegt horf með vinnu sem hófst 1986. Kirkjan stóð við hlið Krýsuvíkur­ bæjar ins en það sem eftir var af honum var jafnað við jörðu með jarðýtu um 1960 ásamt fleiri minjum. Þann 25. febrúar 1964 samþykkti bæj­ ar stjórn Hafnarfjarðar að afhenda Krýsu­ víkurkirkju ásamt kirkjugarði og öðrum mannvirkjum tilheyrandi staðn um Hafnar fjarðarsókn til fullrar eign ar og varðveislu, ásamt landspildu um hverfis kirkjuna, samtals 7.096 m² að stærð. Endurgerð kirkjunnar eftir brunann fór fram undir handleiðslu kennara og nemenda Iðnskólans í Hafnarfirði, síðar Tækniskólans og lauk henni áratug síðar. Þann 9. október 2020 var kirkjan flutt á grunn gömlu kirkjunnar. Formleg afhending fór fram á vettvangi 22. júní 2020. Þá var kirkjan afhent Þjóð­ minjasafni Íslands, eiganda kirkjunnar frá árinu 1857, sem síðan fól hana Hafn­ ar fjarðarkirkju til varðveislu. Formleg vígslan tafðist hins vegar vegna heimsfaraldurs þar til sl. hvíta­ sunnudag. Fyrrum vígslubiskup í Skálholti, séra Kristján Valur Ingólfs son, annaðist vígsluna. Var athöfnin mikil að sniðum, samtals 42 dagskrár liðir, þ.á.m. upphenging altaristöflu, upphafsorð formanns Vinafélags Krýsuvíkurkirkju, „Upp er risin Krýsuvíkurkirkja; ljóð ort og flutt af sr. Gunnþóri Ingasyni í tilefni af vígslu kirkjunnar og kirkjubæn sr. Jónínu Ólafsdóttur. Eftir lokaorð for­ manns sóknarnefndar Hafnarfjarðar­ kirkjuvar messuvíni dreypt á gröf Sveins Björnssonar utan við kirkjuna. En hvers mátti fyrrum sýslu maðurinn Árni Gísla­ son í Krýsuvík gjalda? Hann bjó síðast í Krýsuvík 1880 til dauðadags 26. júní 1898. Hafði um tíma hæsta lausafjártíund allra búandi manna á Íslandi. Hann var jarðsettur aftan við kirkjuna og er legsteinn hans þar enn í dag. Hrafnkell Marinósson, kennari við Iðnskólann, átti ekki minnstan þátt í nýsmíðinni. Aðspurður eftir vígslu­ athöfnina í Krýsuvík hvað væri honum minnisstæðast í tíu ára byggingarsögu kirkjunnar á lóð Iðnskólans í Hafnarfirði svaraði hann án umhugsunar: „Félagi, það er samvinna og trú“. Ný Krýsuvíkurkirkja vígð - „Samvinna og trú“ Hryssingslegt veður var á vígsludaginn; suðaustan rigning og þokusúld. Kristján Valur Ingólfsson fv. vígslubiskup annaðist vígsluna. Lj ós m .: Ó m ar S m ár i Á rm an ns so n. Lj ós m .: Ár ni S æ be rg

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.