Fjarðarfréttir - 08.06.2022, Qupperneq 13
www.fjardarfrettir.is 13FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022
- skiljum ekkert eftir
- mold
- trjágreinar
- gras
- illgresi og arfi
- blómaafskurður
en ekkert plast - takk!
Garðaúrgangsgámur
verður til staðar hjá
ORKUNNI
Reykjavíkurvegi - Hafnarfirði
til 3.ágúst
ORKUNANÝTUM
í að FLOKKA
Ný endurgerð Krýsuvíkurkirkja var
vígð hvítasunnudaginn 5. júní sl. Af því
tilefni var gefinn út bæklingur um sögu
endurbyggingarinnar, flutninginn á vett
vang í Krýsuvík, afhendingu og kirkju
vígsluna.
Krýsuvíkurkirkja brann til grunna
aðfaranótt 2. janúar 2010 en kirkjan var
byggð árið 1857, gerð upp og endur
byggð 1964 og síðar færð sem næst í
upprunalegt horf með vinnu sem hófst
1986. Kirkjan stóð við hlið Krýsuvíkur
bæjar ins en það sem eftir var af honum
var jafnað við jörðu með jarðýtu um
1960 ásamt fleiri minjum.
Þann 25. febrúar 1964 samþykkti bæj
ar stjórn Hafnarfjarðar að afhenda Krýsu
víkurkirkju ásamt kirkjugarði og öðrum
mannvirkjum tilheyrandi staðn um
Hafnar fjarðarsókn til fullrar eign ar og
varðveislu, ásamt landspildu um hverfis
kirkjuna, samtals 7.096 m² að stærð.
Endurgerð kirkjunnar eftir brunann fór
fram undir handleiðslu kennara og
nemenda Iðnskólans í Hafnarfirði, síðar
Tækniskólans og lauk henni áratug síðar.
Þann 9. október 2020 var kirkjan flutt á
grunn gömlu kirkjunnar. Formleg
afhending fór fram á vettvangi 22. júní
2020. Þá var kirkjan afhent Þjóð
minjasafni Íslands, eiganda kirkjunnar
frá árinu 1857, sem síðan fól hana Hafn
ar fjarðarkirkju til varðveislu.
Formleg vígslan tafðist hins vegar
vegna heimsfaraldurs þar til sl. hvíta
sunnudag. Fyrrum vígslubiskup í
Skálholti, séra Kristján Valur Ingólfs son,
annaðist vígsluna. Var athöfnin mikil að
sniðum, samtals 42 dagskrár liðir, þ.á.m.
upphenging altaristöflu, upphafsorð
formanns Vinafélags Krýsuvíkurkirkju,
„Upp er risin Krýsuvíkurkirkja; ljóð ort
og flutt af sr. Gunnþóri Ingasyni í tilefni
af vígslu kirkjunnar og kirkjubæn sr.
Jónínu Ólafsdóttur. Eftir lokaorð for
manns sóknarnefndar Hafnarfjarðar
kirkjuvar messuvíni dreypt á gröf Sveins
Björnssonar utan við kirkjuna. En hvers
mátti fyrrum sýslu maðurinn Árni Gísla
son í Krýsuvík gjalda? Hann bjó síðast í
Krýsuvík 1880 til dauðadags 26. júní
1898. Hafði um tíma hæsta lausafjártíund
allra búandi manna á Íslandi. Hann var
jarðsettur aftan við kirkjuna og er
legsteinn hans þar enn í dag.
Hrafnkell Marinósson, kennari við
Iðnskólann, átti ekki minnstan þátt í
nýsmíðinni. Aðspurður eftir vígslu
athöfnina í Krýsuvík hvað væri honum
minnisstæðast í tíu ára byggingarsögu
kirkjunnar á lóð Iðnskólans í Hafnarfirði
svaraði hann án umhugsunar: „Félagi,
það er samvinna og trú“.
Ný Krýsuvíkurkirkja vígð - „Samvinna og trú“
Hryssingslegt veður var á vígsludaginn; suðaustan rigning og þokusúld.
Kristján Valur Ingólfsson fv. vígslubiskup annaðist vígsluna.
Lj
ós
m
.:
Ó
m
ar
S
m
ár
i Á
rm
an
ns
so
n.
Lj
ós
m
.:
Ár
ni
S
æ
be
rg