Merkúr - 07.08.1940, Síða 2
Fínir búðar
menn.
Viðtal
Þessi saga skeði á þeim árum
þegar Bernburg stjórnaði hljóm-
sveitinni á Bíó-Café. —
Það væri að vísu vel við eig-
andi að fyrsta verzlunarmannablað,
sem út kemur á Siglufirði, minnt-
ist þessa manns, því margar af
endurminningum okkar siglfirzkra
verzlunarmanna — og að líkindum
líka reykvískra — eru að einhverju
leyti tengdar við þennan hljóm-
sveitarstjóra.
Síðan hann fór héðan, minnist
eg hans í hvert skipti sem »enginn
nennir að dansa«, eða dansgest-
irnir spyrja: »Hvar hefir hljóm-
sveitin náð í þetta jarðarfararlag*,
— því það gat enginn »setið« þeg-
ar Bernburg gekk á milli borðanna
á Bíó-Café og var í essinu sínu.
Hann var fæddur listamaður. —
Eg minnist hans nú, er hann hélt
hljómleikana í Bíó, með aðstoð
hljómsveitarinnar af norsku varð-
skipi sem hér var statt, svo og
allra beztu hljómlistarmanna þessa
bæjar. —
Það var unaðslegur sunnudagur
— ógleymanlegur.
Bernburg var aftur ungur —
kjólklæddur, einráður yfir öllum
þessum tónelsku mönnum — ör-
uggur og viss, leiddi hann söngv-
ara og hljómsveit frá einu verk-
efninu í annað og við sem hlust-
uðum hugfangi — og horfðum
líka hugfanginn á Bernburg og
alla hans aðstoðarmenn — við
höfum eflaust fundið til þess þá,
að líf hans og líf okkar hafði alltaf
leitað að einnverju iiku pessu —
fegurð — friði — einhverju sem
gæti »hjartanu ljós og yl«.
En þessi útúrdúr um Bern-
burg minnir mig einmitt á það, er
við Gústi* prouianteruðum heila
nótt á Smoking. Þetta var ein-
mitt á þeim árum, sem lífsglatt
fólk leitaði til Siglufjarðar og þá
sérstaklega til þess að komast á
klúbb-ball á Bíó-Café hjá Bern-
burg. —
Jæja, — það hafði verið »bræla«
í heila viku og flotinn allur verið
útí þann tíma. — Við »búðarmenn«
máttum því eiga von átörn, þegar
skipii kæmu inn. Enn þávarekk-
ert riuio — engin flugvél — og
ekkert sem hét talstöðvar. — Skip-
in gátu því komið eins og »and-
skotinn úr heiðskíru lofti« — án
þess að við hefðum hugmund um.
— Og nú var laugardagskvöld og
klúbbur hjá Bernburg á Bíó-Café.
Við vorum upp-pússaðir — smok-
ing — lakkskór — hvítt vesti
*Gústaf Þórðarson, þá verzlunarstjóri
Verzl. »Sv. Hjartarson«.
laginu eru nú allmargir mjög
áhugasamir meðlimir, og þess er
að vænta, að þeim takistað hrista
svefnmókið af hinum, sem annað-
hvort hafa vanrækt skyldur sínar
við félagið — og þá sjálfa sig
jafnframt — eða alls ekki haft
rænu á að gerast meðlimir. Einnig
óskum við þess, að þeir fáu, ann-
ars ágætu verzlunarmenn, sem af
sérstökum ástæðum ekki hafa til
þessa séð sér fært að ganga i fé-
lagið, komi nú líka með í hópinn
og geri sitt til þess að leysa þau
verkefni, sem bíða úrlausnar.
Balduin Þ. Kristjánsson.
o. s. frv., búnir að »panta borð«
og bjóða dömu« — sem sagt eins
og það heitir verzlunarmannamáli:
»Allt á einum stað og allt ífúnkis«.
Við höfðum samt sagt dömunum
okkar að fara á ballið — þótt við
ekki sækturn þær, því skeð gæti
að við tefðumst við skipaafgreiðslu.
Klúbb-böllin byrjuðu kl. 11|—12.
— Við vorum víst báðir tilbúnir á
slaginu 11| — þvi í þá daga var
hver mínútan mikils virði. —
Þegar eg fór út úr »Hamborg«,
mætti mér fyrsti kokkurinn, Hann
vantaði tiltölulega lítið, svo eg
var enga stund að afgreiða hann.
En hann sagði mér þá gleði!!-
fregn! að allur flotinn hefði fengið
síld, meira eða minna og væri á
leið í land.
Nú voru góð ráð dýr. — Það er
hættulegt að bjóða »dömunni sinni«
á klúbb og mæta svo ekki. —
Hún getur tekið upp á þeim skratta
að hefna sín á manni með því að
»vera ekkert upp á svona herra
komin«.
Á klúbbinn varð því að fara,
hvað sem það kostaði.
Milli kl. 12 og 1 var örlítið hlé
á komu kokkanna, sem var notað
til þess að bursta hveitið af lakk-
skónum og smokingsbuxunum. —
Svo slökkva ljósin og smella í lás.
Á tröppum verzlunarinnar mætir
mér einn ko’kkurinn, sem þó ekki
þekkir mig í myrkrinu, því þegar
saga þessi gerðist var komið fram
yfir 25. ágúst. — Hann heldur að
eg hafi verið að gera tilraun til
pess ao Komasi ínn i uuunm ug
spyr: »Er ekki strákurinn við?«
»Nei«, segi eg, »hann er áballi«.
»Fari hann í kol-bullandi------«
heyri eg hann tauta um leið og
eg laumast út í myrkrið. —
Nú gildir það að mæta ekki
mönnum á hvítum treyjum. — En
þeir eru á hverju strái upp alla
Aðalgötuna.
Marga kokkana þekkir maður
og Iofar hamingjuna í hljóði fyrir
myrkrið. — Allt í einu er kallað:
»Jón!« — Eg hugsa: Ekki svara.
— Það ert ekki þú sem verið er
að kalla á. — Áfram — áfram —
allir kokkar verða að bíða. — Það
er klúbbur hjá Bernburg á Bíó-Café
— daman og borðið bíða: — Og
enn er kallað: »Jón! Jón í Ham-
borg!« — Nú er ekki undankomu
auðið. Þetta er Siggi Sædal, bezti
vinur okkar í Hamborg fyrir ljúf-
mennsku og lipurð. — Eg segi
honum hvernig ástatt er. — Allt í
lagi, segir hann. Við förum bak-
dyramegin og kveikjum hvergi
Ijós! Þetta var þjóðráð.
En út úr myrkrinu komu 4
kokkar um leið og eg opnaðibak-
dyrnar. — Allir allslausir. — Það
var því ekki um annað að gera
en kveikja ljós. —
Nú verður að duga eða drepast.
Allir kokkarnir eru settir í af-
greiðslu. Látnir skipta hveitipokum,
sykurkössum o. s frv. En tíminn
líður — daman bíður. — Það er
ekki nóg að kokkarnir séu alls-
lausir af öllu, heldur koma þeir
með pantanir frá 16—18 skipverj-
um. — Reyktóbak, neftóbak, comm-
ander, vettlinga.
16—18 nótur verður að afgreiða
handa hverju skipi.
Einn kokkurinn af öðrum fer.
Handvagn verzlunarinnar er alltaf
í gangi. — Það er æruloforð að
skila honum strax — eftir hverja
ferð. —
AUtaf bætist við í hópinn sem
bíður eftir afgreiðslu. — Klukkan
gengur helmingi harðara envana-
lega. Það er byrjað að birta.
Það er klukkutími þar til klúbb-
urinn hættii'! Flýttu þérnú! argar
einhver rödd í undirvitund minni.
Flýttu þér! — Ef þú nærð í sið-
ustu dansana, þá getur þú bjargað
öllu. — Og mjólkui'dósir, neftóbak,
Commander og vetlingar fljúga úr
hillunum í Hamborg — í einn
kokkinn á fætur öðrum.
En ekkert dugar. — Alltaf koma
tveir í stað þess er fer. —
Það er útséð um þessa klúbb-
ferð. Flibbinn er orðinn að »Iin-
um flibba«, skyrtan eins og maður
hefði verið faðmaður og kystur
í fleiri tima! — Ananasinn og
rjóminn bíða inn á kontórnum —
Daman bíður upp á klúbbnum,
— herralaus og kannski auralaus.
Rivalinn fær þarna ómetanlegt
tækifæri til þess að »sfinga mig
út«. —
Og þetta var einmitt nóttin »sem
átti til skarar að skríða«.
Síðasta tilraunin er gerð tilþess
að »hreinsa búðina«, en hún end-
ar með því að hei! skipshofn ryðst
inn um dyrnar! —
Baráttan er á enda. Egséíanda
Bernburg kalla »sidste vals« og
tilkynna að klúbburinn ætli í reið-
túr inn í Fljót í fyrra málið og »Te
som ikke have heste — te geta
riðið á belja . . . Einhver hefir
auðvitað borgað fyrir dömuna mína
— kannske rívalinn minn. Það er
sár hugsun, sem þó fær ekki tírna
til að grassera fyrir annríkinu.
Fólkið streymii' eftir Aðalgötunni,
glatt og kátt, nýkomið af klúbbn-
um. — Sumir reka nefið inn og
senia: »Ertu að afnreiða! Enn svnd!
— Það var svo fjörugt! Eg er
hræddur um að »dótið« þitt þurfi
að þakka þér fyrir boðið! — —
Eg get engu svarað. — Hver
getur svarað glensi á örlaganna
stund. Og þegar svo »dótið« mitt
birtist í búðardyrunum með »ríval-
inn« undir arminum, þávar »bikar
þjáninganna í botn tæmdur«. —
Hún aðgætti vandlega flibbann
minn og óhreinu smóking-buxurn-
ar, síðan sagði hún við herrann:
Hefirðu nokkurntíma séð búðar-
mann á smoking við hveiti-
afgreiðslu? — Rívalinn minn hló
— »dótið« mitt hló — sjókarlarn-
ir í búðinni hlóu. — Þegar hlátur
þeirra dvínaði hallaði hún sér fram
á búðarborðið og sagði:
»Eg þakka þér kærlega fyrir
boðið, sérstaklega fyrir aðgöngu-
miðann (en hann lá ennþá í vasa
mínum) og svo allar traktering-
arnar og dansana«.
Fyrirlitningin í rödd hennar var
svo hjartanleg, að mér fannst hún
fylla búðina löngu eftir að hún
var farin.
Þegar klukkan var að verða 6
var síðasti »kúnninn« afgreiddur.—
Eg lokaði. — Það var ekkert við-
lit að fara að sofa eftir slíka nótt!
— Gönguferð upp í Hvanneyrar-
skál var það minnsta sem lægt gæti
þá ógurlegu æsingu sem inni fyrir
bjó. —
Þegar eg kom upp að Verzl. Sv.
Hjartar var Gústi Iíka á smoking
að hjálpa einum kokknum með
hveitipoka út á kerru og .2 sjó-
menn á hvítum treyjum biðu við
dyrnar.
Eg gladdist innilega yfir því að
sjá útlitið á Gústa, því það var
öllu verra en sjálfum mér. Og
þegar eg svo komst að því, að
hann hafði ekki heldur komist á
klúbbinn og daman hans þakkað
honum með svipuðum orðum og
wið elzfa sfaríandi
fjarðar, IÓN
Eg var á heimleið, og var ein-
mitt að hugsa um, hvað eg ætti
að skrifa í »Merkúr«, er eg rakst
á Jón. Hann heilsaði glaðlega, eins
og hans er vandi, og ætlaði að
ganga íramhjá, en eg var ekki
alveg á því að láta hann sleppa
svo billega Eg kallaði til hans:
•HeyrðuJón, geturþúekki sagtmér
hverer elzti starfandi verzlunarmaður
hér í Siglulirði«. »Það ætt að vera
hægur vandi«, svaraði Jón, »því
að eg veit ekki betur en að það
sé eg sjálfur«. Eg þóttist hafa veitt
þarna vel, og tók undir handlegg-
inn á Jóni og fékk hann til að
ganga með mér heim og rabba
við mig stundai'korn.
»Þú hefir líklega frá ýmsu að
segja í sambandi við verzlunar-
störf þín?« spyr eg Jón, þegar
við vorum seztir og höfðum feng-
ið okkur vindlinga.
Jón þagði augnablik, eins og
hann væri að hugsa sig um, og
sagði svo: »Nú eru 40 ár síðan
eg gerðist verzlunarmaður. Það var
vorið 1900, að eg réðist til Einars
sál. Guðmundssonar, kaupmanns í
Haganesvík. Eg fékk kr. 60,00 á
mánuði, og þótti það ágætt- kaup
í þá daga, því að vöruverð var þá
miklum munlægraennú. Semdæmi
vil eg taka, að þá kostaði sykur 25
aura pundíð. — Þegar eg hafði
fengið þessa atvinnu, fannst mér
að ég hefði ráð á að gifta mig, og
gerði það líka þetta sama ár«.
»Hvað var langur vinnutími hjá
ykkur?»
f'cið vnr ongin 17'ÍnTll]-
tími. Fólkið var afgreitt þegar það
kom, hvort sem var að kveldi
eða degi. Mest var þó á
sunnudaga. Þá var venjulega blind-
ös frá morgni til kvelds».
Hvað varst þú lengi hjá Einari?
»Eg var þar9ár, eða þartilhann
dó og verzlunin hætti. Þá fór eg
í Kaupfélag Haganesvíkur og var
þar þá kaupfélagsstjóri séra Jón-
mundur Halldórsson. Þar var eg
aðeins eitt ár, og réðist þá til Ed
valds Möller, sem var verzlunar-
stjóri fyrir Gránufélagsverzluninni
og var þar til ársins 1921, að ég
fluttist hingað.
»Hafðir þú engin aukastörf?«
»Jú! Mikið af þessam tíma var
ég líka póstafgreiðslumaður í Haga-
nesvík, og hafði fyrir það kr. 80,00
á ári. Mér þótti kaupið lítið, og fór
fram á að það yrði hækkað upp í
kr. hundrað, póststjórnin sá sér
það ekki fært og sagði ég þá starf-
inu lausu«.
»Hvað fékkstu að starfa, þegar
þú komst hingað til Siglufjarðar?
»Fyrst þegar ég kom hingað,
i'éðist ég til Guðmundar Hafliða-
sonar, og vann hjá honum, bæði
við verzlun og skipaafgreiðslu. Frá
eg fékk hjá balldömu minni. —
Já, þá gátum við ekki annað en
hlegið að öllu saman, þrátt fyrir
allt mótlæti næturinnar.
Síðan, þegar Gústi lokaði á eftir
síðasta kokknum, var seztaðkrás-
um þeim, sem á klúbbnum áttiað
neyta — og með hækkandi sól
kom batnandi skap og tveir »fínir
afgreiðslumenn« Iögðust til svefns
í ágætu skapi, um kl. 9 þennan
sunnudágsmorgun.
Jón Gíslason.
verzlunarmann Siglu-
IÓMASSON.
honum fór eg svo í verzl. Halldórs
Jónassonar, og hefi verið þar s. 1.
17 ár.
»Hvernig hefir þú kunnað við
starfið?«
»Vel, eða réttara sagt ágætlega.
Eg hefi aldrei óskað eftir að breyta
til, og vona, að eg þurfi ekki að
gera það. Mér hefir Iiðið vel, og
tekist að sjá um mig og fjölskyldu
mína. Eg hefi aldrei haft minna
kaup en kr. 60,00 á mánuð, og
aldrei meira en kr. 200,oo.
»Er ekki eitthvert atvik, sem þér
er sérstaklega minnísstætt frá starfs-
tíma þínum?«
»Það gæti verið ýmislegt, en eg
held að eg láti það nú samt ósagt hér«.
Jón brosir, eins og hann sé að rifja
upp gamlar endurminningar, og
segir síðan: »Það var cft skemmti-
Iegt, þegar fyrst var farið að nota
metra mál. kom þá ekki ósjaldan
fyrir, að beðið ''var um einn og
tvo metra af ýmsum nýlenduvör-
um. Það mesta, sem eg hefi verið
beðinnum ímetratali,er 1 kilometer
af kringlum«. Jón lítur á klukk-
una og rís á fætur. »Nú verð eg
að fara, en að síðustu vil eg segja
að eg ann verzlunarstarfinu, og á
ekki aðra ósk heitari en þá, að
mega halda því áfram á meðan að
kraftar endast, góða nótt».
»Góða nótt Jón minn, og þökk
fyrir«.
Eg horfi á eftir honum upp göt-
una. Hann er léttur í spori, og það
er varla að eg geti trúað því að
hann sé 69 ára gamall.
»Merkúr« óskar Jóni Jónassyni
hjartanlega til hamingju með 40
ára starfsamælið, og allrar bless-
unar í framtíðinni.
S. G.
Dýrtíðaruppbót til
verzlunarmanna.
Þegar sýnt var, hver endalok
frumvarp um launa-uppbót til
verzlunarmanna fékk á síðasta
Alþingi — og almenningi eru
kunn — beitti verzunarmannafé-
lagið í Rvík sér fyrir því, að gef-
in yrðu út bráðabyrgðalög, sem
veittu verzlunarmmannastéttinni
sömu kjarabætur vegna vaxandi
dýrtíðar og opinberir starfsmenn
hafa. Þótt á tímabili liti helzt út
fyrir, að hugsuð bráðabyrgðalög
yrðu gefin út, varð endirinn sá,
að vor háttvirta ríkisstjórn treyst-
ist ekki sem heild til þess að
gera verzlunarfólkinu hliðstæða
úrlausn við það, sem allar
aðrar stéttir höfðu fengið.
Eftir að málið var þannig gjör-
strandað á hinum viðsjárverðu
grynningum löggjafans, var ekki
nema um eina leið að ræða:
að skírskota til sanngirni og rétt-
lætiskenndar húsbænda verzlunar-
fólksins og fá þá til að greiða
óskaðar launabætur. Hefir þessi
viðleitni víðast borið tílætlaðan
árangur og mætt velvilja og skiln-
ingi frá hálfu kaupmanna, kaup-
félaga og annara fyrirtækja.
Hér í Siglufirði hafði Félag
verzlunar- og skrifstofufólks nokkru
áður en vitað var um endalok er-
indis verzlunarmannafélagsins í
Reykjavík til ríkisstjórnarinnar, kos-
ið nefnd til þess að bera fram
óskir siglfirzks verzlunarfólks við
verzlanir og fyrirtæki á staðnum.
I nefndinni áttu sæti: Baldvin Þ.