Mosfellspósturinn - 12.12.1980, Side 8

Mosfellspósturinn - 12.12.1980, Side 8
Reykjavíkurborg ræður verði á heita vatninu þau skilyrði fylgja annars hagstæðum samningi um kaup Mosfellinga á heitu vatni úr iðrum Mosfellssveitar! Flestum húsráðendum í Mos- fellshreppi hefur blöskrað sú hækkun, sem orðið hefur á hita- veitureikningunum á liðnu tólf mánaða tímabili, svo ekki sé talað um lengra aftur í tímann. Þó Mos- fellingar eigi við góðan kost að búa að því er snertir upphitun húsa, þá leituðum við skýringa á hinum öru hækkunum á heita vatninu sem úr iðrum Mosfellssveitar kemur. „Það var á árunum 1973 eða 1974 sem leitað var eftir og samn- ingar tókust um kaup Mosfells- hrepps á heitu vatni frá Reykjavík- urborg, eða réttara sagt vatni frá borholum borgarinnar í Mosfells- sveit,” sagði Jón M. Guðmunds- son oddyiti í samtali við M-póst- inn. „Vatnið er-keypt á heildsölu- verði, þ.e. að frádregnum dæling- arkostnaði. Samningurinn gerir ráð fyrir að Mosfellshreppur fái vatn eftir þörfum og sé það afgreitt úr stútum á ákveðnum stöðum.” „En það skilyrði setti Reykjavík- urborg fyrir þessari vatnssölu, að taxtar til notenda í Mosfellssveit yrðu er fram liðu stundir þeirsömu og í Reykjavík gilda,” sagði Jón. Oddvitinn sagði að síðan heíði verð heita vatnsins í Mosfellssveit hækkað í takt við allar gjaldskrár- hækkanir í Reykjavík. Auk þess heíði á tímabilinu orðið að hækka vatn meira hér en í borginni, því um það leyti sem samninurinn var gerður og nokkuð á eftir voru taxt- ar á heitu vatni í Mosfellssveit um 60% af því sem verðið var í Reykjavík. Þetta hil varð að vinna upp til að uppfylla skilyrðin í samningunum um aukið vatn til Mosfellssveitar. „Ætla mætti því að hagur Hita- veitu Mosfellshrepps væri góður,” sagði Jón, „og víst má telja hann það miðað við aðrar hitaveitur. En mörg verkefni þurfti að leysa. Fyrstu götuæðar fyrir heitt vatn áttu húseigendur sjálfir. Það var í Hlíðartúni og t.d. við Markholt og Lágholt. Þessi heimæðakerfi voru yfirtekin af hreppnum, sum þurfti að endurnýja og leggja þurfti nýjar leiðslur um ótal götur í nýjum og dreifðum hverfum. Mosfellssveit á við þann ókost að stríða að byggðin er dreifð, en sé ekki verið að ræða um hitaveitumál er slík dreifing yf- irleitt mikill kostur,” sagði Jón1 od^viti. Hagnaðurinn sem Hitaveita Mosfellssveitar hefur haft af hag- stæðum kaupum á heitu vatni, hef- ur því öllum verið varið til eflingar hitaveitunni og að búa í haginn fyrir ný og gömul hverfi. Mosfell- ingar geta því hugsanlega sætt sig við það að láta hitaveitureikning- ana hækka, þó þeir búi í mestu heitavatnslind sem enn er virkjuð í heiminum að því bezt er vitað. En undarlegt finnst sumum þó, að það sé Reykjavíkurborg sem ákveði verð vatnsins í þessari sveit. 12. desember Í980 Golfklúbbur stomaður í Mosfellssveit — Yfir 50 mættu á stofnfundi Stofnfundur gollklúbbs í Mos- fellssveit var haldinn s.l. sunnudag og þar skráðu sig yfir 50 manns sem stofnendur. Orn Höskuldsson var kjörinn formaður en aðrir í stjórn eru Einar Tryggvason, Hilmar Sig-' urðsson, Georg Tryggvason, Gísli Arnason, Sigrún Ragnarsdóttir og Valgerður J akobsdóttir. Þar sem fundarboð fóru seint og illa út var ákveðið að hafa stofn- skrána opna til áramóta. Nýja stjórnin hefur ástæðu til að ætla að margir fieiri vilji gerast stofnfélagar. Getur fólk snúið sér til hvers sem er af stjórnarmönnum. Farið er að huga að landi fyrir golfvöll og stefnt er að því að klúbb- urinn komi sér upp aðstöðu fyrir vorið. Handboltavertíðin er á fullu og þar eru lið Aftureldingar í eldlínunni um helgina. Meistara- flokkur kvenna leikur við þær úr Fylki að Varmá á sunnudaginn kl. 17.15. Meistaraflokkur karla un etja kappi við ÍR-inga í annarri deildinni í Laugardalshöllinni klukkan tvö á morgun, laugardag. — Viðtal við forráðamenn Aftureldingar er á bls. 2 Á skiptimiða hvert sem £ T> — Samvinnasérleyfís er í Keykjavik og Svr Eitt þeirra vandamála íbúa í Mosfellssveit sem brýnast kallar á lausn eru áætlunarferðir milli byggðarlagsins og Reykjavíkur. Umferðarnefnd sveitarfélagsins hef- ur unnið að lausn þessara mála í sumar og er þess nú að vænta, að lausn sé í sjónmáli. Umferðarnefndin hefur m.a. tekið upp viðræður við ráðamenn Strætis- vagna Reykjavíkur og það með góð- um árangri. Stefnt er nú að því að koma því kerfi á að „sérleyfisferðir” til og frá Mosfelissveit hefjist og endi á Bæjar- hálsi, þ.e. við gatnamót Höfða- bakka, Arbæjar- eða Suðurlands- vegar og Vesturlandsvegarins. Þar er rætt um að kerfi Strætis- vagna Reykjavíkur taki við. Gildi í strættsvognunum serstakt skipti- miðakeríi, þannig að hver sem vill komist í eða úr Mosfellssveit og hvert sem er í Reykjavík á einum og sama miðanum. Þetta nauðsynjamál getur M- pósturinn væntanlega tekid betur fyrir í næsta blaði. Einn á atvinnu- leysisskrá í Mosfellshreppi Einn karlmaður var a atvmnu- leysisskrá í Mosfellshrepi síðasta dag nóvembermánaðar og atvinnu- leysisdagar í mánuðinum urðu 18 hjá þessum eina manni. Samkvæmt skrá félagsmálaráðu- neytisins er hér um iðnaðarmann að ræða. Mega Mosfellingar vel við una hvað atvinnuástand snertir, að hér skuli aðeins vera einn án atvinnu af 405 á öllu landinu og atvinnuleysis- dagar 18 af 5884 dögum á öllu land- inu í nóvember. Jólasala Geysis um helgina Kiwanisklúbburinn Geysir gengst fyrir árlegri jólasölu sinnt nú um helgina. Félagar í Geysi munu fara í öl! hús Mosfells- sveitar og bjóða til sölu jólatré, greinar og jólapappír. Að venju er öllum ágóða varið til styrktar góðum málefnum. Formaður KiWanisklúbbsins Geysis er Hreinn Pálsson Aspartetg 2. Jólasalan hefst í kvöld og held- ur síðan áfram á morgun laug- ardag og sunnudag.

x

Mosfellspósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellspósturinn
https://timarit.is/publication/1781

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.