Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1980, Blaðsíða 7

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1980, Blaðsíða 7
7 eru nú til athugunar hjá bæjaryfirvöldum og er ákvörðunar að vænta á næstunni. 1 Hvammahverfi í heild verða rúmlega 50 ein- býlishús, um 80 raðhúsaíbúðir og í kring um 170 íbúðir í þéttbýli. Einnig er lokið skipulagningu hverfis á S-austur Hvaleyrarholti (30) í beinu framhaldi af byggð sem þar er fyrir. Er þar gert ráð fyrir um 100 íbúðum í blandaðri byggð. Gerð hefur verið almenn úttekt á helstu nýbyggingarsvæðum öðrum, en þau eru suðaustan Reykjanesbrautar (31). Má gera ráð fyrir að þar rúmist a.m.k. 1500-1600 íbúðir. Frumkönnun hefur verið gerð á hugsanlegri íbúðabyggð suðvestan í Hvaleyrarholti og gætu þar bæst við 6-700 íbúðir. Skipulag nýs iðnaðarhverfis norðan Kaplakrika, austan Keflavíkur- vegar (32) var samþykkt og staðfest sl. haust. Mun það væntanlega fullnægja þörf Hafnarfjarðar fyrir atvinnusvæði næsta áratug. Byggingarframkvæmdir eru hafnar á svæðinu. 2. Endurskoðun aðalskipulags Annar meginverkefnaflokkur skipulagsdeildar er endurskoðun aðal- skipulags Hafnarfjarðar 1968-83. Aðalskipulagið var í vinnslu til ársins 1972. Þetta aðalskipulag Hafnarfjarðar var ekki stað- fest, en samþykkt af bæjarstjórn og hefur síðan verið unnið eftir því. Endurskoðun var tímabær 1978 og hófst þá. Fyrsta aðalskipulag Hafnarfjarðar var staðfest árið 1933, en síðan hefur ekki verið staðfest aðalskipulag af bænum. Lokið er athugunum á atvinnusvæðum og íþróttasvæðum auk könnunar á nýbyggingarsvæðum, sem fyrr var nefnd. 3. Endurskoðun miðbæjarskipulags Endurskoðun miðbæjarskipulags er þriðji megin verkefnaþátturinn, og staðfest miðbæjarskipulag Hafnarfjarðar er frá árinu 1967. (Smábreyting staðfest 1977). Hafin er grunnvinna við gagnasöfnun og kortagerð. Unnið er að tveimur verkefnum í þéttingu byggðar. Annars vegar á mótum Garðavegar og Hraunbrúnar (33) þar sem gert er ráð fyrir um 12 íbúðum. Hins vegar athugun á hugsanlegri íbúðabyggð vestan Reykjavíkurvegar milli Norðurbæjar og gamla bæjarins 40-50 íbúðir. Staófesting skipulags Sainkvæmt 9. gr. Byggingarlaga sem tóku gildi 1. jan. 1979 skulu allar byggingarframkvæmdir, niðurrif húsa og breytingar á notkun þeirra vera í samræmi við staðfest aðalskipulag og samþykkt deili- skipulag. Sama dag tók gildi breyting á Skipulagslögunum, og kveður 4. gr. þeirra nú á um að öll sveitarfélög séu skipulagsskyld og að allar byggingar ofanjarðar og neðan og önnur mannvirki, sem hafa áhrif á útlit umhverfisins, séu gerð í samræmi við skipulag sem samþykkt hefur verið af hlutaðeigandi sveitarstjóm og skipu- lagsstjóm ríkisins. Eftirfarandi yfirlit sýnir staðfesta skipulagsuppdrætti á höfuð- borgarsvæðinu (miðað v. 18. apríl '79 - heimild Skipulag ríkisins). KJALARNESHREPPUR ............................. 30. okt. 1975 MOSFELLSSVEIT, Brúarland ..................... 9. maí 1949

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.