Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1980, Blaðsíða 2

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1980, Blaðsíða 2
Staóa aóalskipulags og fyrirhuguó byggingarsvcBÓi Eftirfarandi yfirlit gefur til kynna stððu aðalskipulags í þeim 8 sveitarfélögum sem aðild eiga að Skipulagsstofu höfuðborgar- svæðisins og hvaða byggingarsvæði er fyrirhugað að taka í notkun á næstunni. Ráðgert er að gefa út álíka yfirlit yfir framkvæmdir þessara sveitarfélaga, eftir því sem tilefni gefst til. Mynd á næstu síðu sýnir legu fyrirhugaðra byggingarsvæða. KJALARNESHREPPUR Kjalameshreppur var úrskurðaður skipulagsskyldur árið 196 3, samkv. beiðni hreppsnefndar. í Kjalameshreppi hefur verið gert deiliskipulag af þéttbýlishverfi (1) í landi hreppsins á jörðinni Grund, skammt vestan Klébergsskóla og félagsheimilisins Fólkvangs. Þetta skipulag var staðfest árið 1975. \ ÍBÚÐARHVERFI VIÐ BERGVÍK - SKIPULAG RlKISINS 1 hverfinu í heild er gert ráð fyrir 154 íbúðxim, en í þeim hluta sem búið er að undirbúa fyrir byggingar eru 40 einbýlishús og 11 rað- hús. Þegar er búið að úthluta 34 einbýlishúsa- og 5 raðhúsalóðum, en eftir eru 8 einbýlishúsa- og 5 raðhúsalóðir. 1 fyrsta byggingaráfanga eru 5 iðnaðarhúsalóðir, sem ekki hefur verið úthlutað ennþá. Lóðimar eru að mestu tilbúnar til notkunar og eru efst í hverfinu, meðfram Vesturlandsvegi. 1 sumar (1980) verður aðalgata hverfisins malbikuð, alls 412 m. Götuljós hafa verið sett upp og verður aukið við þau í ár. Tenging sjálfvirkra síma stendur yfir í hreppnum. Hverfið er á veitusvæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.