Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1980, Blaðsíða 12

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1980, Blaðsíða 12
ÍBÚAFJÖLDI SVEITARFÉLAGA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU 1960 1965 1970 1975 1979 Reykjavík 72 .407 78.399 81.684 84.856 83.536 Kópavogur 6.213 9.204 11. 165 12.570 13.533 Hafnarfjörður 7.160 8.135 9.696 11.599 12.158 Garðabær 1.013 1.850 2.868 4.108 4.731 Bessastaðahreppur 165 213 218 295 422 Se1tjarnarnesbær 1.310 1.790 2.153 2.564 2.981 Mosfellshreppur 727 878 986 1.744 2.724 Kjalameshreppur 225 204 201 248 283 samtals: 89.220 100.673 108.971 117.736 120.368 Allt landið: 177.292 193.758 204.578 219.033 226.339 Mannfjðldaspá Framkvamdastofnunar fyrir hðfuðborgarsvæðið 1978-1988. 1978 1983 1988 118.923 122.819 127.072 Helstu forsendur: 1) Grunnurinn að spánni er mannfjöldi 1. 12. '78. 2) Fæöingartíðni skv. reynslu ársins 1977. 3) Dánartíðni skv. reynslu 1973-'77. 4) Millilandaflutningar skv. reynslu 1973-'77. 5) Innanlandsflutningar skv. reynslu 1976-'78. 6) Giftingar- og skilnaðartíðni skv. reynslu 1977. Náttúruminjaskrá höfuóborgarsvœóisins Náttúruverndarráð undirbýr nú útgáfu á yfirliti um náttúruminjar höfuð- borgarsvæðisins. Verkið er að stofni til skýrsla ráðsins til Skipulags- stjóra ríkisins frá árinu 1974 með skrá yfir núverandi og æskileg náttúru- vemdarsvæði. Ætlunin er að endurskoða þessa skýrslu, auka hana talsvert og gefa út í fjölriti ásamt yfirliti á uppdrætti, sem sýnir hvert svæði fyrir sig og hvernig þau flokkast. Þess er vænst að ritið verði eins konar handbók fyrir skipulags- og náttúruvemdaraðila til glöggvunar á áliti og stefnu Náttúruvemdarráðs, að því er varðar frátöku lands til náttúruverndar á höfuðborgarsvæðinu. Tillögur Náttúruverndarráðs um landnýtingu beinast fyrst og fremst að svæðum sem henta til varðveislu, náttúruskoðunar eða útivistar. 1 náttúruminjaskránni verður m.a. að finna tillögur um fjörur og strand- svæði sem vernda þarf, friðlönd fugla, jarðsöguminjar, fjölbreytt og sérkennilegt landslag og útivistarsvæði, sem æskilegt er að vemda með friðlýsingu eða sérstökum ákvæðum í skipulagi. Skráin verður unnin í samráði við náttúruvemdarnefndir á svæðinu, einnig ýmsa sérfræðinga og áhugafélög. Þá eru ábendingar einstaklinga ekki síður vel þegnar. Endanlegar tillögur verða unnar af náttúruminjanefnd Náttúru- verndarráðs, sem nýtur aðstoðar Árna Einarssonar, líffræðings. Stefnt er að útgáfu fjölritsins á þessu ári. (frá Náttúruverndarráði)

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.