Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1983, Blaðsíða 3

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1983, Blaðsíða 3
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 3 n SKIPULAGS- HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 3. TBL. 4. ÁRG. 1983 EFNIS YFIRLIT: | | Staðgreinir/.S’te/án Ingólfsson Bls. 5 ] Gerð 6-stafa staðgreinikerfis og drög að raðgreini á höfuðborgarsvæöinu/fiirg/r H. Sigurðsson 9 [3 Upplýsingar um mannfjölda og fasteignir á höfuðborgarsvæðinu/Þóran'rtrt Hjaltason 13 ] Tölvuvæðing sveitarfélaga/7órt Erlendsson 14 ] Viðhorf í atvinnumálum/Lggert Jónsson 17 □ Aðalfundur S.S.H. 1983 21 ] Endurskokðun reiknilíkans umferðar/ Þórarinn Hjaltason 23 []] Ný rit í bókasafni Skipulagsstofunnar 25 ] Betri borgir - minni kostnaður 25 / þessu töluhefti Skipulagsmála fylgir sérprentað blað um nýlega staðfest Aðalskipulag Mosfellssveitar 1983-2003. FORSÍÐUMYND GERÐI BJÖRN BRYNJÚLFUR BJÖRNSSON. Björn er fæddur 1956 og stundar nú nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hann hefur unnið víða við útlitshönnun og grafík, m.a. á Þjóðviljanum, Helgar- póstinum og Auglýsingaþjónustunni og einnig starfað sjálfstætt. UPPLÝSINGAVINNSLA/ GAGNAVINNSLA í nútíma þjóðfélagi er fljót og markviss skráning og meðferð upp- lýsinga mjög mikilvæg, og grund- vallaratriðið fyrir ákvarðanatöku á fjölmörgum sviðum. Við íslending- ar höfum enn ekki fært okkur í nyt þá tækni og möguleika sem að und- anförnu hafa opnast á þessu sviði, nema að mjög litlu leyti. Árlega verjum við mjög háum fjárhæðum bæði í ómarkvissa leit að upplýsing- um og meðhöndlun þeirra, en þar að auki nýtast þessar upplýsingar víða illa við ákvarðanatöku. Sem þjóð eða einstaklingar höfum við ekki efni á öðru en að taka þessum málum tak, ef við eigum að geta leyst aðkallandi verkefni á viðun- andi hátt, haft tiltækar upplýsingar, þegar á þarf að halda, fylgst stöðugt með nýrri þekkingu og þeirri þróun sem er að eiga sér stað og staðið jafnfætis öðrum þjóðum á þessu sviði. Á sviði skipulagsmála er hér enn mikið verk að vinna. Fyrir tveimur árum var haldin ráðstefna á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu um upplýsingakerfi opinberra aðila, m.t.t. skipulags og almennrar stjórnunar. Á þessari ráðstefnu komu fram margar ábendingar um helstu vandamál á þessu sviði og hugsanlegar aðgerð- ir. Þótt talsvert hafi miðað í rétta átt eru mörg atriði enn óleyst sem nú gera skipulagsvinnu á höfuð- borgarsvæðinu bæði erfiða, eða markleysu, þegar verst lætur. Hér er til dæmis átt við skilgreiningu og skráningu landnotkunar á skipu- lagskortum, og stjórnun á land- notkun í kjölfar skipulags. Svipuðu máli gegnir um skilgreiningu á vald- sviði og íhlutunarrétti þeirra fjölmörgu aðiia sem gera tillögur og taka ákvarðanir um notkun og ný- tingu lands. Hér er heldur ekki mikils árangurs að vænta, nema til komi náin samvinna ríkis og sveit- arfélaga, eða samtaka þeirra. Við skipulag er mjög mikilvægt að hægt sé að tengja upplýsingar ákveðnu svæði, ákveðnum tíma og ákveðnu sviði, þannig að auðvelt sé að gera grein fyrir viðkomandi at- hugunarefni, hvaða breytingar eru að eiga sér stað, hvar, og hvaða afleiðingar mismunandi stefnu- mörkun getur haft. Staðgreining höfuðborgarsvæðisins, sem nú er að miklu leyti lokið markar hér að mörgu leyti tímamót. Með þekkingu og tækni nútímans á að vera hægt að afla þeirra upp- lýsinga sem nauðsynlegar eru við skipulag og aðra ákvarðanatöku á fljótvirkan hátt, og halda þeim stöðugt við þannig að mögulegt sé að fylgjast með framvindu mála og afleiðingum af margvíslegum ákvörðunum. Auðveldasta leiðin að þessu marki er að mati þeirra sem mest hafa fjallað um þessu mál sú að samræma þau gagnasafna- kerfi, sem fyrir eru, m.a. með stöðl- un í vinnslu og geymslu upplýsinga og samtengingu tölva í einhverjum mæli. Þau gagnasöfn, sem nú er helst rætt um í tengslum við skipulag er m.a. að finna hjá Fasteignamati rík- isins, Hagstofu íslands, Skattstof- um og Ríkisskattstjóra, Húsnæðis- stofnun ríkisins, embættum bygg- ingarfulltrúa, Þjóðhagsstofnun og Framkvæmdastofnun, skipulags- deildum sveitarfélaga, Skipulagi ríkisins, Landmælingum íslands og Bifreiðaeftirliti ríkisins. Eitt brýnasta verkefnið á þessu sviði í dag er að kanna með hvaða hætti gera megi ofan talin gagna- söfn það samstiga, að söfnun og úrvinnsla upplýsinga úr þeim verði markvissari, hraðari og árang- ursríkari en hún er nú. Gestur Ólafsson.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.